Hard Knocks byrjar á Stöð 2 Sport í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2016 10:30 Hlauparinn Todd Gurley er ein skærasta stjarna LA Rams og einn allra besti leikmaður NFL-deildarinnar í sinni stöðu. Vísir/Getty Stöð 2 Sport hefur sýningar á heimildaþáttaröðinni Hard Knocks í kvöld. Hard Knocks er framleitt af HBO-sjónvarpsstöðinni og fylgir eftir einu NFL-liði í gegnum undirbúningstímabilið sem hófst í byrjun júlí. Að þessu sinni verður fylgst með liði Los Angeles Rams sem flutti frá St. Louis fyrir núverandi tímabil. Liðið átti enn fremur fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá leikstjórnandann Jared Goff. Alls eru þættirnir fimm talsins og verða fyrstu fjórir þættirnir sýndir daglega og lokaþátturinn svo á mánudagskvöld í næstu viku en Rams spilar svo sinn fyrsta leik á tímabilinu aðfaranótt þriðjudags. Stiklu úr þættinum má sjá hér fyrir neðan en það er má sjá meira myndefni á heimasíðu HBO. Þess ber að geta að Stöð 2 Sport mun svo sýna fyrsta leik Rams í Los Angeles síðan 1994 er það spilar í hinum sögufræga LA Coliseum-leikvangi gegn Seattle Seahawks sunnudaginn 18. september. Nýtt tímabil hefst í NFL-deildinni á fimmtudagskvöld en þá mætast í opnunarleiknum sömu lið og mættust í Super Bowl í upphafi ársins - Denver Broncos og Carolina Panthers. Ein stór breyting er þó á liði Denver enda lagði leikstjórnandinn Peyton Manning skóna á hilluna eftir sigurinn í Super Bowl í febrúar. Stöð 2 Sport mun eins og á síðasta tímabili sýna einn leik hvert sunnudagskvöld. Það verða ávallt leikir sem byrja á milli 20 og 20.30. Allir leikir úrslitakeppninnar verða svo sýndir en hún hefst í janúar.Dagskrá Hard Knocks: Þriðjudagur 6. sept kl. 21.10: Þáttur 1 Miðvikudagur 7. sept kl. 21.20: Þáttur 2 Fimmtudagur 8. sept kl. 20.50: Þáttur 3 Föstudagur 9. sept kl. 21.30: Þáttur 4 Mánudagur 12. sept kl. 20.45: Þáttur 5 (Stöð 2 Sport 2)- Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 Sport klukkan 23.30.Leikir á Stöð 2 Sport: Sunnudagur 11. sept kl. 20.20: Dallas Cowboys - NY Giants Sunnudagur 18. sept kl. 20.00: LA Rams - Seattle Seahawks Sunnudagur 25. sept kl. 20.20: Philadelphia Eagles - Pittsburgh Steelers NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Færeyjar - Ísland | Generalprufa fyrir HM Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Valur - Grindavík | Toppslagur á Hlíðarenda Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Færeyjar - Ísland | Generalprufa fyrir HM „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur sýningar á heimildaþáttaröðinni Hard Knocks í kvöld. Hard Knocks er framleitt af HBO-sjónvarpsstöðinni og fylgir eftir einu NFL-liði í gegnum undirbúningstímabilið sem hófst í byrjun júlí. Að þessu sinni verður fylgst með liði Los Angeles Rams sem flutti frá St. Louis fyrir núverandi tímabil. Liðið átti enn fremur fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá leikstjórnandann Jared Goff. Alls eru þættirnir fimm talsins og verða fyrstu fjórir þættirnir sýndir daglega og lokaþátturinn svo á mánudagskvöld í næstu viku en Rams spilar svo sinn fyrsta leik á tímabilinu aðfaranótt þriðjudags. Stiklu úr þættinum má sjá hér fyrir neðan en það er má sjá meira myndefni á heimasíðu HBO. Þess ber að geta að Stöð 2 Sport mun svo sýna fyrsta leik Rams í Los Angeles síðan 1994 er það spilar í hinum sögufræga LA Coliseum-leikvangi gegn Seattle Seahawks sunnudaginn 18. september. Nýtt tímabil hefst í NFL-deildinni á fimmtudagskvöld en þá mætast í opnunarleiknum sömu lið og mættust í Super Bowl í upphafi ársins - Denver Broncos og Carolina Panthers. Ein stór breyting er þó á liði Denver enda lagði leikstjórnandinn Peyton Manning skóna á hilluna eftir sigurinn í Super Bowl í febrúar. Stöð 2 Sport mun eins og á síðasta tímabili sýna einn leik hvert sunnudagskvöld. Það verða ávallt leikir sem byrja á milli 20 og 20.30. Allir leikir úrslitakeppninnar verða svo sýndir en hún hefst í janúar.Dagskrá Hard Knocks: Þriðjudagur 6. sept kl. 21.10: Þáttur 1 Miðvikudagur 7. sept kl. 21.20: Þáttur 2 Fimmtudagur 8. sept kl. 20.50: Þáttur 3 Föstudagur 9. sept kl. 21.30: Þáttur 4 Mánudagur 12. sept kl. 20.45: Þáttur 5 (Stöð 2 Sport 2)- Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 Sport klukkan 23.30.Leikir á Stöð 2 Sport: Sunnudagur 11. sept kl. 20.20: Dallas Cowboys - NY Giants Sunnudagur 18. sept kl. 20.00: LA Rams - Seattle Seahawks Sunnudagur 25. sept kl. 20.20: Philadelphia Eagles - Pittsburgh Steelers
NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Færeyjar - Ísland | Generalprufa fyrir HM Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Valur - Grindavík | Toppslagur á Hlíðarenda Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Færeyjar - Ísland | Generalprufa fyrir HM „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sjá meira