Lögga hætti og rannsókn á vinnuslysi fjórtán ára barns dagaði uppi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2016 14:19 Slysið varð á fiskvinnslustöð í Vestmannaeyjum. Vísir/GVA Lögreglan í Vestmannaeyjum felldi í mars síðastliðnum niður mál á hendur fiskvinnslustöðinni Godthaab í Nöf í bænum sem gerst hafði uppvíst að brotum á vinnuverndarlöggjöfinni. Fjórtán ára drengur var látinn vinna við hættulega vél, á tólf tíma vöktum og í næturvinnu en drengurinn lenti í vinnuslysi á vaktinni þar sem hann missti fingur og framan af öðrum fingri og hlaut varanlega örorku. Mál sem varða brot á vinnuverndarlöggjöfinni fyrnast á tveimur árum. Slysið varð þann 24. júlí sumarið 2011 þegar drengurinn festi hægri hönd sína í marningsvél. Samstarfsmaður hans náði að stöðva vélina áður en verr fór. Var hann fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum og í framhaldinu til rannsókna á Landspítalann í Reykjavík.Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.Getur haft alvarlegar afleiðingar Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir grafalvarlegt að svona mál dagi uppi. Hann þekki ekki hvernig mál þessa drengs fór nákvæmlega en þetta geti haft varanlegan vanda í för með sér fyrir drenginn þegar kemur að honum að sækja sinn bótarétt vegna slyssins. „Hin hliðin er svo auðvitað að brotaaðilinn kemst upp með þetta án þess að þurfa að bera af því nokkurn skaða.“ Í harðrorði tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands segir að brot á vinnuverndarlöggjöfinni virðast hafa lítið vægi hjá lögregluembættum landsins, jafnvel þó um vítaverð brot gegn barni sé að ræða eins og í þessu tilfelli. Fiskvinnslufyrirtækið hafi brotið gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð um vinnu barna og unglinga. Einar Bjarnason, skrifstofustjóri hjá Godhaab í Nöf, segir málið hafa verið leyst þannig hjá fyrirtækinu að tryggingafélag þeirra hafi tekið við því. Drengurinn sé enn að störfum hjá fiskvinnslunni. „Þetta var bara leyst eins farsællega og hægt var, að því er við best vitum. Þetta var hörmulegur atburður og fékk á mjög marga.“Úr fiskvinnslu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/EgillLöggan hætti og rannsókn dagaði uppi Slysið var rannsakað fram til ársins 2012 þegar starfsmaðurinn sem sá um málið hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum hætti störfum. Þar með stöðvaðist framgangur málsins að því er fram kemur í tilkynningu ASÍ. „Þar sem refsingar vegna brota á vinnuverndarlöggjöfinni varða eingöngu sektum þá fyrnast slík mál á aðeins tveimur árum. Af þessum sökum felldi lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum málið niður með bréfi dagsettu 9. mars 2016. Eftir situr einstaklingur sem varð fyrir vinnuslysi þar sem hann starfaði við aðstæður sem voru vítaverðar þegar barn á í hlut.“ ASÍ segir þetta mál alls ekkert einsdæmi. Kærur Vinnueftirlits ríkisins lendi gjarnan neðarlega á forangslista lögreglu, m.a. vegna þess hversu vægar refsingarnar eru. „Til að koma í veg fyrir að þetta gerist þarf því að herða refsirammann og kveða á um að brot á vinnuverndarlöggjöfinni varði a.m.k. sektum eða 2 ára fangelsisvist, en við það lengist fyrningarfrestur slíkra mála í 5 ár.“Fréttin var uppfærð klukkan 14:47 með viðtali við skrifstofustjóra Godthaab í Nöf. Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum felldi í mars síðastliðnum niður mál á hendur fiskvinnslustöðinni Godthaab í Nöf í bænum sem gerst hafði uppvíst að brotum á vinnuverndarlöggjöfinni. Fjórtán ára drengur var látinn vinna við hættulega vél, á tólf tíma vöktum og í næturvinnu en drengurinn lenti í vinnuslysi á vaktinni þar sem hann missti fingur og framan af öðrum fingri og hlaut varanlega örorku. Mál sem varða brot á vinnuverndarlöggjöfinni fyrnast á tveimur árum. Slysið varð þann 24. júlí sumarið 2011 þegar drengurinn festi hægri hönd sína í marningsvél. Samstarfsmaður hans náði að stöðva vélina áður en verr fór. Var hann fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum og í framhaldinu til rannsókna á Landspítalann í Reykjavík.Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.Getur haft alvarlegar afleiðingar Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir grafalvarlegt að svona mál dagi uppi. Hann þekki ekki hvernig mál þessa drengs fór nákvæmlega en þetta geti haft varanlegan vanda í för með sér fyrir drenginn þegar kemur að honum að sækja sinn bótarétt vegna slyssins. „Hin hliðin er svo auðvitað að brotaaðilinn kemst upp með þetta án þess að þurfa að bera af því nokkurn skaða.“ Í harðrorði tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands segir að brot á vinnuverndarlöggjöfinni virðast hafa lítið vægi hjá lögregluembættum landsins, jafnvel þó um vítaverð brot gegn barni sé að ræða eins og í þessu tilfelli. Fiskvinnslufyrirtækið hafi brotið gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð um vinnu barna og unglinga. Einar Bjarnason, skrifstofustjóri hjá Godhaab í Nöf, segir málið hafa verið leyst þannig hjá fyrirtækinu að tryggingafélag þeirra hafi tekið við því. Drengurinn sé enn að störfum hjá fiskvinnslunni. „Þetta var bara leyst eins farsællega og hægt var, að því er við best vitum. Þetta var hörmulegur atburður og fékk á mjög marga.“Úr fiskvinnslu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/EgillLöggan hætti og rannsókn dagaði uppi Slysið var rannsakað fram til ársins 2012 þegar starfsmaðurinn sem sá um málið hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum hætti störfum. Þar með stöðvaðist framgangur málsins að því er fram kemur í tilkynningu ASÍ. „Þar sem refsingar vegna brota á vinnuverndarlöggjöfinni varða eingöngu sektum þá fyrnast slík mál á aðeins tveimur árum. Af þessum sökum felldi lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum málið niður með bréfi dagsettu 9. mars 2016. Eftir situr einstaklingur sem varð fyrir vinnuslysi þar sem hann starfaði við aðstæður sem voru vítaverðar þegar barn á í hlut.“ ASÍ segir þetta mál alls ekkert einsdæmi. Kærur Vinnueftirlits ríkisins lendi gjarnan neðarlega á forangslista lögreglu, m.a. vegna þess hversu vægar refsingarnar eru. „Til að koma í veg fyrir að þetta gerist þarf því að herða refsirammann og kveða á um að brot á vinnuverndarlöggjöfinni varði a.m.k. sektum eða 2 ára fangelsisvist, en við það lengist fyrningarfrestur slíkra mála í 5 ár.“Fréttin var uppfærð klukkan 14:47 með viðtali við skrifstofustjóra Godthaab í Nöf.
Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira