Alvarlegt ef Strætó fer ekki eftir eigin útboðsreglum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. júní 2016 13:45 Strætó Bs. er gert að greiða Iceland Excursion Allrahanda ehf. 100 milljónir króna í skaðabætur fyrir að fara ekki eftir eigin útboðsskilmálum. Stjórnarformaður Allrahanda segir það alvarlegt mál ef að byggðasamlög á borð við Strætó fylgi ekki viðurkenndum samkeppnissjónarmiðum. Þetta er mat Þóris Garðarssonar stjórnarformanns Iceland Excursion Allrahanda ehf. Allrahanda stefndi Strætó vegna niðurstöðu lokaðs útboðs árið 2010 en í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll á fimmtudaginn er Strætó gert að greiða Allrahanda 100 milljónir króna auk vaxta og málskostnað upp á 7,5 milljónir. Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun. Í útboðslýsingu voru til að mynda settar lágmarkskröfur á gæði strætisvagna sem nota átti en Strætó mun hafa gengist við tilboði Hagvagna hf. sem hafi ekki uppfyllt útboðsskilmála.Þórir Garðarsson stjórnarformaður Allrahands ehf.Stjórn strætó, sem er mönnuð sveitastjórnarfulltrúum af höfuðborgarsvæðinu, tók ákvörðunina. Allrahanda krafðist mun hærri skaðabóta en fyrirtækinu voru dæmdar að sögn Þóris, en dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. „Við erum ósáttir við þessar bætur sem héraðsdómur ákveður. Héraðsdómur ákvað að vísa til hliðar þremur matsgerðum í þessu máli sem hljóða upp á um 500 milljónir króna hver sem er hagnaðurinn sem fyrirtækið verður af vegna þessa verkefnis,“ segir hann.Hverja telurðu ástæðu þess að Strætó fer ekki eftir eigin reglum? „Það er þeirra að svara til um það. Þetta er annar dómur sem fellur í málinu varðandi þetta útboð áður hafði Teitur Jónasson farið í mál og þar var staðfest að þeir fóru á svig á lög um útboð. Það sama stendur í þessu máli en þeir verða að svara fyrir það sjálfir afhverju þeir fóru ekki eftir reglum sem þeir sjálfir settu.“Telurðu það alvarlegt mál að byggðarsamlög á borð við Strætó fari ekki eftir eigin útboðsreglum? „Það er mjög alvarlegt mál og sérstaklega þegar menn setja sér metnaðarfullar reglur sem er svo ekki farið eftir,“ segir Þórir. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Strætó Bs. er gert að greiða Iceland Excursion Allrahanda ehf. 100 milljónir króna í skaðabætur fyrir að fara ekki eftir eigin útboðsskilmálum. Stjórnarformaður Allrahanda segir það alvarlegt mál ef að byggðasamlög á borð við Strætó fylgi ekki viðurkenndum samkeppnissjónarmiðum. Þetta er mat Þóris Garðarssonar stjórnarformanns Iceland Excursion Allrahanda ehf. Allrahanda stefndi Strætó vegna niðurstöðu lokaðs útboðs árið 2010 en í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll á fimmtudaginn er Strætó gert að greiða Allrahanda 100 milljónir króna auk vaxta og málskostnað upp á 7,5 milljónir. Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun. Í útboðslýsingu voru til að mynda settar lágmarkskröfur á gæði strætisvagna sem nota átti en Strætó mun hafa gengist við tilboði Hagvagna hf. sem hafi ekki uppfyllt útboðsskilmála.Þórir Garðarsson stjórnarformaður Allrahands ehf.Stjórn strætó, sem er mönnuð sveitastjórnarfulltrúum af höfuðborgarsvæðinu, tók ákvörðunina. Allrahanda krafðist mun hærri skaðabóta en fyrirtækinu voru dæmdar að sögn Þóris, en dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. „Við erum ósáttir við þessar bætur sem héraðsdómur ákveður. Héraðsdómur ákvað að vísa til hliðar þremur matsgerðum í þessu máli sem hljóða upp á um 500 milljónir króna hver sem er hagnaðurinn sem fyrirtækið verður af vegna þessa verkefnis,“ segir hann.Hverja telurðu ástæðu þess að Strætó fer ekki eftir eigin reglum? „Það er þeirra að svara til um það. Þetta er annar dómur sem fellur í málinu varðandi þetta útboð áður hafði Teitur Jónasson farið í mál og þar var staðfest að þeir fóru á svig á lög um útboð. Það sama stendur í þessu máli en þeir verða að svara fyrir það sjálfir afhverju þeir fóru ekki eftir reglum sem þeir sjálfir settu.“Telurðu það alvarlegt mál að byggðarsamlög á borð við Strætó fari ekki eftir eigin útboðsreglum? „Það er mjög alvarlegt mál og sérstaklega þegar menn setja sér metnaðarfullar reglur sem er svo ekki farið eftir,“ segir Þórir.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira