Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður farið yfir stöðuna í Tyrklandi en lýðræðið þar á undir högg að sækja eftir atburði síðustu daga. Meira en fimmtíu þúsund lögreglumenn, dómarar, kennarar og embættismenn hafa verið handteknir eða reknir frá störfum þar í landi eftir misheppnaða tilraun til valdaráns um helgina.

Einnig fáum við viðbrögð Sjúkratrygginga Íslands eftir gagnrýni Öryrkjabandalagsins í Fréttablaðinu í morgun, um þjónustuleysi stofnunarinnar gagnvart fötluðum.

Við heyrum frá forsvarsmönnum Isavia sem harma þær fréttir að þrjú fyrirtæki hið minnsta hafi það til skoðunar að stefna félaginu eftir að hin svokölluðu Kaffitásgögn voru afhent í tengslum við forval um verslunarpláss í Leifsstöð og heyrum í forsvarsmönnum Druslugöngunnar um ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að greina ekki frá kynferðisbrotum sem hugsanlega koma upp á komandi Þjóðhátíð.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×