Sport

Landsliðið í alpagreinum valið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
A-landsliðið.
A-landsliðið. mynd/skí
Skíðasambands Íslands hefur tilkynnt A og B-landslið Íslands í alpagreinum fyrir komandi vetur.

Stærsta verkefni vetrarins er HM í alpagreinum sem fram fer í St. Moritz í Sviss í febrúar á næsta ári. Auk þess verða íslenskir keppendur á HM unglinga.

Ísland sendir einnig keppendur á Ólympíhátíð Evrópuæskunnar og alþjóðleg FIS mót. Veturinn er mikilvægur fyrir skíðafólkið okkar hvað varðar lágmörk fyrir Ólympíuleikana 2018.

Freydís Halla Einarsdóttir, Helga María Vilhjálmsdóttir, María Guðmundsdóttir og Sturla Snær Snorrason skipa A-landsliðið að þessu sinni en hér að neðan má sjá landsliðshópinn fyrir átökin í vetur.

A-landslið:

Freydís Halla Einarsdóttir

Helga María Vilhjálmsdóttir

María Guðmundsdóttir

Sturla Snær Snorrason

B-landslið:

Andrea Björk Birkisdóttir

Bjarki Guðjónsson

Björn Ásgeir Guðmundsson

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir

Jón Gunnar Guðmundsson

Katla Björg Dagbjartsdóttir

Kristinn Logi Auðunsson

Magnús Finnsson

Sigurður Hauksson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×