Innlent

82 leitað til neyðarmóttökunnar í ár

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
34 hafa komið á neyðarmóttökuna í sumar
34 hafa komið á neyðarmóttökuna í sumar
Það sem af er ári hafa 82 leitað til Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum. Af þeim hafa 27 kært málið til lögreglu.

Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttökunnar, bendir á að komur á neyðarmóttökuna séu jafnt og þétt yfir allt árið. „Kynferðisbrot einskorðast ekki við sumartímann eða útihátíðir,“ segir hún en að meðaltali koma þrír til fjórir á móttökuna í hverri viku.

Árið 2015 komu alls 133 á neyðarmóttökuna og 62 kærðu málið til lögreglu. Árið 2014 voru það 123 sem leituðu aðstoðar og fimmtíu sem lögðu fram kæru.

Alls hafa 2.585 leitað til neyðarmóttökunnar frá því hún var opnuð árið 1993, til og með ársins 2015. Langflestir brotaþola eru á aldrinum 18 til 25 ára, eða 1.075. Rétt tæplega 400 brotaþolar eru 16 til 17 ára og 408 brotaþolar eru á aldrinum 26 til 35 ára. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×