Lögga hætti og rannsókn á vinnuslysi fjórtán ára barns dagaði uppi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2016 14:19 Slysið varð á fiskvinnslustöð í Vestmannaeyjum. Vísir/GVA Lögreglan í Vestmannaeyjum felldi í mars síðastliðnum niður mál á hendur fiskvinnslustöðinni Godthaab í Nöf í bænum sem gerst hafði uppvíst að brotum á vinnuverndarlöggjöfinni. Fjórtán ára drengur var látinn vinna við hættulega vél, á tólf tíma vöktum og í næturvinnu en drengurinn lenti í vinnuslysi á vaktinni þar sem hann missti fingur og framan af öðrum fingri og hlaut varanlega örorku. Mál sem varða brot á vinnuverndarlöggjöfinni fyrnast á tveimur árum. Slysið varð þann 24. júlí sumarið 2011 þegar drengurinn festi hægri hönd sína í marningsvél. Samstarfsmaður hans náði að stöðva vélina áður en verr fór. Var hann fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum og í framhaldinu til rannsókna á Landspítalann í Reykjavík.Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.Getur haft alvarlegar afleiðingar Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir grafalvarlegt að svona mál dagi uppi. Hann þekki ekki hvernig mál þessa drengs fór nákvæmlega en þetta geti haft varanlegan vanda í för með sér fyrir drenginn þegar kemur að honum að sækja sinn bótarétt vegna slyssins. „Hin hliðin er svo auðvitað að brotaaðilinn kemst upp með þetta án þess að þurfa að bera af því nokkurn skaða.“ Í harðrorði tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands segir að brot á vinnuverndarlöggjöfinni virðast hafa lítið vægi hjá lögregluembættum landsins, jafnvel þó um vítaverð brot gegn barni sé að ræða eins og í þessu tilfelli. Fiskvinnslufyrirtækið hafi brotið gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð um vinnu barna og unglinga. Einar Bjarnason, skrifstofustjóri hjá Godhaab í Nöf, segir málið hafa verið leyst þannig hjá fyrirtækinu að tryggingafélag þeirra hafi tekið við því. Drengurinn sé enn að störfum hjá fiskvinnslunni. „Þetta var bara leyst eins farsællega og hægt var, að því er við best vitum. Þetta var hörmulegur atburður og fékk á mjög marga.“Úr fiskvinnslu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/EgillLöggan hætti og rannsókn dagaði uppi Slysið var rannsakað fram til ársins 2012 þegar starfsmaðurinn sem sá um málið hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum hætti störfum. Þar með stöðvaðist framgangur málsins að því er fram kemur í tilkynningu ASÍ. „Þar sem refsingar vegna brota á vinnuverndarlöggjöfinni varða eingöngu sektum þá fyrnast slík mál á aðeins tveimur árum. Af þessum sökum felldi lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum málið niður með bréfi dagsettu 9. mars 2016. Eftir situr einstaklingur sem varð fyrir vinnuslysi þar sem hann starfaði við aðstæður sem voru vítaverðar þegar barn á í hlut.“ ASÍ segir þetta mál alls ekkert einsdæmi. Kærur Vinnueftirlits ríkisins lendi gjarnan neðarlega á forangslista lögreglu, m.a. vegna þess hversu vægar refsingarnar eru. „Til að koma í veg fyrir að þetta gerist þarf því að herða refsirammann og kveða á um að brot á vinnuverndarlöggjöfinni varði a.m.k. sektum eða 2 ára fangelsisvist, en við það lengist fyrningarfrestur slíkra mála í 5 ár.“Fréttin var uppfærð klukkan 14:47 með viðtali við skrifstofustjóra Godthaab í Nöf. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum felldi í mars síðastliðnum niður mál á hendur fiskvinnslustöðinni Godthaab í Nöf í bænum sem gerst hafði uppvíst að brotum á vinnuverndarlöggjöfinni. Fjórtán ára drengur var látinn vinna við hættulega vél, á tólf tíma vöktum og í næturvinnu en drengurinn lenti í vinnuslysi á vaktinni þar sem hann missti fingur og framan af öðrum fingri og hlaut varanlega örorku. Mál sem varða brot á vinnuverndarlöggjöfinni fyrnast á tveimur árum. Slysið varð þann 24. júlí sumarið 2011 þegar drengurinn festi hægri hönd sína í marningsvél. Samstarfsmaður hans náði að stöðva vélina áður en verr fór. Var hann fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum og í framhaldinu til rannsókna á Landspítalann í Reykjavík.Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.Getur haft alvarlegar afleiðingar Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir grafalvarlegt að svona mál dagi uppi. Hann þekki ekki hvernig mál þessa drengs fór nákvæmlega en þetta geti haft varanlegan vanda í för með sér fyrir drenginn þegar kemur að honum að sækja sinn bótarétt vegna slyssins. „Hin hliðin er svo auðvitað að brotaaðilinn kemst upp með þetta án þess að þurfa að bera af því nokkurn skaða.“ Í harðrorði tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands segir að brot á vinnuverndarlöggjöfinni virðast hafa lítið vægi hjá lögregluembættum landsins, jafnvel þó um vítaverð brot gegn barni sé að ræða eins og í þessu tilfelli. Fiskvinnslufyrirtækið hafi brotið gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð um vinnu barna og unglinga. Einar Bjarnason, skrifstofustjóri hjá Godhaab í Nöf, segir málið hafa verið leyst þannig hjá fyrirtækinu að tryggingafélag þeirra hafi tekið við því. Drengurinn sé enn að störfum hjá fiskvinnslunni. „Þetta var bara leyst eins farsællega og hægt var, að því er við best vitum. Þetta var hörmulegur atburður og fékk á mjög marga.“Úr fiskvinnslu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/EgillLöggan hætti og rannsókn dagaði uppi Slysið var rannsakað fram til ársins 2012 þegar starfsmaðurinn sem sá um málið hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum hætti störfum. Þar með stöðvaðist framgangur málsins að því er fram kemur í tilkynningu ASÍ. „Þar sem refsingar vegna brota á vinnuverndarlöggjöfinni varða eingöngu sektum þá fyrnast slík mál á aðeins tveimur árum. Af þessum sökum felldi lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum málið niður með bréfi dagsettu 9. mars 2016. Eftir situr einstaklingur sem varð fyrir vinnuslysi þar sem hann starfaði við aðstæður sem voru vítaverðar þegar barn á í hlut.“ ASÍ segir þetta mál alls ekkert einsdæmi. Kærur Vinnueftirlits ríkisins lendi gjarnan neðarlega á forangslista lögreglu, m.a. vegna þess hversu vægar refsingarnar eru. „Til að koma í veg fyrir að þetta gerist þarf því að herða refsirammann og kveða á um að brot á vinnuverndarlöggjöfinni varði a.m.k. sektum eða 2 ára fangelsisvist, en við það lengist fyrningarfrestur slíkra mála í 5 ár.“Fréttin var uppfærð klukkan 14:47 með viðtali við skrifstofustjóra Godthaab í Nöf.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira