„Ekki trufla óvininn á meðan hann er að kála sér sjálfur“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. september 2016 17:00 Þær Silja Dögg Gunnarsdóttir og Vigdís Hauksdóttir, þingmenn Framsóknar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem staða Framsóknarflokksins var tíunduð. Silja Dögg segir Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, hafa farið með rétt mál þegar hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins hafa misst traust þingflokksins í kjölfar Wintris málsins.Sjá: „Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í Apríl“ „Atburðarrásin var þannig að við í þingflokknum vorum búin að ákveða að biðja Sigmund um að víkja,“ sagði Silja Dögg um örlagaríkan þingflokksfund eftir að Panamalekinn var opinberaður. „Þetta var áður en að Sigurður Ingi kom á fundinn og Sigmundur var á leiðinni líka,“ segir hún. „Þetta var ekki gert með glöðu geði, þetta var ekkert plan og við vildum ekki vera í þeirri aðstöðu en við vorum komin upp að vegg. Okkur leið illa og það hafði orðið trúnaðarbrestur forsætisráðherra við íslensku þjóðina og okkur í þingflokknum.“Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi munu etja kappi á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina.Þegar Sigurður Ingi mætir á fundinn er honum greint frá vilja þingflokksins um að víkja Sigmundi úr embætti. „Hann tók þetta mjög nærri sér og hann hoppaði ekki hæð sína af gleði,“ sagði hún. „Honum leið mjög illa, hann sagði: “Sigmundur er vinur minn, ég vil ekki gera þetta. En ef staðan er þessi og þið viljið að ég geri þetta skal ég taka þetta verkefni að mér.„„ Vigdís upplifði atburðarrásina ekki á sömu vegu og Silja Dögg. „Mér hefur greinilega verið haldið fyrir utan það þegar þessi ákvörðun var tekin um að etja Sigmund af,“ sagði hún. „Það er margt að skýrast núna og það er erfitt að sætta sig við það, í ljósi málefnastöðu Framsóknarflokksins og hvað við höfum náð miklu í gegn, að það séu þarna einstaklingar úti með hnífasettið á lofti tilbúin til að nota það korteri fyrir kosningar,“ segir Vigdís. Hún telur ljóst að flokkurinn sé klofinn og það nýtist andstæðingum hans best. „Það verður flokksþing um næstu helgi og þar verður kosið um forystu. Þar ræðst það hvaða fylking nær yfirhöndinni og hvaða fylking verður kosin. Fyrir mér lítur þetta þannig út eins og ABBA, þar sem ég fór á ABBA safnið í gær, það eru tvær fylkingar og þetta er að klofna,“ segir hún en hún var stödd í Stokkhólmi þegar Bítismenn náðu á henni í morgun. „En andstæðingar okkar kætast, þeir hugsa þetta sem svo að ekki eigi að trufla óvinin á meðan hann kálar sér sjálfur.“Hér má hlusta á umræður Silju og Vigdísar í Bítinu í heild sinni. Kosningar 2016 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þær Silja Dögg Gunnarsdóttir og Vigdís Hauksdóttir, þingmenn Framsóknar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem staða Framsóknarflokksins var tíunduð. Silja Dögg segir Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, hafa farið með rétt mál þegar hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins hafa misst traust þingflokksins í kjölfar Wintris málsins.Sjá: „Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í Apríl“ „Atburðarrásin var þannig að við í þingflokknum vorum búin að ákveða að biðja Sigmund um að víkja,“ sagði Silja Dögg um örlagaríkan þingflokksfund eftir að Panamalekinn var opinberaður. „Þetta var áður en að Sigurður Ingi kom á fundinn og Sigmundur var á leiðinni líka,“ segir hún. „Þetta var ekki gert með glöðu geði, þetta var ekkert plan og við vildum ekki vera í þeirri aðstöðu en við vorum komin upp að vegg. Okkur leið illa og það hafði orðið trúnaðarbrestur forsætisráðherra við íslensku þjóðina og okkur í þingflokknum.“Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi munu etja kappi á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina.Þegar Sigurður Ingi mætir á fundinn er honum greint frá vilja þingflokksins um að víkja Sigmundi úr embætti. „Hann tók þetta mjög nærri sér og hann hoppaði ekki hæð sína af gleði,“ sagði hún. „Honum leið mjög illa, hann sagði: “Sigmundur er vinur minn, ég vil ekki gera þetta. En ef staðan er þessi og þið viljið að ég geri þetta skal ég taka þetta verkefni að mér.„„ Vigdís upplifði atburðarrásina ekki á sömu vegu og Silja Dögg. „Mér hefur greinilega verið haldið fyrir utan það þegar þessi ákvörðun var tekin um að etja Sigmund af,“ sagði hún. „Það er margt að skýrast núna og það er erfitt að sætta sig við það, í ljósi málefnastöðu Framsóknarflokksins og hvað við höfum náð miklu í gegn, að það séu þarna einstaklingar úti með hnífasettið á lofti tilbúin til að nota það korteri fyrir kosningar,“ segir Vigdís. Hún telur ljóst að flokkurinn sé klofinn og það nýtist andstæðingum hans best. „Það verður flokksþing um næstu helgi og þar verður kosið um forystu. Þar ræðst það hvaða fylking nær yfirhöndinni og hvaða fylking verður kosin. Fyrir mér lítur þetta þannig út eins og ABBA, þar sem ég fór á ABBA safnið í gær, það eru tvær fylkingar og þetta er að klofna,“ segir hún en hún var stödd í Stokkhólmi þegar Bítismenn náðu á henni í morgun. „En andstæðingar okkar kætast, þeir hugsa þetta sem svo að ekki eigi að trufla óvinin á meðan hann kálar sér sjálfur.“Hér má hlusta á umræður Silju og Vigdísar í Bítinu í heild sinni.
Kosningar 2016 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira