Innlent

Snjókoma með köflum norðanlands

Birgir Olgeirsson skrifar
Það má búast við snjókomu á Norðurlandi á morgun.
Það má búast við snjókomu á Norðurlandi á morgun. Vísir/Vilhelm
Útlit er fyrir snjókomu með köflum norðan- og norðaustanlands á morgun en bjartviðri víðast hvar sunnan- og vestantil. Horfur eru á norðvestan átt, 5 – 13 metrar á sekúndu, og frosti, 0 – 5 stig, norðan- og austantil yfir daginn. Búist er hins vegar við hita, 2 – 7 stig, á sunnanverðu landinu.

Á föstudag verður vindur vestlægari og einnig kemur upp að landinu mildara loft þannig að úrkoman fyrir norðan breytist smám saman í slyddu og jafnvel rigningu við ströndina. Áfram að mestu þurrt um sunnanvert landið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Norðan- og norðvestan 8-13 m/s og dálítil snjókoma eða slydda N- og A-lands til kvölds, en bætir síðan í ofankomu. Skýjað með köflum og stöku skúrir SV-til. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.

Á laugardag:Norðaustan 8-13 m/s og slydda NV-til, en annars hægviðri og úrkomulítið. Gengur í austan 13-18 og með talsverðri rigningu SA-til um kvöldið, en rofar þá til fyrir norðan. Hiti 0 til 7 stig, mildast S-til.

Á sunnudag:Norðaustan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Dálítil rigning eða slydda víða um land, en hægara og þurrt að kalla SV-til. Hiti 1 til 9 stig, mildast V-lands.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:Allhvöss og svöl norðanátt með slyddu eða snjókomu, en þurrviðri og mildara syðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×