Innlent

Magnús Geir hættur sem ritstjóri Eyjunnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Magnús Geir hefur verið ritstjóri á Eyjunni frá árinu 2012.
Magnús Geir hefur verið ritstjóri á Eyjunni frá árinu 2012. Eyjan
Magnús Geir Eyjólfsson hættir sem ritstjóri fjölmiðilsins Eyjunnar í dag. Hann hóf störf sem blaðamaður á Pressunni um það leyti sem sá miðill var stofnaður í febrúar árið 2009 en tók síðar við sem ritstjóri Eyjunnar árið 2012 en árið áður hafði útgáfufélagið Vefpressan ehf. gengið frá kaupum á öllu hlutafé í útgáfufélagi Eyjunnar, Eyjan Media ehf.

Magnús Geir er að sögn á leið í sumarfrí í mánuð en í september hefur hann störf á nýjum vettvangi. Hann gat lítið gefið upp um nýja starfið, annað en að það tengist ekki fjölmiðlum.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hver tekur við sem ritstjóri Eyjunnar eftir að Magnús Geir kveður fjölmiðilinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×