Flestir forsetaframbjóðendur vilja takmarka fjölda kjörtímabila Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. júní 2016 00:45 Sex af níu frambjóðendum til embættis forseta Íslands vilja takmarka í stjórnarskrá þann fjölda ára sem forseti getur gegnt embætti. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er ósammála því en verði það gert þá eigi það einnig að gilda um þingmenn og ráðherra. Ólafur Ragnar var gestur Páls Magnússonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafur var spurður um þá hugmynd að takmarka þann fjölda kjörtímabila sem forseti gegnir embætti. „Mér finnst að ef það eigi að taka upp þá reglu að þá eigi hún að gilda um þingmenn og ráðherra líka. Vegna þess að þingmenn og ráðherrar í okkar stjórnkerfi geta haft víðtækari áhrif og meiri völd heldur en forsetinn,“ sagði Ólafur. Tryggingin fyrir lýðræðislegu stjórnarfari væri ekki reglur heldur vilji fólksins í landinu. Það mikilvægasta sem hann hafi lært á sínum 20 árum í embætti væri að treysta dómgreind hins almenna manns. Eigum við þá kannski ekkert að vera að hafa áhyggjur af þessu að setja þetta þannig séð ofan frá, segja bara þeir bjóða sig fram sem vilja eins oft og þeir vilja og þjóðin kýs þá eins oft og þeir vilja? „Já ég er eiginlega þeirrar skoðunar að besta tryggingin fyrir farsælu lýðræði sé vilji fólksins,“ sagði Ólafur. Sex af níu frambjóðendum vilja takmarka fjölda kjörtímabila Fréttastofa hafði samband við allar forsetaframbjóðendur í dag og óskaði eftir þeirra afstöðu um hvort setja ætti slík takmörk. Elísabet Jökulsdóttir sagði að hámarkið ætti að vera 8 ár en Andri Snær, Halla Tómasdóttir og Sturla Jónsson sögðu að hámarkið ætti að vera 8 til 12 ár. Hildur Þórðardóttir telur að hámarkið eigi að vera 12 ár en Guðrún Margrét Pálsdóttir sagði að miða ætti við 16 ár. Davíð Oddsson sagði hins vegar að ekki ætti að setja slíka takmörkun, en sjálfur kæmi hann til með að sitja í tvö kjörtímabil, nái hann kjöri. Þá sagði Guðni Th. Jóhannesson að hann myndi að hámarki sitja í 12 ár og að hann gæti hugsað sér að binda slíkt hámark í stjórnarskrá. Ástþór Magnússon svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Sex af níu frambjóðendum til embættis forseta Íslands vilja takmarka í stjórnarskrá þann fjölda ára sem forseti getur gegnt embætti. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er ósammála því en verði það gert þá eigi það einnig að gilda um þingmenn og ráðherra. Ólafur Ragnar var gestur Páls Magnússonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafur var spurður um þá hugmynd að takmarka þann fjölda kjörtímabila sem forseti gegnir embætti. „Mér finnst að ef það eigi að taka upp þá reglu að þá eigi hún að gilda um þingmenn og ráðherra líka. Vegna þess að þingmenn og ráðherrar í okkar stjórnkerfi geta haft víðtækari áhrif og meiri völd heldur en forsetinn,“ sagði Ólafur. Tryggingin fyrir lýðræðislegu stjórnarfari væri ekki reglur heldur vilji fólksins í landinu. Það mikilvægasta sem hann hafi lært á sínum 20 árum í embætti væri að treysta dómgreind hins almenna manns. Eigum við þá kannski ekkert að vera að hafa áhyggjur af þessu að setja þetta þannig séð ofan frá, segja bara þeir bjóða sig fram sem vilja eins oft og þeir vilja og þjóðin kýs þá eins oft og þeir vilja? „Já ég er eiginlega þeirrar skoðunar að besta tryggingin fyrir farsælu lýðræði sé vilji fólksins,“ sagði Ólafur. Sex af níu frambjóðendum vilja takmarka fjölda kjörtímabila Fréttastofa hafði samband við allar forsetaframbjóðendur í dag og óskaði eftir þeirra afstöðu um hvort setja ætti slík takmörk. Elísabet Jökulsdóttir sagði að hámarkið ætti að vera 8 ár en Andri Snær, Halla Tómasdóttir og Sturla Jónsson sögðu að hámarkið ætti að vera 8 til 12 ár. Hildur Þórðardóttir telur að hámarkið eigi að vera 12 ár en Guðrún Margrét Pálsdóttir sagði að miða ætti við 16 ár. Davíð Oddsson sagði hins vegar að ekki ætti að setja slíka takmörkun, en sjálfur kæmi hann til með að sitja í tvö kjörtímabil, nái hann kjöri. Þá sagði Guðni Th. Jóhannesson að hann myndi að hámarki sitja í 12 ár og að hann gæti hugsað sér að binda slíkt hámark í stjórnarskrá. Ástþór Magnússon svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira