Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2016 13:42 Úr sýningarrými Listasafns ASÍ. Vísir/Valli Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson hafa keypt Ásmundarsal við Freyjugötu sem um árabil hefur verið í eigu Listasafns ASÍ. Nýir eigendur ætla að leggja áherslu á að viðhalda lista- og menningarhlutverki hússins. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður rekstrarstjórnar listasafnsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að rekstur húsnæðisins hafi verið of þungur baggi til að bera og því hafi Alþýðusamband Íslands ákveðið að selja Ásmundarsal. Samband íslenskra myndlistarmanna lýsti nokkru síðar yfir áhyggjum um að húsið yrði ekki nýtt undir list- og menningarstarfsemi líkt og Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, sem lét reisa húsið, lagði áherslu á.Um 1.500 manns skrifuðu undir áskriftarsöfnun þar sem skorað var á Alþýðusamband Íslands og rekstrarfélag Listasafns ASÍ að endurskoða afstöðu sína hvað varðar Ásmundarsal. Nýjir eigendur hafa nú tekið við og hyggjast þeir leggja áherslu á list- og menningartengda starfsemi í húsnæðinu. „Við munum jöfnum höndum styðja við unga hönnuði og listamenn auk þess að vera í nánu samstarfi við virta og þekkta listamenn bæði innlenda og erlenda og skapa þannig fjölbreytta og nútímalega listamiðstöð,“ segir Aðalheiður Magnúsdóttir, annar kaupanda Ásmundarsals. „Alþýðusambandið fagnar mjög áformum Aðalheiðar og Sigurbjörns að reka áfram listastarfsemi í Ásmundarsal við Freyjugötu,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður rekstrarstjórnar Listasafns ASÍ. „Þessi niðurstaða er fullkomlega í takt við þær væntingar sem ASÍ hafði þegar húsið var sett í söluferli.“ Listasafn ASÍ verður með starfsemi í húsinu fram á haust þegar nýju eigendurnir taka við starfseminni. Tengdar fréttir 1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Undirskriftasöfnun á netinu miðar að því að sala húsnæðis Listasafns ASÍ verði endurskoðuð. 4. maí 2016 12:55 Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Sjá meira
Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson hafa keypt Ásmundarsal við Freyjugötu sem um árabil hefur verið í eigu Listasafns ASÍ. Nýir eigendur ætla að leggja áherslu á að viðhalda lista- og menningarhlutverki hússins. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður rekstrarstjórnar listasafnsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að rekstur húsnæðisins hafi verið of þungur baggi til að bera og því hafi Alþýðusamband Íslands ákveðið að selja Ásmundarsal. Samband íslenskra myndlistarmanna lýsti nokkru síðar yfir áhyggjum um að húsið yrði ekki nýtt undir list- og menningarstarfsemi líkt og Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, sem lét reisa húsið, lagði áherslu á.Um 1.500 manns skrifuðu undir áskriftarsöfnun þar sem skorað var á Alþýðusamband Íslands og rekstrarfélag Listasafns ASÍ að endurskoða afstöðu sína hvað varðar Ásmundarsal. Nýjir eigendur hafa nú tekið við og hyggjast þeir leggja áherslu á list- og menningartengda starfsemi í húsnæðinu. „Við munum jöfnum höndum styðja við unga hönnuði og listamenn auk þess að vera í nánu samstarfi við virta og þekkta listamenn bæði innlenda og erlenda og skapa þannig fjölbreytta og nútímalega listamiðstöð,“ segir Aðalheiður Magnúsdóttir, annar kaupanda Ásmundarsals. „Alþýðusambandið fagnar mjög áformum Aðalheiðar og Sigurbjörns að reka áfram listastarfsemi í Ásmundarsal við Freyjugötu,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður rekstrarstjórnar Listasafns ASÍ. „Þessi niðurstaða er fullkomlega í takt við þær væntingar sem ASÍ hafði þegar húsið var sett í söluferli.“ Listasafn ASÍ verður með starfsemi í húsinu fram á haust þegar nýju eigendurnir taka við starfseminni.
Tengdar fréttir 1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Undirskriftasöfnun á netinu miðar að því að sala húsnæðis Listasafns ASÍ verði endurskoðuð. 4. maí 2016 12:55 Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Sjá meira
1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Undirskriftasöfnun á netinu miðar að því að sala húsnæðis Listasafns ASÍ verði endurskoðuð. 4. maí 2016 12:55
Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23
SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40