Innlent

Klifraði upp á þak í Hafnarfirði en þorði ekki niður aftur

gissur sigurðsson skrifar
Drengnum varð ekki meint af. Mynd úr safni.
Drengnum varð ekki meint af. Mynd úr safni. visir/gva
Ungur drengur klifraði upp á þak íþróttahúss í Hafnarfirði seint í gærkvöldi en þorði svo ekki niður aftur. Hann var því í sjálfheldu uppi á þakinu.

Var þá kallað eftir aðstoð slökkviliðsins, sem sendi körfubíl á vettvang og var drengurinn ferjaður niður í körfunni. Honum varð ekki meint af, en var að vonum nokkuð skelkaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×