Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar 3. september 2025 10:46 Við lestur á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar má vera ljóst að einstaklingsfrelsi er hornsteinn í okkar stjórnskipan. Eitt skýrasta dæmið um það er að skoðanafrelsi er fortakslaust, sbr. 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að allir menn séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Einstaklingsfrelsið útheimtir umburðarlyndi eins og hið fortakslausa skoðanafrelsi allra er skýrt dæmi um. Í nútímasamfélagi er viðbúið að sumir einstaklingar muni hafa skoðun sem öðrum einstaklingum líkar illa. Hinir síðarnefndu þurfa einfaldlega að þola óvinsælar skoðanir. Þetta virkar hins vegar í báðar áttir. Þannig eiga menn enga heimtingu á því að öðrum mönnum líki skoðun þeirra fyrrnefndu. Einstaklingsfrelsi og umburðarlyndi eru þannig tvær hliðar á sama peningnum. Umburðarlyndi, t.d. að umbera skoðanir sem manni líkar ekki við, er gjaldið sem þarf að greiða fyrir að búa í vestrænu lýðræðisríki. Undanfarið hafa komið upp dæmi þar sem reynir á umburðarlyndið og einstaklingsfrelsið. Í fyrsta lagi þegar mótmælendur meinuðu prófessor frá Ísrael að halda erindi um lífeyrismál í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 6. ágúst sl. Tvær góðar greinar hafa síðan verið birtar um það atvik. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og fyrrverandi kennslustjóri skólans, ritaði grein á Vísi 26. ágúst 2025 sem nefnist Skýr stefna um málfrelsi. Þar færir Róbert sannfærandi rök fyrir því að framganga mótmælendanna hafi verið ólíðandi. Davíð Þór Björgvinsson, hæstaréttarlögmaður og prófessor í lögfræði við HA, ritaði nýlega grein á Eyjuna á dv.is sem nefnist Rétturinn til fundarfriðar. Þar færir Davíð rök fyrir því að í rétti manns til málfrelsis og til að mótmæla felist ekki réttur til að hleypa upp löglegum fundum annarra og eyðileggja þá. Um það vitni margir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu. Mótmælendurnir hefðu því betur sýnt umburðarlyndi fyrir skoðana-, tjáningar- og fundarfrelsi fundarmanna í stað þess að eyðileggja löglegan fund um lífeyrismál. Mótmælendunum var í lófa lagið að sniðganga fundinn og láta óánægju sína þannig í ljós. Það neyddi þá enginn til að sitja fundinn. Í öðru lagi hefur sprottið umræða í kjölfar Kastljósþáttar sem sýndur var 1. september sl. þar sem til umræðu var bakslag sem hafi orðið í málefnum hinsegin fólks. Í kjölfar þáttarins hafa ýmsir lýst óánægju sinni, m.a. með þær skoðanir sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, viðraði í þættinum. Nú reynir á umburðarlyndið og þar með hvort fólk vilji búa í samfélagi sem hefur einstaklingsfrelsi í hávegum. Ekki þarf að efast um að Snorri hafi eins og allir aðrir fortakslausan rétt til sinna skoðana. Þeir sem eru ósammála Snorra þurfa ekki að hlusta á hann eða kjósa hann og mega hafa þá skoðun á honum sem þeim sýnist. Enginn hefur hins vegar rétt til að banna skoðanir Snorra eða koma í veg fyrir að hann geti tjáð sig, sbr. dæmið um ísraelska fræðimanninn. Þegar menn tjá skoðanir sínar þurfa þeir að bera ábyrgð á tjáningu sinni, sbr. 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Telji gagnrýnendur Snorra að hann hafi brotið gegn rétti annarra með því að tjá skoðanir sínar opinberlega, þá hvílir sönnunarbyrðin um það á gagnrýnendunum. Ekki verður séð að Snorri hafi lagt til að einhverjir ættu ekki að njóta einstaklingsfrelsis eða að hann sé óumburðarlyndur gagnvart skoðunum annarra þótt hann gagnrýni þær. Að lokum skal bent á heilbrigða mælistiku sem menn geta notað til að prófa eigið umburðarlyndi, eða mögulegan skort á því. Mælistikan er eftirfarandi: menn bera sjálfir ábyrgð á eigin hegðun, hugsun eða tilfinningum. Í þessu felst að ef einhverjum líður t.d. illa og rekur það til þess að Snorri Másson, eða hver sem er annar, hafi tiltekna skoðun á einhverju málefni, þá fer hinn sami villu vegar. Snorri Másson ber ekki ábyrgð á tilfinningum annarra bara fyrir það eitt að hafa skoðun og tjá hana. Að sama skapi bera gagnrýnendur Snorra sjálfir ábyrgð á viðbrögðum sínum og ummælum við skoðunum Snorra og tjáningu hans á þeim. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við lestur á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar má vera ljóst að einstaklingsfrelsi er hornsteinn í okkar stjórnskipan. Eitt skýrasta dæmið um það er að skoðanafrelsi er fortakslaust, sbr. 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að allir menn séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Einstaklingsfrelsið útheimtir umburðarlyndi eins og hið fortakslausa skoðanafrelsi allra er skýrt dæmi um. Í nútímasamfélagi er viðbúið að sumir einstaklingar muni hafa skoðun sem öðrum einstaklingum líkar illa. Hinir síðarnefndu þurfa einfaldlega að þola óvinsælar skoðanir. Þetta virkar hins vegar í báðar áttir. Þannig eiga menn enga heimtingu á því að öðrum mönnum líki skoðun þeirra fyrrnefndu. Einstaklingsfrelsi og umburðarlyndi eru þannig tvær hliðar á sama peningnum. Umburðarlyndi, t.d. að umbera skoðanir sem manni líkar ekki við, er gjaldið sem þarf að greiða fyrir að búa í vestrænu lýðræðisríki. Undanfarið hafa komið upp dæmi þar sem reynir á umburðarlyndið og einstaklingsfrelsið. Í fyrsta lagi þegar mótmælendur meinuðu prófessor frá Ísrael að halda erindi um lífeyrismál í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 6. ágúst sl. Tvær góðar greinar hafa síðan verið birtar um það atvik. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og fyrrverandi kennslustjóri skólans, ritaði grein á Vísi 26. ágúst 2025 sem nefnist Skýr stefna um málfrelsi. Þar færir Róbert sannfærandi rök fyrir því að framganga mótmælendanna hafi verið ólíðandi. Davíð Þór Björgvinsson, hæstaréttarlögmaður og prófessor í lögfræði við HA, ritaði nýlega grein á Eyjuna á dv.is sem nefnist Rétturinn til fundarfriðar. Þar færir Davíð rök fyrir því að í rétti manns til málfrelsis og til að mótmæla felist ekki réttur til að hleypa upp löglegum fundum annarra og eyðileggja þá. Um það vitni margir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu. Mótmælendurnir hefðu því betur sýnt umburðarlyndi fyrir skoðana-, tjáningar- og fundarfrelsi fundarmanna í stað þess að eyðileggja löglegan fund um lífeyrismál. Mótmælendunum var í lófa lagið að sniðganga fundinn og láta óánægju sína þannig í ljós. Það neyddi þá enginn til að sitja fundinn. Í öðru lagi hefur sprottið umræða í kjölfar Kastljósþáttar sem sýndur var 1. september sl. þar sem til umræðu var bakslag sem hafi orðið í málefnum hinsegin fólks. Í kjölfar þáttarins hafa ýmsir lýst óánægju sinni, m.a. með þær skoðanir sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, viðraði í þættinum. Nú reynir á umburðarlyndið og þar með hvort fólk vilji búa í samfélagi sem hefur einstaklingsfrelsi í hávegum. Ekki þarf að efast um að Snorri hafi eins og allir aðrir fortakslausan rétt til sinna skoðana. Þeir sem eru ósammála Snorra þurfa ekki að hlusta á hann eða kjósa hann og mega hafa þá skoðun á honum sem þeim sýnist. Enginn hefur hins vegar rétt til að banna skoðanir Snorra eða koma í veg fyrir að hann geti tjáð sig, sbr. dæmið um ísraelska fræðimanninn. Þegar menn tjá skoðanir sínar þurfa þeir að bera ábyrgð á tjáningu sinni, sbr. 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Telji gagnrýnendur Snorra að hann hafi brotið gegn rétti annarra með því að tjá skoðanir sínar opinberlega, þá hvílir sönnunarbyrðin um það á gagnrýnendunum. Ekki verður séð að Snorri hafi lagt til að einhverjir ættu ekki að njóta einstaklingsfrelsis eða að hann sé óumburðarlyndur gagnvart skoðunum annarra þótt hann gagnrýni þær. Að lokum skal bent á heilbrigða mælistiku sem menn geta notað til að prófa eigið umburðarlyndi, eða mögulegan skort á því. Mælistikan er eftirfarandi: menn bera sjálfir ábyrgð á eigin hegðun, hugsun eða tilfinningum. Í þessu felst að ef einhverjum líður t.d. illa og rekur það til þess að Snorri Másson, eða hver sem er annar, hafi tiltekna skoðun á einhverju málefni, þá fer hinn sami villu vegar. Snorri Másson ber ekki ábyrgð á tilfinningum annarra bara fyrir það eitt að hafa skoðun og tjá hana. Að sama skapi bera gagnrýnendur Snorra sjálfir ábyrgð á viðbrögðum sínum og ummælum við skoðunum Snorra og tjáningu hans á þeim. Höfundur er lögfræðingur.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun