LSD neysla áhyggjuefni Ásgeir Erlendsson skrifar 26. apríl 2016 19:15 Það er áhyggjuefni ef ungt fólk er í auknum mæli farið að neyta ofskynjunarlyfsins LSD eins og vísbendingar eru um. Þetta segir yfirlæknir á Vogi sem segir sérstaklega varasamt ef lyfið er sagt hættulaust sem það er alls ekki. Ungt fólk sem á enga sögu um eiturlyfjaneyslu er í auknum mæli farið að koma við sögu lögreglu vegna neyslu á ofskynjunarlyfinu LSD. Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, sagði á dögunum að svo virtist sem verið væri að markaðssetja LSD sem hættulaust ferðalag. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á vogi segist þessa þróun vera áhyggjuefni. „Það er auðvitað áhyggjuefni. Þetta getur verið hættulegt fyrir hvern sem er að taka það. Sérstaklega ef þetta er selt sem saklaust efni sem það er auðvitað ekki.“ Segir Valgerður. Hún segir LSD gjarnan hafa verið notað með öðrum vímuefnum í gegnum tíðina en segist ekki hafa merkt aukningu í innlögnum á Vog vegna LSD notkunar einnar og sér. „Það eru margir að tala um það í dag að þeir séu að nota þetta með af þeim sem koma hingað í meðferð. Þeir koma kannski ekki hingað út af þessari neyslu eingöngu eða fyrst og fremst en þetta er notað með. Þessi efni geta verið hættuleg geðheilsunni sérstaklega. Þetta getur orðið það alvarlegt líka að fólk fari hreinlega í hræðslukast eða fái aðsóknarhugmyndir. Það getur verið býsna svæsið fyrir einstaklinginn að lenda í því.“ Ungt fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir neyslu á LSD. „Ungur heili, alveg sama hvaða vímuefni er notað, hann er viðkvæmastur því það eru miklar breytingar í heilanum hjá ungu fólki. Hann er að þroskast og breytast mikið. Þessi hópur er náttúrulega tilraunahópur og er hvatvís oft og er til í að gera og prófa ýmislegt. Það er getur verið svolítið hættulegt að taka svona áhættur.“ Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Það er áhyggjuefni ef ungt fólk er í auknum mæli farið að neyta ofskynjunarlyfsins LSD eins og vísbendingar eru um. Þetta segir yfirlæknir á Vogi sem segir sérstaklega varasamt ef lyfið er sagt hættulaust sem það er alls ekki. Ungt fólk sem á enga sögu um eiturlyfjaneyslu er í auknum mæli farið að koma við sögu lögreglu vegna neyslu á ofskynjunarlyfinu LSD. Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, sagði á dögunum að svo virtist sem verið væri að markaðssetja LSD sem hættulaust ferðalag. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á vogi segist þessa þróun vera áhyggjuefni. „Það er auðvitað áhyggjuefni. Þetta getur verið hættulegt fyrir hvern sem er að taka það. Sérstaklega ef þetta er selt sem saklaust efni sem það er auðvitað ekki.“ Segir Valgerður. Hún segir LSD gjarnan hafa verið notað með öðrum vímuefnum í gegnum tíðina en segist ekki hafa merkt aukningu í innlögnum á Vog vegna LSD notkunar einnar og sér. „Það eru margir að tala um það í dag að þeir séu að nota þetta með af þeim sem koma hingað í meðferð. Þeir koma kannski ekki hingað út af þessari neyslu eingöngu eða fyrst og fremst en þetta er notað með. Þessi efni geta verið hættuleg geðheilsunni sérstaklega. Þetta getur orðið það alvarlegt líka að fólk fari hreinlega í hræðslukast eða fái aðsóknarhugmyndir. Það getur verið býsna svæsið fyrir einstaklinginn að lenda í því.“ Ungt fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir neyslu á LSD. „Ungur heili, alveg sama hvaða vímuefni er notað, hann er viðkvæmastur því það eru miklar breytingar í heilanum hjá ungu fólki. Hann er að þroskast og breytast mikið. Þessi hópur er náttúrulega tilraunahópur og er hvatvís oft og er til í að gera og prófa ýmislegt. Það er getur verið svolítið hættulegt að taka svona áhættur.“
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira