Innlent

Aftur á Hraunið eftir skilorðsrof

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Ásgeir Ingi Ásgeirsson fékk 16 ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir morð.
Ásgeir Ingi Ásgeirsson fékk 16 ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir morð. vísir/heiða
Ásgeir Ingi Ásgeirsson, sem var árið 2001 dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir hrottalegt morð í Engihjalla í Kópavogi, er aftur kominn inn á Litla-Hraun.

Ásgeir var á handtekinn á mánudag í síðustu viku. Hann var á reynslulausn en að sögn verjanda hans, Guðmundar St. Ragnarssonar, var hann handtekinn fyrir minniháttar brot og rauf því skilmála reynslulausnar.

Ásgeir hefur áður rofið reynslulausn. Hann var dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir líkamsárás á þáverandi sambýliskonu sína árið 2012, þegar hann var á reynslulausn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×