Lögreglan mun ekki greina frá niðurstöðu rannsóknar á Móabarðsmálinu Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2016 10:43 Réttarmeinafræðingur fékk gögn í hendurnar vegna rannsóknar á Móabarðsmálinu um páska. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíður nú eftir fullnaðarniðurstöðu réttarmeinafræðings vegna rannsóknar á kæru vegna líkamsárásar á hendur konu við Móabarð í Hafnarfirði í febrúar síðastliðnum. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segir réttarmeinafræðinginn vera með til rannsóknar áverka sem fundust á konunni. Hann sagði að lögreglan muni ekki greina frá niðurstöðu þessarar rannsóknar þegar hún liggur fyrir. Aðspurður segir hann ekkert nýtt hafa komið fram við rannsókn málsins síðastliðnar vikur. Forsaga málsins er sú að lögreglan var kölluð að heimili við Móabarð í Hafnarfirði mánudaginn 15. Febrúar. Kona, sem hafði verið ein heima með ungbarn sitt, var með alvarlega áverka og lýsti því hvernig ókunnugur maður hefði ráðist á sig. Konan sagði manninn hafa bankað upp á um áttaleytið, sagst vera starfsmaður orkufyrirtækis og að hann þyrfti að lesa af mælum. Konan bauð manninum inn og sagði manninn hafa ráðist á sig. Lögreglan lýsti í kjölfarið eftir manni án þess að upplýsa hvers vegna hans væri leitað. Var hann sagður 180 sentímetrar á hæð, fölleitur, dökkklæddur með svarta hanska og húfu. Var hann talinn á aldrinum 35 til 45 ára. Árni Þór sagði í samtali við Vísi 9. mars síðastliðinn að þannig hefði konan lýst árásarmanninum. Konan sagðist síðan aftur hafa orðið fyrir árás sama manns sunnudagskvöldið 21. mars. Lögreglan lýsti aftur eftir manninum sem er enn ófundinn. Árni Þór segir í samtali við Vísi að það aðkoma réttarmeinafræðings sé reglubundin ferill í rannsókn mála og hann nýttur til að kanna alla þætti málsins sem gætu mögulega leitt lögreglu áfram í rannsókn sinni. Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Óhugur er í íbúum Móabarðs eftir alvarlegar árásir í götunni. Menn hafa gripið til varúðarráðstafana og eru undrandi yfir að lögregla yfirheyri þá ekki þar sem þeir hljóti að liggja undir grun. Engar nýjar vísbendingar, segir lög 24. febrúar 2016 07:00 Stór spurningamerki við Móabarðsmálið Lögregla segir almenning ekkert þurfa að óttast. Enginn er grunaður um líkamsárás í Móabarði. 9. mars 2016 14:30 Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33 Enginn grunaður í Móabarðsmáli Ekkert hefur komið fram við rannsókn málsins sem gefur lögreglu tilefni til að vara íbúa við einhverjum óþekktum geranda. 8. mars 2016 17:32 Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíður nú eftir fullnaðarniðurstöðu réttarmeinafræðings vegna rannsóknar á kæru vegna líkamsárásar á hendur konu við Móabarð í Hafnarfirði í febrúar síðastliðnum. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segir réttarmeinafræðinginn vera með til rannsóknar áverka sem fundust á konunni. Hann sagði að lögreglan muni ekki greina frá niðurstöðu þessarar rannsóknar þegar hún liggur fyrir. Aðspurður segir hann ekkert nýtt hafa komið fram við rannsókn málsins síðastliðnar vikur. Forsaga málsins er sú að lögreglan var kölluð að heimili við Móabarð í Hafnarfirði mánudaginn 15. Febrúar. Kona, sem hafði verið ein heima með ungbarn sitt, var með alvarlega áverka og lýsti því hvernig ókunnugur maður hefði ráðist á sig. Konan sagði manninn hafa bankað upp á um áttaleytið, sagst vera starfsmaður orkufyrirtækis og að hann þyrfti að lesa af mælum. Konan bauð manninum inn og sagði manninn hafa ráðist á sig. Lögreglan lýsti í kjölfarið eftir manni án þess að upplýsa hvers vegna hans væri leitað. Var hann sagður 180 sentímetrar á hæð, fölleitur, dökkklæddur með svarta hanska og húfu. Var hann talinn á aldrinum 35 til 45 ára. Árni Þór sagði í samtali við Vísi 9. mars síðastliðinn að þannig hefði konan lýst árásarmanninum. Konan sagðist síðan aftur hafa orðið fyrir árás sama manns sunnudagskvöldið 21. mars. Lögreglan lýsti aftur eftir manninum sem er enn ófundinn. Árni Þór segir í samtali við Vísi að það aðkoma réttarmeinafræðings sé reglubundin ferill í rannsókn mála og hann nýttur til að kanna alla þætti málsins sem gætu mögulega leitt lögreglu áfram í rannsókn sinni.
Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Óhugur er í íbúum Móabarðs eftir alvarlegar árásir í götunni. Menn hafa gripið til varúðarráðstafana og eru undrandi yfir að lögregla yfirheyri þá ekki þar sem þeir hljóti að liggja undir grun. Engar nýjar vísbendingar, segir lög 24. febrúar 2016 07:00 Stór spurningamerki við Móabarðsmálið Lögregla segir almenning ekkert þurfa að óttast. Enginn er grunaður um líkamsárás í Móabarði. 9. mars 2016 14:30 Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33 Enginn grunaður í Móabarðsmáli Ekkert hefur komið fram við rannsókn málsins sem gefur lögreglu tilefni til að vara íbúa við einhverjum óþekktum geranda. 8. mars 2016 17:32 Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30
Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Óhugur er í íbúum Móabarðs eftir alvarlegar árásir í götunni. Menn hafa gripið til varúðarráðstafana og eru undrandi yfir að lögregla yfirheyri þá ekki þar sem þeir hljóti að liggja undir grun. Engar nýjar vísbendingar, segir lög 24. febrúar 2016 07:00
Stór spurningamerki við Móabarðsmálið Lögregla segir almenning ekkert þurfa að óttast. Enginn er grunaður um líkamsárás í Móabarði. 9. mars 2016 14:30
Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33
Enginn grunaður í Móabarðsmáli Ekkert hefur komið fram við rannsókn málsins sem gefur lögreglu tilefni til að vara íbúa við einhverjum óþekktum geranda. 8. mars 2016 17:32
Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23