Skóli í einstöku umhverfi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2016 09:30 „Það er ekki bara höfuðið sem er í skólanum,“ segir Eiríkur glaðlega, um áherslurnar í Waldorfskólanum. Vísir/Pjetur Í skógi vaxinni hvilft skammt fyrir ofan borgina kúrir Waldorfskólinn í Lækjarbotnum, elsti grunnskóli landsins sem starfar samkvæmt hugmyndafræði Rudolfs Steiner, hins þýska. Nú eru þar 70 börn í 1. til 10. bekk. „Hér erum við í einstöku umhverfi og það er upplifun fyrir börn úr borginni að koma hingað og kynnast náttúrunni í alls konar veðri,“ segir Eiríkur Gunnarsson sem hefur kennt við skólann frá 1993, með fimm ára hléi sem hann notaði til náms erlendis. „Fræinu sáði Sesselja á Sólheimum,“ segir Eiríkur, inntur eftir upphafinu. „Allt frá 1930 vann hún eftir stefnu Steiners og var brautryðjandi á Norðurlöndunum. Það fólk sem stofnaði Waldorfskólann kynntist hugmyndinni hjá henni og menntaði sig svo í fræðunum. Eiríkur segir mikið lagt upp úr því í skólanum að þroska manneskjuna sem heild. „Áherslan er ekki bara á bóknám, við leyfum börnunum líka að gera mikið með höndunum og nota sköpunargáfuna á fjölbreyttan hátt. Í okkar augum eru þessir þættir allir jafn mikilvægir sem veganesti út í lífið. Við erum líka búin að vera með moltugerð frá upphafi og allir nemendur sá fræjum, sinna ræktun og uppskera.“ Eiríkur telur tækni nútímans spilla tengslum barna við sjálf sig, því sé tölvunotkun seinkað í Waldorfskólanum, miðað við aðra grunnskóla. „Við teljum betra fyrir börnin að gera hlutina fyrst á blaði í stað þess að stytta sér leið með tölvuforritum. Þau fá hér námskeið í margmiðlunartækni í 8., 9. og 10. bekk, þá verða tækin verkfæri í höndum þeirra. Einhvern tíma birtist blaðapistill um að forstjórar tölvufyrirtækjanna í Silicon Valley í Bandaríkjunum sendi börn sín í Waldorfskóla, þar sem engar tölvur eru.“ Í tilefni 25 ára afmælis skólans verður leiksýning í Gamla bíói í dag klukkan 17, svo verður hátíð í Lækjarbotnum 21. maí og opið hús allan daginn. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Í skógi vaxinni hvilft skammt fyrir ofan borgina kúrir Waldorfskólinn í Lækjarbotnum, elsti grunnskóli landsins sem starfar samkvæmt hugmyndafræði Rudolfs Steiner, hins þýska. Nú eru þar 70 börn í 1. til 10. bekk. „Hér erum við í einstöku umhverfi og það er upplifun fyrir börn úr borginni að koma hingað og kynnast náttúrunni í alls konar veðri,“ segir Eiríkur Gunnarsson sem hefur kennt við skólann frá 1993, með fimm ára hléi sem hann notaði til náms erlendis. „Fræinu sáði Sesselja á Sólheimum,“ segir Eiríkur, inntur eftir upphafinu. „Allt frá 1930 vann hún eftir stefnu Steiners og var brautryðjandi á Norðurlöndunum. Það fólk sem stofnaði Waldorfskólann kynntist hugmyndinni hjá henni og menntaði sig svo í fræðunum. Eiríkur segir mikið lagt upp úr því í skólanum að þroska manneskjuna sem heild. „Áherslan er ekki bara á bóknám, við leyfum börnunum líka að gera mikið með höndunum og nota sköpunargáfuna á fjölbreyttan hátt. Í okkar augum eru þessir þættir allir jafn mikilvægir sem veganesti út í lífið. Við erum líka búin að vera með moltugerð frá upphafi og allir nemendur sá fræjum, sinna ræktun og uppskera.“ Eiríkur telur tækni nútímans spilla tengslum barna við sjálf sig, því sé tölvunotkun seinkað í Waldorfskólanum, miðað við aðra grunnskóla. „Við teljum betra fyrir börnin að gera hlutina fyrst á blaði í stað þess að stytta sér leið með tölvuforritum. Þau fá hér námskeið í margmiðlunartækni í 8., 9. og 10. bekk, þá verða tækin verkfæri í höndum þeirra. Einhvern tíma birtist blaðapistill um að forstjórar tölvufyrirtækjanna í Silicon Valley í Bandaríkjunum sendi börn sín í Waldorfskóla, þar sem engar tölvur eru.“ Í tilefni 25 ára afmælis skólans verður leiksýning í Gamla bíói í dag klukkan 17, svo verður hátíð í Lækjarbotnum 21. maí og opið hús allan daginn.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira