Saksóknari felldi niður HIV-málið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. september 2016 19:15 Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál nígerísks hælisleitanda sem grunaður var um að hafa smitað konur hér á landi visvítandi af HIV veirunni. Málið þótti ekki líklegt til sakfellis en ekki var hægt að sanna að maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af HIV veirunni. Þetta staðfestir Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara. Staðfest er að tvær konur hafi greinst með HIV eftir samneyti við manninn og á annan tug kvenna hafi farið í greiningu vegna málsins. Maðurinn var handtekinn í júlí í fyrra og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þegar það rann út var maðurinn úrskurðaður í farbann í nokkrar vikur. Rannsókn lögreglu tók marga mánuði. Upphaflega var unnið að því í samstarfi við sóttvarnalækni að komast að því hverja maðurinn hefði haft samneyti við og hvort þeir væru smitaðir. Þá snéri rannsókn lögreglu að því að upplýsa hvort maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af veirunni og þannig vísvitandi smitað aðra. Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Ísland gagnrýndi harkalegar aðgerðir lögreglu í garð mannsins á sínum tíma og sagði þær hafa leitt til frekari ótta og glæpavæðingar sjúkdómsins. Niðurstaða málsins kemur Einari ekki á óvart. „Þetta mál er allt mjög dapurlegt frá upphafi til enda. Fyrir okkur sem vinnum gegn neikvæðum viðhorfum í garð þessa sjúkdóms var þetta eins og mörg skref aftur á bak. Þetta að einstaklingur hafi verið tekinn og grunaður um það að hafa viljandi smitað af HIV veirunni og settur í einangrun í fjórar vikur,“ segir Einar Þór. Maðurinn hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og kveðst ekki hafa vitað að hann væri með HIV. Einar segir málið hneykslanlegt frá upphafi og að almenningur þurfi að átta sig á því að fólk með HIV sem sé á lyfjameðferð gegn sjúkdómnum sé ekki smitandi. „Fólk sem greinist með HIV í dag er sett á lyf og þar af leiðandi er það ekki smitandi,“ segir Einar. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál nígerísks hælisleitanda sem grunaður var um að hafa smitað konur hér á landi visvítandi af HIV veirunni. Málið þótti ekki líklegt til sakfellis en ekki var hægt að sanna að maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af HIV veirunni. Þetta staðfestir Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara. Staðfest er að tvær konur hafi greinst með HIV eftir samneyti við manninn og á annan tug kvenna hafi farið í greiningu vegna málsins. Maðurinn var handtekinn í júlí í fyrra og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þegar það rann út var maðurinn úrskurðaður í farbann í nokkrar vikur. Rannsókn lögreglu tók marga mánuði. Upphaflega var unnið að því í samstarfi við sóttvarnalækni að komast að því hverja maðurinn hefði haft samneyti við og hvort þeir væru smitaðir. Þá snéri rannsókn lögreglu að því að upplýsa hvort maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af veirunni og þannig vísvitandi smitað aðra. Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Ísland gagnrýndi harkalegar aðgerðir lögreglu í garð mannsins á sínum tíma og sagði þær hafa leitt til frekari ótta og glæpavæðingar sjúkdómsins. Niðurstaða málsins kemur Einari ekki á óvart. „Þetta mál er allt mjög dapurlegt frá upphafi til enda. Fyrir okkur sem vinnum gegn neikvæðum viðhorfum í garð þessa sjúkdóms var þetta eins og mörg skref aftur á bak. Þetta að einstaklingur hafi verið tekinn og grunaður um það að hafa viljandi smitað af HIV veirunni og settur í einangrun í fjórar vikur,“ segir Einar Þór. Maðurinn hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og kveðst ekki hafa vitað að hann væri með HIV. Einar segir málið hneykslanlegt frá upphafi og að almenningur þurfi að átta sig á því að fólk með HIV sem sé á lyfjameðferð gegn sjúkdómnum sé ekki smitandi. „Fólk sem greinist með HIV í dag er sett á lyf og þar af leiðandi er það ekki smitandi,“ segir Einar.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira