Hátíðarmatur að hætti Úlfars 19. desember 2016 13:45 KYNNING Það er fátt hátíðlegra en ilmurinn úr eldhúsinu þegar verið að útbúa jólamatinn og villibráð er ómissandi á veisluborðið. Metsöluhöfundurinn, landsliðskokkurinn og veiðimaðurinn Úlfar Finnbjörnsson deilir hér uppskriftum að nokkrum skotheldum og gómsætum réttum sem hægt er að töfra fram úr ýmis konar villibráð. Allt hráefni fæst í Hagkaup.Úlfar vonar að sem flestir geti nýtt sér bókina. Jafnt veiðimenn, fagmenn og áhugamenn um villibráð."Áhugi á veiðum og náttúrunni rak mig í að fara að læra kokkinn á sínum tíma. Ég vildi fá að vita hvað hægt væri að gera við allt þetta fínerí sem náttúran hefur upp á að bjóða. Ég stundaði töluvert af skot- og stangveiði og kom heim með aflann og henti í fangið á mömmu. Mamma bjó alltaf til eitthvað ægilega gott en ég vildi fá að vita hvað hægt væri að gera meira. Engar bækur voru til með villibráðaruppskriftum og engar upplýsingar var að hafa. Á þessum árum vann ég við að hjálpa vini mínum, Jóhanni Brandssyni, við að stoppa upp fugla. Aðallega voru það lundar og rjúpur sem seldar voru í ferðamannabúðunum. Þá hrannaðist upp hjá okkur lundakjöt sem við borðuðum í hádegis- og kvöldmat alla daga. Lundinn var þá soðinn í tætlur og borðaður með sultu og kartöflum. Þetta þótti okkur voða gott til þess að byrja með en undir lokin hefðum við getað gargað," segir úlfar. "Eftir eitt gargandi gott lundahádegi sagði ég við Jóa: „Hey, ég held ég fari bara að læra þessa vitleysu!“ „Ha? Hvaða vitleysu?“ spurði hann. „Heyrðu ég ætla bara að fara að læra að elda lunda og verða sprenglærður kokkur.“ Eftir það varð ekki aftur snúið og ég hef ekki stoppað upp lunda síðan." Í bók Úlfars, Stóru bókinni um villibráð, er reynt að stikla á öllu því helsta sem varðar það hvernig á að ganga frá bráðinni eftir að hún er felld, hvernig á að reita, svíða eða hamfletta fugla, hvernig á að úrbeina og helstu grunnaðferðir við soð-, sósu- og paté-gerð ásamt uppskriftum og fleiru. "Ég vona að sem flestir geti nýtt sér þessa bók, hvort sem það eru veiðimenn, fagmenn eða áhugamenn um villibráð. Ég hefði að minnsta kosti þegið svona bók þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í veiðum og matreiðslu á villibráð." Krónhjartarsteikin er sannarlega hátíðleg.Krónhjartarsteik með gljáðum skalottlauk, kóngssveppum og villisveppamauksósufyrir 4 4 x 200 g krónhjartarsteikur salt og nýmalaður pipar 2 msk. olía 30 g þurrkaðir villisveppir, malaðir í kaffikvörn eða matvinnsluvél 1 dl portvín 1/2 dl brandí 2 1/2 dl rjómi 1/2 msk. nautakjötskraftur sósujafnari Kryddið hreindýrasteikur með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 2 mínútur á hvorri hlið. Takið steikurnar af pönnunni og setjið í 180°C heitan ofn í 5-7 mínútur. Setjið sveppamulning á sömu pönnu ásamt portvíni og brandíi og sjóðið vínið niður um 3/4. Bætið rjóma og kjötkrafti í sósuna og þykkið til með sósujafnara. Smakkið til með salti og pipar.Gljáður skalottlaukur8-12 skalottlaukar 1/2 l vatn 2 msk. olía 4 msk. sykur 3 timjangreinar 2 lárviðarlauf 2 msk. balsamedik 1 dl rauðvín salt og pipar Setjið skalottlauk og vatn saman í pott, þannig að rétt fljóti yfir laukinn. Kveikið undir en takið pottinn af hellunni um leið og suðan kemur upp. Skrælið þá laukinn og steikið í olíu á pönnu þar til hann er orðinn fallega brúnn. Bræðið sykur á pönnu og látið hann brúnast. Bætið timjangreinum, lárviðarlaufum, balsamediki, rauðvíni, salti og pipar á pönnuna og sjóðið vökvann niður um 3/4.Kóngssveppir4-6 kóngssveppir, skornir í báta 1-2 msk. smjör salt og nýmalaður pipar Steikið sveppi upp úr smjöri á vel heitri pönnu í 2-3 mínútur og kryddið með salti og pipar. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira
KYNNING Það er fátt hátíðlegra en ilmurinn úr eldhúsinu þegar verið að útbúa jólamatinn og villibráð er ómissandi á veisluborðið. Metsöluhöfundurinn, landsliðskokkurinn og veiðimaðurinn Úlfar Finnbjörnsson deilir hér uppskriftum að nokkrum skotheldum og gómsætum réttum sem hægt er að töfra fram úr ýmis konar villibráð. Allt hráefni fæst í Hagkaup.Úlfar vonar að sem flestir geti nýtt sér bókina. Jafnt veiðimenn, fagmenn og áhugamenn um villibráð."Áhugi á veiðum og náttúrunni rak mig í að fara að læra kokkinn á sínum tíma. Ég vildi fá að vita hvað hægt væri að gera við allt þetta fínerí sem náttúran hefur upp á að bjóða. Ég stundaði töluvert af skot- og stangveiði og kom heim með aflann og henti í fangið á mömmu. Mamma bjó alltaf til eitthvað ægilega gott en ég vildi fá að vita hvað hægt væri að gera meira. Engar bækur voru til með villibráðaruppskriftum og engar upplýsingar var að hafa. Á þessum árum vann ég við að hjálpa vini mínum, Jóhanni Brandssyni, við að stoppa upp fugla. Aðallega voru það lundar og rjúpur sem seldar voru í ferðamannabúðunum. Þá hrannaðist upp hjá okkur lundakjöt sem við borðuðum í hádegis- og kvöldmat alla daga. Lundinn var þá soðinn í tætlur og borðaður með sultu og kartöflum. Þetta þótti okkur voða gott til þess að byrja með en undir lokin hefðum við getað gargað," segir úlfar. "Eftir eitt gargandi gott lundahádegi sagði ég við Jóa: „Hey, ég held ég fari bara að læra þessa vitleysu!“ „Ha? Hvaða vitleysu?“ spurði hann. „Heyrðu ég ætla bara að fara að læra að elda lunda og verða sprenglærður kokkur.“ Eftir það varð ekki aftur snúið og ég hef ekki stoppað upp lunda síðan." Í bók Úlfars, Stóru bókinni um villibráð, er reynt að stikla á öllu því helsta sem varðar það hvernig á að ganga frá bráðinni eftir að hún er felld, hvernig á að reita, svíða eða hamfletta fugla, hvernig á að úrbeina og helstu grunnaðferðir við soð-, sósu- og paté-gerð ásamt uppskriftum og fleiru. "Ég vona að sem flestir geti nýtt sér þessa bók, hvort sem það eru veiðimenn, fagmenn eða áhugamenn um villibráð. Ég hefði að minnsta kosti þegið svona bók þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í veiðum og matreiðslu á villibráð." Krónhjartarsteikin er sannarlega hátíðleg.Krónhjartarsteik með gljáðum skalottlauk, kóngssveppum og villisveppamauksósufyrir 4 4 x 200 g krónhjartarsteikur salt og nýmalaður pipar 2 msk. olía 30 g þurrkaðir villisveppir, malaðir í kaffikvörn eða matvinnsluvél 1 dl portvín 1/2 dl brandí 2 1/2 dl rjómi 1/2 msk. nautakjötskraftur sósujafnari Kryddið hreindýrasteikur með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 2 mínútur á hvorri hlið. Takið steikurnar af pönnunni og setjið í 180°C heitan ofn í 5-7 mínútur. Setjið sveppamulning á sömu pönnu ásamt portvíni og brandíi og sjóðið vínið niður um 3/4. Bætið rjóma og kjötkrafti í sósuna og þykkið til með sósujafnara. Smakkið til með salti og pipar.Gljáður skalottlaukur8-12 skalottlaukar 1/2 l vatn 2 msk. olía 4 msk. sykur 3 timjangreinar 2 lárviðarlauf 2 msk. balsamedik 1 dl rauðvín salt og pipar Setjið skalottlauk og vatn saman í pott, þannig að rétt fljóti yfir laukinn. Kveikið undir en takið pottinn af hellunni um leið og suðan kemur upp. Skrælið þá laukinn og steikið í olíu á pönnu þar til hann er orðinn fallega brúnn. Bræðið sykur á pönnu og látið hann brúnast. Bætið timjangreinum, lárviðarlaufum, balsamediki, rauðvíni, salti og pipar á pönnuna og sjóðið vökvann niður um 3/4.Kóngssveppir4-6 kóngssveppir, skornir í báta 1-2 msk. smjör salt og nýmalaður pipar Steikið sveppi upp úr smjöri á vel heitri pönnu í 2-3 mínútur og kryddið með salti og pipar.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira