Framleiða 10 til 12 milljónir lítra af gosi fyrir hátíðarnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. desember 2016 19:45 Gosneysla Íslendinga um jólahátíðina verður svipuð og á síðasta ári. Þetta er mat framleiðenda sem segja þó að neyslumynstrið breytist á þessum tíma. Fréttastofan greindi frá því um síðast liðnu helgi að í skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar kæmi fram að vaxandi hagvöxtur og aukin einkaneysla gefi vísbendingu um að velta smásöluverslunar nái nýjum hæðum um jólin. Á það bæði við um dagvöru og sérvöru og Rannsóknarsetrið ætlar að landinn eigi eftir að gera vel við sig í mat og drykk yfir hátíðarnar. Okkur lék þá forvitni á að vita til dæmis hversu mikið gos verður framleitt hjá tveimur stærstu gosframleiðendum landsins. Í lauslegri athugun fréttastofunnar kom í ljós að framleiddir verða á bilinu 10-12 milljón lítrar af gosi. „Hún er svipuð eins og í fyrra en hún hefur aukist samhliða auknum fólks fjölda á landinu, en já annars er hún svipuð,“ sagði Margrét Arnardóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs Ölgerðarinnar. „Okkar svona eftirspurnarspár sem við gerum mánaðarlega gera ráð fyrir að þetta sé svipað magn en jólin eru talsvert örðuvísi í ár en til dæmis í fyrra. Við erum með langa helgi. Það eru fáir frídagar þannig að það er í rauninni dálítið erfitt að spá fyrir um þetta,“ segir Stefán Magnússon, markaðs- og kynningarstjóri hjá Coca Cola á Íslandi. Margrét og Stefán segja bæði að neyslumynstur Íslendinga á gosi breytist yfir jólahátíðina. „Helst bara í maltinu og appelsíninu. Það eru auðvitað okkar vinsælustu drykkir um jólin og það eru engin jól á Íslandi án þess að allir fái sér malt og appelsín,“ segir Margrét. „Fólk er meira að kaupa klassísku gömlu glerflöskuna og svo er alltaf stór flaska kannski á borðinu til þess að hella í glös, þannig að það er svona kannski aðeins meira af gosi og minna af vatni,“ segir Stefán. Ölgerðin fékk sterk viðbrögð við því í morgun þegar það spurðist út að vegna rafmagnsbilunar gæti fyrirtækið ekki annað eftirspurn á gosdrykkjum fyrir jólin en í dag komst fyrirtækið í veg fyrir bilunina. „Fólk var strax byrjað að spyrja hvort það þyrfti að hamstra og svoleiðis. Við vinnum allan sólarhringinn núna. Fólk er búið að vera mjög hörðum höndum við að koma framleiðslunni á réttan stað aftur,“ segir Margrét. Ef þetta kæmi fyrir aftur hjá Ölgerðinni. Mynduð þið hjálpa þeim? „Við vonum bara að þeir leysi sín mál,“ segir Stefán. Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Gosneysla Íslendinga um jólahátíðina verður svipuð og á síðasta ári. Þetta er mat framleiðenda sem segja þó að neyslumynstrið breytist á þessum tíma. Fréttastofan greindi frá því um síðast liðnu helgi að í skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar kæmi fram að vaxandi hagvöxtur og aukin einkaneysla gefi vísbendingu um að velta smásöluverslunar nái nýjum hæðum um jólin. Á það bæði við um dagvöru og sérvöru og Rannsóknarsetrið ætlar að landinn eigi eftir að gera vel við sig í mat og drykk yfir hátíðarnar. Okkur lék þá forvitni á að vita til dæmis hversu mikið gos verður framleitt hjá tveimur stærstu gosframleiðendum landsins. Í lauslegri athugun fréttastofunnar kom í ljós að framleiddir verða á bilinu 10-12 milljón lítrar af gosi. „Hún er svipuð eins og í fyrra en hún hefur aukist samhliða auknum fólks fjölda á landinu, en já annars er hún svipuð,“ sagði Margrét Arnardóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs Ölgerðarinnar. „Okkar svona eftirspurnarspár sem við gerum mánaðarlega gera ráð fyrir að þetta sé svipað magn en jólin eru talsvert örðuvísi í ár en til dæmis í fyrra. Við erum með langa helgi. Það eru fáir frídagar þannig að það er í rauninni dálítið erfitt að spá fyrir um þetta,“ segir Stefán Magnússon, markaðs- og kynningarstjóri hjá Coca Cola á Íslandi. Margrét og Stefán segja bæði að neyslumynstur Íslendinga á gosi breytist yfir jólahátíðina. „Helst bara í maltinu og appelsíninu. Það eru auðvitað okkar vinsælustu drykkir um jólin og það eru engin jól á Íslandi án þess að allir fái sér malt og appelsín,“ segir Margrét. „Fólk er meira að kaupa klassísku gömlu glerflöskuna og svo er alltaf stór flaska kannski á borðinu til þess að hella í glös, þannig að það er svona kannski aðeins meira af gosi og minna af vatni,“ segir Stefán. Ölgerðin fékk sterk viðbrögð við því í morgun þegar það spurðist út að vegna rafmagnsbilunar gæti fyrirtækið ekki annað eftirspurn á gosdrykkjum fyrir jólin en í dag komst fyrirtækið í veg fyrir bilunina. „Fólk var strax byrjað að spyrja hvort það þyrfti að hamstra og svoleiðis. Við vinnum allan sólarhringinn núna. Fólk er búið að vera mjög hörðum höndum við að koma framleiðslunni á réttan stað aftur,“ segir Margrét. Ef þetta kæmi fyrir aftur hjá Ölgerðinni. Mynduð þið hjálpa þeim? „Við vonum bara að þeir leysi sín mál,“ segir Stefán.
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira