Ekki undanþága vegna sparnaðar í útlöndum Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. apríl 2016 09:35 Seðlabanki Íslands viðhefur eftirlit með því að lögum og reglum um gjaldeyrismál sé framfylgt, sem og því að þeir sem fengið hafi undanþágu frá ákvæðum laga um gjaldeyrismál framkvæmi ekki annað en þeim hefur verið veitt heimild til, að því er fram kemur í svari til bankans til Fréttablaðsins. Fréttablaðið/GVA Ekki hefði fengist undanþága frá gjaldeyrishöftum til söfnunar inn á eftirlaunasjóð Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem vistaður var í aflandsfélagi í Panama. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins.Júlíus Vífill Ingvarsson vill ekkert tjá sig frekar um aflandsfélag. Fréttablaðið/DaníelJúlíus Vífill sagði sig frá borgarstjórn um síðustu mánaðamót eftir að ljóst var að nafn hans væri tengt félagi í Panama-skjölunum svonefndu. Í svari Seðlabankans kemur fram að fjármagnshreyfingar á milli landa séu bundnar takmörkunum í samræmi við ákvæði laga og reglna um gjaldeyrismál. Aðeins sé unnt að flytja fjármuni á milli landa ef það er sérstaklega undanþegið takmörkunum eða á grundvelli sérstakrar undanþágu frá Seðlabanka Íslands. „Innlendum aðilum er óheimilt að flytja fjármuni af reikningum sínum hjá fjármálafyrirtæki hér á landi yfir á reikning í sinni eigu hjá fjármálafyrirtæki erlendis í þeim tilgangi einum að halda úti sparnaði erlendis,“ segir þar jafnframt. Um leið er þó bent á að innlendur aðili geti átt fjármuni erlendis, sem ekki séu háðir skilaskyldu hingað til lands í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál, til dæmis vegna þess að fjármunir hafi verið í eigu viðkomandi aðila frá því fyrir 28. nóvember 2008 þegar fjármagnshöft voru innleidd hér á landi. „Í slíkum tilvikum getur innlendur aðili flutt þá fjármuni á milli tveggja bankareikninga í sinni eigu erlendis þar sem það telst ekki fjármagnshreyfing á milli landa í skilningi laga um gjaldeyrismál.“ Fram kom í umfjöllun Kastljóss 3. apríl að félag Júlíusar Vífils hefði verið stofnað í Panama í ársbyrjun 2014 og rík áhersla lögð á að leyna eignarhaldi hans. Ekki liggja fyrir upplýsingar um greiðslur í félagið. Júlíus Vífill vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað í gær, en vísaði þess í stað til yfirlýsingar sinnar frá 1. apríl og ræðu á í borgarstjórn 5. apríl, en þá var lausnarbeiðni hans frá borgarstjórn samþykkt. Þá sagði hann að allt sem við kæmi þessum sjóði væri í samræmi við íslensk lög og reglur. „Enda naut ég sérfræðiráðgjafar til að tryggja að réttilega og löglega væri að málum staðið,“ segir í yfirlýsingu Júlíusar Vífils. Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Ekki hefði fengist undanþága frá gjaldeyrishöftum til söfnunar inn á eftirlaunasjóð Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem vistaður var í aflandsfélagi í Panama. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins.Júlíus Vífill Ingvarsson vill ekkert tjá sig frekar um aflandsfélag. Fréttablaðið/DaníelJúlíus Vífill sagði sig frá borgarstjórn um síðustu mánaðamót eftir að ljóst var að nafn hans væri tengt félagi í Panama-skjölunum svonefndu. Í svari Seðlabankans kemur fram að fjármagnshreyfingar á milli landa séu bundnar takmörkunum í samræmi við ákvæði laga og reglna um gjaldeyrismál. Aðeins sé unnt að flytja fjármuni á milli landa ef það er sérstaklega undanþegið takmörkunum eða á grundvelli sérstakrar undanþágu frá Seðlabanka Íslands. „Innlendum aðilum er óheimilt að flytja fjármuni af reikningum sínum hjá fjármálafyrirtæki hér á landi yfir á reikning í sinni eigu hjá fjármálafyrirtæki erlendis í þeim tilgangi einum að halda úti sparnaði erlendis,“ segir þar jafnframt. Um leið er þó bent á að innlendur aðili geti átt fjármuni erlendis, sem ekki séu háðir skilaskyldu hingað til lands í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál, til dæmis vegna þess að fjármunir hafi verið í eigu viðkomandi aðila frá því fyrir 28. nóvember 2008 þegar fjármagnshöft voru innleidd hér á landi. „Í slíkum tilvikum getur innlendur aðili flutt þá fjármuni á milli tveggja bankareikninga í sinni eigu erlendis þar sem það telst ekki fjármagnshreyfing á milli landa í skilningi laga um gjaldeyrismál.“ Fram kom í umfjöllun Kastljóss 3. apríl að félag Júlíusar Vífils hefði verið stofnað í Panama í ársbyrjun 2014 og rík áhersla lögð á að leyna eignarhaldi hans. Ekki liggja fyrir upplýsingar um greiðslur í félagið. Júlíus Vífill vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað í gær, en vísaði þess í stað til yfirlýsingar sinnar frá 1. apríl og ræðu á í borgarstjórn 5. apríl, en þá var lausnarbeiðni hans frá borgarstjórn samþykkt. Þá sagði hann að allt sem við kæmi þessum sjóði væri í samræmi við íslensk lög og reglur. „Enda naut ég sérfræðiráðgjafar til að tryggja að réttilega og löglega væri að málum staðið,“ segir í yfirlýsingu Júlíusar Vífils.
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira