Fatlað fólk fast heima yfir helgi ef tækin bila Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. júlí 2016 07:00 Dæmi eru um að fatlaðir sitji fastir er hjálpartækin bila. vísir/Anton brink „Það er algjörlega ólíðandi að fólk sé fast heima hjá sér og geti ekki hreyft sig vegna þess að tækin eru biluð,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Engin þjónusta er veitt vegna hjálpartækja fatlaðra um helgar og eftir klukkan þrjú á virkum dögum. Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands annast þjónustu vegna tækjanna. Fatlað fólk hefur lent í því að tækin bili á föstudegi en enga þjónustu er að fá fyrr en á mánudegi. Ellen segir að ekki sé hægt að líta á Hjálpartækjamiðstöðina sem hverja aðra ríkisstofnun heldur sé hún þjónustufyrirtæki sem verði að bjóða upp á þjónustu á öllum tímum. „Þarna verður að vera almennileg þjónusta, annars getur fólk ekki tekið þátt í lífinu.“ Hilmar Guðmundsson notar hjólastól en hann segir þjónustuna til skammar. Rafmagnsstóll hans bilaði fyrir mánuði og hefur verið í viðgerð síðan. „Ég lenti í slysi og stóllinn bilaði. Ég á lítinn hjólastól heim og hef lítið getað gert nema setið heima,“ segir Hilmar en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann lendir illa í því.Ellen Calmon„Ég var inni á baði á föstudegi í vetur og stóllinn bilaði. Hefði ég verið einn hefði ég bara setið fastur en konan mín var heima. Það var búið að loka verkstæðinu en við vorum einmitt á leið út það kvöldið. Ég komst ekki út alla þá helgi.“ Rúnar Björn Herrera þekkir vandamálið. Hann er með hálsmænuskaða og notar hjólastól. „Það hefur gerst í nokkur skipti að það springur á dekki á stólnum mínum. Stundum næ ég að redda mér einhvern veginn en stundum ekki og þá hef ég keyrt um á sprungnu dekki eða ekki komist neitt,“ segir Rúnar og bætir við að oft komist fólk ekki með tækið á þeim stutta tíma sem opið er enda sé það á vinnutíma. Í svari frá Sjúkratryggingum Íslands segir að fyrirhugaðar séu breytingar á þjónustunni en sagt verði frá þeim síðar. Í ár hafi hins vegar verið ákveðið að þrengja ekki opnunartíma eins og í fyrrasumar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Það er algjörlega ólíðandi að fólk sé fast heima hjá sér og geti ekki hreyft sig vegna þess að tækin eru biluð,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Engin þjónusta er veitt vegna hjálpartækja fatlaðra um helgar og eftir klukkan þrjú á virkum dögum. Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands annast þjónustu vegna tækjanna. Fatlað fólk hefur lent í því að tækin bili á föstudegi en enga þjónustu er að fá fyrr en á mánudegi. Ellen segir að ekki sé hægt að líta á Hjálpartækjamiðstöðina sem hverja aðra ríkisstofnun heldur sé hún þjónustufyrirtæki sem verði að bjóða upp á þjónustu á öllum tímum. „Þarna verður að vera almennileg þjónusta, annars getur fólk ekki tekið þátt í lífinu.“ Hilmar Guðmundsson notar hjólastól en hann segir þjónustuna til skammar. Rafmagnsstóll hans bilaði fyrir mánuði og hefur verið í viðgerð síðan. „Ég lenti í slysi og stóllinn bilaði. Ég á lítinn hjólastól heim og hef lítið getað gert nema setið heima,“ segir Hilmar en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann lendir illa í því.Ellen Calmon„Ég var inni á baði á föstudegi í vetur og stóllinn bilaði. Hefði ég verið einn hefði ég bara setið fastur en konan mín var heima. Það var búið að loka verkstæðinu en við vorum einmitt á leið út það kvöldið. Ég komst ekki út alla þá helgi.“ Rúnar Björn Herrera þekkir vandamálið. Hann er með hálsmænuskaða og notar hjólastól. „Það hefur gerst í nokkur skipti að það springur á dekki á stólnum mínum. Stundum næ ég að redda mér einhvern veginn en stundum ekki og þá hef ég keyrt um á sprungnu dekki eða ekki komist neitt,“ segir Rúnar og bætir við að oft komist fólk ekki með tækið á þeim stutta tíma sem opið er enda sé það á vinnutíma. Í svari frá Sjúkratryggingum Íslands segir að fyrirhugaðar séu breytingar á þjónustunni en sagt verði frá þeim síðar. Í ár hafi hins vegar verið ákveðið að þrengja ekki opnunartíma eins og í fyrrasumar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira