Innlent

Fimmtán ára réðist á vin sinn með hnífi á Selfossi

Gissur Sigurðsson skrifar
Ekki er enn vitað hvað olli missætti piltanna.
Ekki er enn vitað hvað olli missætti piltanna. vísir/pjetur
Fimmtán ára piltur er nú í vörslu lögreglunnar á Selfossi eftir að hann réðst á jafnaldra sinn í gærkvöldi og veitti honum áverka með hnífi. Vinur þolandans hringdi á lögreglu, sem handtók árásarmanninn.

Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á heilsugæsluna þar sem meðal annars þurfti að sauma tólf spor í handlegginn á honum eftir hnífsstungu.

Foreldrum árásarmannsins og barnaverndarnefnd var gert viðvart. Ekki er enn vitað hvað olli missætti piltanna, en málið er í frekari rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×