Tækifærin í markaðssetningu raforku Friðrik Larsen skrifar 20. apríl 2016 07:00 Framtíðin er full af spennandi tækifærum og það er undir okkur öllum komið hvernig við nýtum þau. Það er raforkumarkaður ekki undanskilinn, þó svo hann hafi hingað til verið nokkuð einsleitur. Framleiðsla á hreinni orku hér á landi mun til lengri tíma skapa þjóðarbúinu miklar tekjur og um leið gefa Íslendingum tækifæri til að hafa gífurleg áhrif á alþjóðavísu. Sem fyrr segir hefur raforkumarkaður verið einsleitur hingað til, bæði hér á landi og erlendis. Einstaklingar og fyrirtæki hafa keypt orku af opinberum fyrirtækjum og borgað rafmagnsreikninginn án þess að spyrja margra spurninga – eða það sem verra er, að lengi vel var ekki val um annað. Helstu samskipti orkufyrirtækja og neytenda hafa hingað til verið mánaðarlegur reikningur fyrir áætlaðri notkun.Orka sem söluvara Þetta er þó að breytast hratt og með samkeppni á markaði og sífellt breytilegri tækni hafa einstaklingar og fyrirtæki loks val um hvaðan og hvernig þau kaupa raforku. Samhliða aukinni þörf og kröfu um vistvæna orku eru neytendur meðvitaðir um þörfina fyrir aukin gæði, betri þjónustu og samkeppnishæf verð. Þeir söluaðilar raforku sem mæta þessum þörfum munu vinna markaðinn, ef þannig má að orði komast. Þeir aðilar munu ná árangri með vörumerkjafræðina (e. branding) að vopni. Rafmagn er í raun hrávara sem gengur kaupum og sölum. Hægt er að gefa orkunni þýðingu sem skiptir neytendur máli. Því skiptir vörumerkjastjórnun máli þegar neytendur geta í auknari mæli valið hvaðan þeir kaupa orkuna. Við þekkjum öll heimsfræg vörumerki á borð við Apple, Google og Amazon. Ekkert þessara fyrirtækja fann upp nýja vöru þannig séð. Tölvur voru til áður en Apple fór að framleiða sínar tölvur og Google var ekki fyrsta leitarvélin svo tekin séu dæmi. Þrátt fyrir það hafa þessi vörumerki ákveðna þýðingu í hugum okkar og vörumerkið eitt og sér kemur ákveðnum skilaboðum áleiðis til neytenda. Skilaboðum sem fela í sér gæði, verð og tilfinningu. Það sama mun gerast hjá þeim rafmagnsveitum sem tileinka sér öfluga vörumerkjastjórnun.Fyrsta skrefið Dagana 19. og 20. september næstkomandi verður haldin hér á landi ráðstefna um markaðssetningu raforku. Ráðstefnan er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum en þar koma saman margir af stærstu og mikilvægustu söluaðilum raforku í heiminum. Meðal ræðumanna eru aðilar sem hafa yfirburðaþekkingu á viðfangsefninu, þ.e. raforkumarkaði sem og vörumerkjastjórnun. Þátttakendur ráðstefnunnar hafa um leið tækifæri til að mynda öflugt tengslanet í geiranum og sækja sér þekkingu. Markaðssetning á raforku er nær óþekkt hugtak á alþjóðavísu og ráðstefnan er því um leið mikilvægur frumkvöðlavettvangur. Hún vekur einnig athygli á Íslandi, hreinleika landsins við framleiðslu á raforku, þeim tækifærum sem til staðar eru í íslensku viðskiptalífi og síðast en ekki síst þeirri þekkingu og reynslu sem er til staðar hér á landi hvort sem litið er til orkugeirans, akademíunnar eða viðskiptalífsins í heild sinni. Þarna verða stigin fyrstu skrefin í því að nýta tækifæri framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Framtíðin er full af spennandi tækifærum og það er undir okkur öllum komið hvernig við nýtum þau. Það er raforkumarkaður ekki undanskilinn, þó svo hann hafi hingað til verið nokkuð einsleitur. Framleiðsla á hreinni orku hér á landi mun til lengri tíma skapa þjóðarbúinu miklar tekjur og um leið gefa Íslendingum tækifæri til að hafa gífurleg áhrif á alþjóðavísu. Sem fyrr segir hefur raforkumarkaður verið einsleitur hingað til, bæði hér á landi og erlendis. Einstaklingar og fyrirtæki hafa keypt orku af opinberum fyrirtækjum og borgað rafmagnsreikninginn án þess að spyrja margra spurninga – eða það sem verra er, að lengi vel var ekki val um annað. Helstu samskipti orkufyrirtækja og neytenda hafa hingað til verið mánaðarlegur reikningur fyrir áætlaðri notkun.Orka sem söluvara Þetta er þó að breytast hratt og með samkeppni á markaði og sífellt breytilegri tækni hafa einstaklingar og fyrirtæki loks val um hvaðan og hvernig þau kaupa raforku. Samhliða aukinni þörf og kröfu um vistvæna orku eru neytendur meðvitaðir um þörfina fyrir aukin gæði, betri þjónustu og samkeppnishæf verð. Þeir söluaðilar raforku sem mæta þessum þörfum munu vinna markaðinn, ef þannig má að orði komast. Þeir aðilar munu ná árangri með vörumerkjafræðina (e. branding) að vopni. Rafmagn er í raun hrávara sem gengur kaupum og sölum. Hægt er að gefa orkunni þýðingu sem skiptir neytendur máli. Því skiptir vörumerkjastjórnun máli þegar neytendur geta í auknari mæli valið hvaðan þeir kaupa orkuna. Við þekkjum öll heimsfræg vörumerki á borð við Apple, Google og Amazon. Ekkert þessara fyrirtækja fann upp nýja vöru þannig séð. Tölvur voru til áður en Apple fór að framleiða sínar tölvur og Google var ekki fyrsta leitarvélin svo tekin séu dæmi. Þrátt fyrir það hafa þessi vörumerki ákveðna þýðingu í hugum okkar og vörumerkið eitt og sér kemur ákveðnum skilaboðum áleiðis til neytenda. Skilaboðum sem fela í sér gæði, verð og tilfinningu. Það sama mun gerast hjá þeim rafmagnsveitum sem tileinka sér öfluga vörumerkjastjórnun.Fyrsta skrefið Dagana 19. og 20. september næstkomandi verður haldin hér á landi ráðstefna um markaðssetningu raforku. Ráðstefnan er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum en þar koma saman margir af stærstu og mikilvægustu söluaðilum raforku í heiminum. Meðal ræðumanna eru aðilar sem hafa yfirburðaþekkingu á viðfangsefninu, þ.e. raforkumarkaði sem og vörumerkjastjórnun. Þátttakendur ráðstefnunnar hafa um leið tækifæri til að mynda öflugt tengslanet í geiranum og sækja sér þekkingu. Markaðssetning á raforku er nær óþekkt hugtak á alþjóðavísu og ráðstefnan er því um leið mikilvægur frumkvöðlavettvangur. Hún vekur einnig athygli á Íslandi, hreinleika landsins við framleiðslu á raforku, þeim tækifærum sem til staðar eru í íslensku viðskiptalífi og síðast en ekki síst þeirri þekkingu og reynslu sem er til staðar hér á landi hvort sem litið er til orkugeirans, akademíunnar eða viðskiptalífsins í heild sinni. Þarna verða stigin fyrstu skrefin í því að nýta tækifæri framtíðarinnar.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar