Takast á við riðutilfelli aftur Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2016 07:00 Riðutilfelli undanfarinna tíu ára „Það er bara verið að kippa undan manni fótunum og við getum ekkert gert í þessu,“ segir Ragnheiður G. Kolbeins, bóndi á Brautarholti. Greint var frá því á föstudag að riðuveiki hefði komið upp á bænum Brautarholti í Skagafirði. Þetta er í annað skipti sem ábúendur á jörðinni lenda í þessum áföllum, síðast árið 1987. Á síðustu tíu árum hafa þrettán staðfest riðutilfelli komið upp á landinu. Flest hafa þau komið upp í Skagafirði en einnig á Suðurlandi og í Húnaþingi vestra. Riðutilfellið nú á Brautarholti er fjórða tilfellið á síðasta ári sem hefur komið upp á Norðurlandi vestra en fyrir þann tíma hafði ekki greinst riða á svæðinu síðan 2010. Ragnheiður hafði grun um að ein fjögurra vetra ær hjá sér væri með riðu og hafði samband við héraðsdýralækni. Tilfellið var staðfest og því þarf að drepa allt það fé sem er á bænum; rétt tæplega þrjú hundruð ær auk lamba úr sauðburði vorsins. „Einnig þurfum við að taka allt timbur úr útihúsum og brenna það auk þess að jarðvegsskipta á stóru svæði utan við fjárhúsin. Svo þarf að bíða í tvö ár,“ segir Ragnheiður. „Þetta er áfall, og í annað skiptið sem við þurfum að ganga í gegnum þessar hörmungar. Bætur sem við fáum munu aldrei ná upp í allan þann kostnað sem af hlýst. Það er bara verið að rífa frá okkur lifibrauðið.“ Nokkur svæði á landinu eru riðulaus og hefur riða aldrei greinst á þeim svæðum. Til að mynda á Ströndum, á Snæfellsnesi, í Öræfum og Þistilfirði. Varnargirðingar og bann við flutningi sauðfjár og heyja hafa komið í veg fyrir að riða berist á þau svæði. Ragnheiður segir skorta vitneskju um sjúkdóminn. „Það kom upp riða á mörgum bæjum hér um miðjan níunda áratuginn og svo virðist sem þetta sé að blossa upp núna. Á sama tíma virðist skorta á þekkinguna, hvað það er sem nákvæmlega veldur þessu,“ segir Ragnheiður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Það er bara verið að kippa undan manni fótunum og við getum ekkert gert í þessu,“ segir Ragnheiður G. Kolbeins, bóndi á Brautarholti. Greint var frá því á föstudag að riðuveiki hefði komið upp á bænum Brautarholti í Skagafirði. Þetta er í annað skipti sem ábúendur á jörðinni lenda í þessum áföllum, síðast árið 1987. Á síðustu tíu árum hafa þrettán staðfest riðutilfelli komið upp á landinu. Flest hafa þau komið upp í Skagafirði en einnig á Suðurlandi og í Húnaþingi vestra. Riðutilfellið nú á Brautarholti er fjórða tilfellið á síðasta ári sem hefur komið upp á Norðurlandi vestra en fyrir þann tíma hafði ekki greinst riða á svæðinu síðan 2010. Ragnheiður hafði grun um að ein fjögurra vetra ær hjá sér væri með riðu og hafði samband við héraðsdýralækni. Tilfellið var staðfest og því þarf að drepa allt það fé sem er á bænum; rétt tæplega þrjú hundruð ær auk lamba úr sauðburði vorsins. „Einnig þurfum við að taka allt timbur úr útihúsum og brenna það auk þess að jarðvegsskipta á stóru svæði utan við fjárhúsin. Svo þarf að bíða í tvö ár,“ segir Ragnheiður. „Þetta er áfall, og í annað skiptið sem við þurfum að ganga í gegnum þessar hörmungar. Bætur sem við fáum munu aldrei ná upp í allan þann kostnað sem af hlýst. Það er bara verið að rífa frá okkur lifibrauðið.“ Nokkur svæði á landinu eru riðulaus og hefur riða aldrei greinst á þeim svæðum. Til að mynda á Ströndum, á Snæfellsnesi, í Öræfum og Þistilfirði. Varnargirðingar og bann við flutningi sauðfjár og heyja hafa komið í veg fyrir að riða berist á þau svæði. Ragnheiður segir skorta vitneskju um sjúkdóminn. „Það kom upp riða á mörgum bæjum hér um miðjan níunda áratuginn og svo virðist sem þetta sé að blossa upp núna. Á sama tíma virðist skorta á þekkinguna, hvað það er sem nákvæmlega veldur þessu,“ segir Ragnheiður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira