Undrast að ekki sé leitað besta tilboðs Sveinn Arnarsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, undrast að nýtt húsnæði fyrir Stjórnarráðið sé ekki boðið út. Samningsstaða ríkisins sé slæm ef einn aðili er framar í röðinni við að byggja hús fyrir hið opinbera. Málefni lóðarinnar á Hafnartorgi hafa ekki verið rædd innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það hlýtur að þurfa að leita eftir besta verði í útboði þegar húsnæðis er aflað fyrir Stjórnarráðið. Það gengur ekki að forsætisráðherra geti boðið einhverjum framkvæmdaaðilum lóðir ríkisins, án útboðs eða verðmats, til að fá þá til að hætta við að byggja hús sem ráðherra finnast ljót. Þá eru skattborgarar að greiða peninga til að fegurðarsmekkur forsætisráðherrans skaðist ekki. Í framhaldinu verður þá rakinn gróðavegur fyrir byggingaraðila að koma með vondar teikningar og bíða þess svo að forsætisráðherra banki upp á og gefi þeim ríkiseignir til að fá þá til að hætta við,“ segir Árni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali við Stöð 2 á föstudag að verið væri að ræða við einkahlutafélagið Landstólpa þróunarfélag um makaskipti á lóðum. Ríkið tæki yfir lóðina á Hafnartorgi en Landstólpi eignaðist lóð ríkisins við Skúlagötu. Aftur á móti sagði forsætisráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar daginn eftir að unnið væri að teikningum í samvinnu við eigendur Hafnartorgslóðarinnar. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir málið aldrei hafa verið rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins og undir það tekur Vilhjálmur Bjarnason, samflokksmaður hans. Brynjar segist ekki hafa nokkurn áhuga á málinu. Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segist ekki geta tjáð sig um málefni Hafnartorgsins þar sem málið sé ekki statt hjá þeim. Framkvæmdasýslu ríkisins er ekki skylt að koma að fyrstu stigum opinberra framkvæmda. „Samkvæmt lögum þá ber Framkvæmdasýslu ríkisins að hafa umsjón með þriðja stigi opinberra framkvæmda, sem eru verklegar framkvæmdir. Þetta tiltekna mál hefur ekki komið á borð stofnunarinnar. Samkvæmt lögum um skipan opinberra framkvæmda fara verklegar framkvæmdir sömu leiðina, fyrst í frumathugun og áætlunargerð áður en komið er að verklegri framkvæmd,“ segir Halldóra. Gísli Steinar Gíslason hjá Landstólpa þróunarfélagi ehf. vildi ekki tjá sig um málið. Sagði hann það í ákveðnum farvegi og á meðan svo væri myndu forsvarsmenn einkahlutafélagsins ekki tjá sig. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, undrast að nýtt húsnæði fyrir Stjórnarráðið sé ekki boðið út. Samningsstaða ríkisins sé slæm ef einn aðili er framar í röðinni við að byggja hús fyrir hið opinbera. Málefni lóðarinnar á Hafnartorgi hafa ekki verið rædd innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það hlýtur að þurfa að leita eftir besta verði í útboði þegar húsnæðis er aflað fyrir Stjórnarráðið. Það gengur ekki að forsætisráðherra geti boðið einhverjum framkvæmdaaðilum lóðir ríkisins, án útboðs eða verðmats, til að fá þá til að hætta við að byggja hús sem ráðherra finnast ljót. Þá eru skattborgarar að greiða peninga til að fegurðarsmekkur forsætisráðherrans skaðist ekki. Í framhaldinu verður þá rakinn gróðavegur fyrir byggingaraðila að koma með vondar teikningar og bíða þess svo að forsætisráðherra banki upp á og gefi þeim ríkiseignir til að fá þá til að hætta við,“ segir Árni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali við Stöð 2 á föstudag að verið væri að ræða við einkahlutafélagið Landstólpa þróunarfélag um makaskipti á lóðum. Ríkið tæki yfir lóðina á Hafnartorgi en Landstólpi eignaðist lóð ríkisins við Skúlagötu. Aftur á móti sagði forsætisráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar daginn eftir að unnið væri að teikningum í samvinnu við eigendur Hafnartorgslóðarinnar. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir málið aldrei hafa verið rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins og undir það tekur Vilhjálmur Bjarnason, samflokksmaður hans. Brynjar segist ekki hafa nokkurn áhuga á málinu. Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segist ekki geta tjáð sig um málefni Hafnartorgsins þar sem málið sé ekki statt hjá þeim. Framkvæmdasýslu ríkisins er ekki skylt að koma að fyrstu stigum opinberra framkvæmda. „Samkvæmt lögum þá ber Framkvæmdasýslu ríkisins að hafa umsjón með þriðja stigi opinberra framkvæmda, sem eru verklegar framkvæmdir. Þetta tiltekna mál hefur ekki komið á borð stofnunarinnar. Samkvæmt lögum um skipan opinberra framkvæmda fara verklegar framkvæmdir sömu leiðina, fyrst í frumathugun og áætlunargerð áður en komið er að verklegri framkvæmd,“ segir Halldóra. Gísli Steinar Gíslason hjá Landstólpa þróunarfélagi ehf. vildi ekki tjá sig um málið. Sagði hann það í ákveðnum farvegi og á meðan svo væri myndu forsvarsmenn einkahlutafélagsins ekki tjá sig.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira