Gunnar: Þetta var stórsigur fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. maí 2016 06:30 Gunnar Nelson var í miklu stuði í búrinu í gær og hér fær Tumenov að kenna á þungu sparki frá Gunnari. fréttablaðið/getty „Mér líður alveg ljómandi vel. Það er eiginlega ekki annað hægt. Þetta gekk glimrandi vel,“ segir Gunnar Nelson en hann var þá nýbúinn að vinna Rússann Albert Tumenov í UFC-bardaga í Rotterdam. Gunnar bauð upp á frábæra frammistöðu í bardaganum og kláraði Rússann á uppgjafartaki í annarri lotu. Frá fyrstu sekúndu var Gunnar mjög beittur. Mætti rússneska rotaranum standandi. Var gríðarlega hraður og lét höggin dynja á Rússanum.Mjög erfiður bardagi Hann tók hann svo niður í strigann um miðja lotuna og héldu þá margir að ballið væri búið. Rússinn náði aftur á móti að standa á fætur þegar hálf mínúta var eftir af lotunni og framlengja bardagann. Tumenov ætlaði að svara fyrir sig í annarri lotu en Gunnar var kominn á bragðið. Sjálfstraustið í botni. Gunnar kom Tumenov aftur niður í gólfið og að þessu sinni var engin undankomuleið. Er 1,45 mínútur voru eftir af lotunni gafst Rússinn upp er Gunnar var kominn með aðra höndina undir hálsinn á honum. „Þetta var mjög erfiður bardagi. Það var mikil orka í þessum bardaga. Það er mismunandi eftir bardögum hversu mikið menn slaka á og svona. Það var mikil spenna allan bardagann á milli okkar,“ segir Gunnar og bætir við að bardaginn hafi gengið eins og hann sá hann fyrir sér.Gunnar er hér að klára bardagann.vísir/gettyGekk allt upp „Planið var að mýkja hann aðeins. Vera hraður og hreyfanlegur. Lesa hann og taka hann svo niður. Ég ætlaði svo að klára hann í gólfinu. Ég sá það fyrir mér sem plan A án þess að ég sé mikill planari.“ Þó að Rússinn sé hættulegur rotari lá Gunnari ekkert á að taka hann niður í gólfið. Hann vildi fá tilfinningu fyrir honum fyrst. Gunnar náði svo yfirburðastöðu í gólfinu í fyrstu lotu en náði ekki að klára dæmið þá. „Ég var smá fúll út í sjálfan mig að hafa misst jafnvægið og hann. Það var klaufalegt fannst mér. Hann gerði ekkert sérstakt til að losa sig. Ég dottaði í sekúndubrot. Það gerist ekki aftur,“ segir Gunnar ákveðinn en honum leið mjög vel í bardaganum.Alltaf leiðinlegt að tapa Þó að Gunnar hafi unnið mjög sannfærandi þá fékk hann smá skurð við annað augað í bardaganum. „Ég held að ég hafi fengið þennan skurð er hann setti puttana á fullu í andlitið á mér. Ég fékk fingurinn inn í augað og sá frekar illa með auganu í smá tíma á eftir.“ Gunnar fékk víða hrós á internetinu eftir bardagann og sumir af helstu MMA-sérfræðingum heims sögðu að þetta hefði verið hans besta frammistaða í UFC.Tumenov er hörkugæi „Ég á eftir að horfa á hann aftur áður en ég get tjáð mig almennilega um það. Þetta var mjög gott. Þetta er hörkugæi sem ég mætti. Á bjarta framtíð fyrir sér og á flugi. Þetta var stórsigur. Það er engin spurning,“ segir Gunnar en hann hefur hug á að berjast aftur fljótlega en fyrst ætlar hann í frí og svo beint að æfa aftur. „Það er yfirleitt þannig eftir bardaga að fargi er af manni létt. Það hefði verið leiðinlegt að tapa tvisvar í röð. Það er reyndar alltaf leiðinlegt að tapa. Það var frábært fyrir mig að þetta skildi enda svona.“ MMA Tengdar fréttir Conor ánægður með sinn mann: Gunnar „hvíti api“ Nelson Bardagakappinn Conor McGregor hrósar vini sínum Gunnari Nelson í hásterkt á Twitter og kallar hann Gunnar „hvíti api“ Nelson. 8. maí 2016 20:24 Gunnar fékk sex milljóna króna bónus Frammistaða Gunnars Nelson í Rotterdam í kvöld var geggjuð og hann var verðlaunaður eftir bardagann í kvöld. 8. maí 2016 22:03 Gunnar Nelson tileinkaði móður sinni sigurinn "Ég ætla fá að nota tækifærið og tileinka þennan sigur móður minni, því það er jú mæðradagurinn,“ sagði Gunnar Nelson í viðtali inni í hringnum eftir að hann hafði unnið yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í kvöld. 8. maí 2016 20:05 Stórkostleg frammistaða hjá Gunnari gegn Tumenov Gunnar Nelson minnti rækilega á sig í UFC-heiminum í kvöld er hann vann yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov. 8. maí 2016 19:45 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira
„Mér líður alveg ljómandi vel. Það er eiginlega ekki annað hægt. Þetta gekk glimrandi vel,“ segir Gunnar Nelson en hann var þá nýbúinn að vinna Rússann Albert Tumenov í UFC-bardaga í Rotterdam. Gunnar bauð upp á frábæra frammistöðu í bardaganum og kláraði Rússann á uppgjafartaki í annarri lotu. Frá fyrstu sekúndu var Gunnar mjög beittur. Mætti rússneska rotaranum standandi. Var gríðarlega hraður og lét höggin dynja á Rússanum.Mjög erfiður bardagi Hann tók hann svo niður í strigann um miðja lotuna og héldu þá margir að ballið væri búið. Rússinn náði aftur á móti að standa á fætur þegar hálf mínúta var eftir af lotunni og framlengja bardagann. Tumenov ætlaði að svara fyrir sig í annarri lotu en Gunnar var kominn á bragðið. Sjálfstraustið í botni. Gunnar kom Tumenov aftur niður í gólfið og að þessu sinni var engin undankomuleið. Er 1,45 mínútur voru eftir af lotunni gafst Rússinn upp er Gunnar var kominn með aðra höndina undir hálsinn á honum. „Þetta var mjög erfiður bardagi. Það var mikil orka í þessum bardaga. Það er mismunandi eftir bardögum hversu mikið menn slaka á og svona. Það var mikil spenna allan bardagann á milli okkar,“ segir Gunnar og bætir við að bardaginn hafi gengið eins og hann sá hann fyrir sér.Gunnar er hér að klára bardagann.vísir/gettyGekk allt upp „Planið var að mýkja hann aðeins. Vera hraður og hreyfanlegur. Lesa hann og taka hann svo niður. Ég ætlaði svo að klára hann í gólfinu. Ég sá það fyrir mér sem plan A án þess að ég sé mikill planari.“ Þó að Rússinn sé hættulegur rotari lá Gunnari ekkert á að taka hann niður í gólfið. Hann vildi fá tilfinningu fyrir honum fyrst. Gunnar náði svo yfirburðastöðu í gólfinu í fyrstu lotu en náði ekki að klára dæmið þá. „Ég var smá fúll út í sjálfan mig að hafa misst jafnvægið og hann. Það var klaufalegt fannst mér. Hann gerði ekkert sérstakt til að losa sig. Ég dottaði í sekúndubrot. Það gerist ekki aftur,“ segir Gunnar ákveðinn en honum leið mjög vel í bardaganum.Alltaf leiðinlegt að tapa Þó að Gunnar hafi unnið mjög sannfærandi þá fékk hann smá skurð við annað augað í bardaganum. „Ég held að ég hafi fengið þennan skurð er hann setti puttana á fullu í andlitið á mér. Ég fékk fingurinn inn í augað og sá frekar illa með auganu í smá tíma á eftir.“ Gunnar fékk víða hrós á internetinu eftir bardagann og sumir af helstu MMA-sérfræðingum heims sögðu að þetta hefði verið hans besta frammistaða í UFC.Tumenov er hörkugæi „Ég á eftir að horfa á hann aftur áður en ég get tjáð mig almennilega um það. Þetta var mjög gott. Þetta er hörkugæi sem ég mætti. Á bjarta framtíð fyrir sér og á flugi. Þetta var stórsigur. Það er engin spurning,“ segir Gunnar en hann hefur hug á að berjast aftur fljótlega en fyrst ætlar hann í frí og svo beint að æfa aftur. „Það er yfirleitt þannig eftir bardaga að fargi er af manni létt. Það hefði verið leiðinlegt að tapa tvisvar í röð. Það er reyndar alltaf leiðinlegt að tapa. Það var frábært fyrir mig að þetta skildi enda svona.“
MMA Tengdar fréttir Conor ánægður með sinn mann: Gunnar „hvíti api“ Nelson Bardagakappinn Conor McGregor hrósar vini sínum Gunnari Nelson í hásterkt á Twitter og kallar hann Gunnar „hvíti api“ Nelson. 8. maí 2016 20:24 Gunnar fékk sex milljóna króna bónus Frammistaða Gunnars Nelson í Rotterdam í kvöld var geggjuð og hann var verðlaunaður eftir bardagann í kvöld. 8. maí 2016 22:03 Gunnar Nelson tileinkaði móður sinni sigurinn "Ég ætla fá að nota tækifærið og tileinka þennan sigur móður minni, því það er jú mæðradagurinn,“ sagði Gunnar Nelson í viðtali inni í hringnum eftir að hann hafði unnið yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í kvöld. 8. maí 2016 20:05 Stórkostleg frammistaða hjá Gunnari gegn Tumenov Gunnar Nelson minnti rækilega á sig í UFC-heiminum í kvöld er hann vann yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov. 8. maí 2016 19:45 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira
Conor ánægður með sinn mann: Gunnar „hvíti api“ Nelson Bardagakappinn Conor McGregor hrósar vini sínum Gunnari Nelson í hásterkt á Twitter og kallar hann Gunnar „hvíti api“ Nelson. 8. maí 2016 20:24
Gunnar fékk sex milljóna króna bónus Frammistaða Gunnars Nelson í Rotterdam í kvöld var geggjuð og hann var verðlaunaður eftir bardagann í kvöld. 8. maí 2016 22:03
Gunnar Nelson tileinkaði móður sinni sigurinn "Ég ætla fá að nota tækifærið og tileinka þennan sigur móður minni, því það er jú mæðradagurinn,“ sagði Gunnar Nelson í viðtali inni í hringnum eftir að hann hafði unnið yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í kvöld. 8. maí 2016 20:05
Stórkostleg frammistaða hjá Gunnari gegn Tumenov Gunnar Nelson minnti rækilega á sig í UFC-heiminum í kvöld er hann vann yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov. 8. maí 2016 19:45