Borgin gæti þurft að endurgreiða Hörpu rúman milljarð Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2016 19:13 Svo gæti farið að Reykjavíkurborg verði að endurgreiða Hörpu allt að rúman milljarð króna vegna oftekinna fasteignagjalda á undanförnum árum. Forstjóri hússins segist glaður sætta sig við að sama reikniregla gilti um Hörpu og Kringluna við álagningu fasteignagjalda. Sex hundruð tónleikar voru haldnir í Hörpu í fyrra og þá eru ótaltar fjöldi ráðstefna og funda. En þótt mikið sé um að vera í húsinu á hverjum einasta degi ársins stendur reksturinn ekki undir gífurlegum fasteignagjöldum sem lögð hafa verið á húsið, að sögn Halldórs Guðmundssonar forstjóra þess. „Þau hafa verið mjög íþyngjandi. Enda getur þú séð það sjálfur. Okkar eigin tekjur, sem hafa nú aukist mikið, eru kannski þúsund milljónir í fyrra. Fasteignagjöldin eru 390 milljónir. Það er enginn rekstur sem gefur það af sér að geta staðið undir svona einum skatti,“ segir Halldór. Málaferli hafa staðið milli rekstraraðila Hörpu og ríkis og borgar, sem eiga húsið, allt frá árinu 2011 vegna fasteignagjaldanna. Hæstiréttur sýknaði borgina í gær en dæmdi að fasteignamatið sem ríkið ákveður standist ekki lög. Tekjur hússins hafa vaxið jafn og þétt en um 1,7 milljónir manna komu í Hörpu í fyrra. En vegna fasteignagjaldanna hafa ríki og borg þurft að borga með húsinu um 170 milljónir króna á ári. Fasteignamatið miðast nú við byggingarkostnað hússins sem talinn er vera um 22 milljarðar króna en ekki við tekjumöguleika þess eins gildir t.d. um Kringluna. „Ég væri mjög feginn ef við hefðum verið metin með sama hætti. Því Kringlan og þessi hús eru metin út frá tekjumöguleikum sem þau hafa. Kringlan er að borga fjórum sinnum lægri fasteignagjöld en við á hvern fermetra,“ segir Halldór. Eftir dóm Hæstaréttar þurfi að endurmeta fasteignamatið frá árinu 2011.Hafið þið reiknað út hvað þið væruð þá að greiða í fasteignagjöld? „Það merkilega er ef horft er á tekjumatsvirðið verða þau alla vega helmingi lægri ef ekki meira. Það er eiginlega það sem menn hafa gengið útfrá allan tímann frá fyrstu áætlunum um þetta hús,“ segir hann. Sem væri á bilinu 150 til 200 milljónir króna í stað 390 milljóna. Ef það yrði niðurstaðan gæti Reykjavíkurborg þurft að endurgreiða Hörpu allt að rúman milljarð króna í oftekin fasteignagjöld, eða sem svarar til allra tekna hússins í fyrra.Ef það yrði niðurstaðan, gæti reksturinn þá staðið undir sér? „Ég hef mikla trú á að hann geti það. Sérstaklega þegar hótelið er komið hérna og allar forsendur hafa verið uppfylltar. Því við höfum aukið okkar eigin tekjur um helming á tveimur og hálfu ári,“ segir Halldór Guðmundsson. En það er mjög sjaldgæft að menningarhús í líkingu við Hörpu í öðrum löndum standi ein og óstudd undir rekstri sínum. Tengdar fréttir Harpa vann fasteignagjaldamálið: Þarf ekki að greiða 400 milljónir á ári Hæstiréttur snéri við dómi héraðsdóms og dæmdi Hörpu í vil. 25. febrúar 2016 16:34 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Svo gæti farið að Reykjavíkurborg verði að endurgreiða Hörpu allt að rúman milljarð króna vegna oftekinna fasteignagjalda á undanförnum árum. Forstjóri hússins segist glaður sætta sig við að sama reikniregla gilti um Hörpu og Kringluna við álagningu fasteignagjalda. Sex hundruð tónleikar voru haldnir í Hörpu í fyrra og þá eru ótaltar fjöldi ráðstefna og funda. En þótt mikið sé um að vera í húsinu á hverjum einasta degi ársins stendur reksturinn ekki undir gífurlegum fasteignagjöldum sem lögð hafa verið á húsið, að sögn Halldórs Guðmundssonar forstjóra þess. „Þau hafa verið mjög íþyngjandi. Enda getur þú séð það sjálfur. Okkar eigin tekjur, sem hafa nú aukist mikið, eru kannski þúsund milljónir í fyrra. Fasteignagjöldin eru 390 milljónir. Það er enginn rekstur sem gefur það af sér að geta staðið undir svona einum skatti,“ segir Halldór. Málaferli hafa staðið milli rekstraraðila Hörpu og ríkis og borgar, sem eiga húsið, allt frá árinu 2011 vegna fasteignagjaldanna. Hæstiréttur sýknaði borgina í gær en dæmdi að fasteignamatið sem ríkið ákveður standist ekki lög. Tekjur hússins hafa vaxið jafn og þétt en um 1,7 milljónir manna komu í Hörpu í fyrra. En vegna fasteignagjaldanna hafa ríki og borg þurft að borga með húsinu um 170 milljónir króna á ári. Fasteignamatið miðast nú við byggingarkostnað hússins sem talinn er vera um 22 milljarðar króna en ekki við tekjumöguleika þess eins gildir t.d. um Kringluna. „Ég væri mjög feginn ef við hefðum verið metin með sama hætti. Því Kringlan og þessi hús eru metin út frá tekjumöguleikum sem þau hafa. Kringlan er að borga fjórum sinnum lægri fasteignagjöld en við á hvern fermetra,“ segir Halldór. Eftir dóm Hæstaréttar þurfi að endurmeta fasteignamatið frá árinu 2011.Hafið þið reiknað út hvað þið væruð þá að greiða í fasteignagjöld? „Það merkilega er ef horft er á tekjumatsvirðið verða þau alla vega helmingi lægri ef ekki meira. Það er eiginlega það sem menn hafa gengið útfrá allan tímann frá fyrstu áætlunum um þetta hús,“ segir hann. Sem væri á bilinu 150 til 200 milljónir króna í stað 390 milljóna. Ef það yrði niðurstaðan gæti Reykjavíkurborg þurft að endurgreiða Hörpu allt að rúman milljarð króna í oftekin fasteignagjöld, eða sem svarar til allra tekna hússins í fyrra.Ef það yrði niðurstaðan, gæti reksturinn þá staðið undir sér? „Ég hef mikla trú á að hann geti það. Sérstaklega þegar hótelið er komið hérna og allar forsendur hafa verið uppfylltar. Því við höfum aukið okkar eigin tekjur um helming á tveimur og hálfu ári,“ segir Halldór Guðmundsson. En það er mjög sjaldgæft að menningarhús í líkingu við Hörpu í öðrum löndum standi ein og óstudd undir rekstri sínum.
Tengdar fréttir Harpa vann fasteignagjaldamálið: Þarf ekki að greiða 400 milljónir á ári Hæstiréttur snéri við dómi héraðsdóms og dæmdi Hörpu í vil. 25. febrúar 2016 16:34 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Harpa vann fasteignagjaldamálið: Þarf ekki að greiða 400 milljónir á ári Hæstiréttur snéri við dómi héraðsdóms og dæmdi Hörpu í vil. 25. febrúar 2016 16:34