Ekki góð vinnubrögð að skuldbinda Ísland án umræðu Una Sighvatsdóttir skrifar 16. janúar 2016 20:00 Katrín Jakobsdóttir formaður VG og þingmaður í Innviðafjárfestingabanki Asíu var formlega stofnaður í Kína í dag með aðkomu fjölda ríkja, þar á meðal Íslands. Tilgangur bankans er að stuðla að sjálfbærri efnahagsþróun svæðisins og sagði Bjarni Benediktsson á Facebook síðu sinni í dag að með aðild opnist aukin tækifæri fyrir íslenskt viðskiptalíf í Asíu. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar hefur hinsvegar lýst miklum efasemdum um aðild Íslands og spurt hvers vegna íslenskir skattgreiðendur ættu að leggja til hliðar 2,3 milljarða til að styðja hugsanlega útrás íslenskra fyrirtækja í Asíu, þegar ávinningurinn sé mjög óljós.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar mælti gegn því á Alþingi í desember að heimild yrði veitt á fjáraukalögum fyrir 2,3 milljarða skuldbindingu ríkissjóðs til kaupa á hlut í asíska fjárfestingabankanum.Bankinn hafinn yfir lög og reglur á Íslandi Á Facebook síðu sinni í dag bendir Frosti auk þess á að Bjarni fari mögulega erindisleysu því Alþingi eigi enn eftir að fullgilda stofnsamning bankans. Eftir á að koma í ljós hvort þingmenn muni samþykkja þingsályktunartillögu þess efnis, því þar er krafist undanþágu bankans og starfsmanna hans frá sköttum og fjármálaeftirliti. Frosti segir að bankinn verði því í raun hafinn yfir lög og reglur Íslands og alls óvíst hvort almannahagsmunir af aðild séu nægir til að réttlæta það.Engin tillaga komið fyrir þingið á tæpu ári Katrín Jakobsdóttir á einnig sæti í efnahags- og viðskiptanefnd. Hún segist ekki vera fyrirfram á móti aðild Íslands að asíska bankanum, en hinsvegar sé full ástæða til að ræða málið. Það hafi enn ekki verið gert, þrátt fyrir að bráðum verði liðið ár síðan ríkisstjórnin ákvað að óska eftir aðild að bankanum. „Í raun og veru þá ákveður ríkisstjórnin að fara í þessa vegferð síðasta vor, í mars 2015. Málið er kynnt fyrir utanríkismálanefnd, en síðan hefur engin tillaga komið inn í þingið. Hún skilar sér þegar starfsáætlun er útrunnin, 16. desember, og þá er búið að afgreiða fjárheimild. Þannig að í raun og veru hefur enn engin efnisleg umræða um málið farið fram á Alþingi," segir Katrín.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur stofnfund Innviðafjárfestingabanka Asíu í Peking í Kína í dag.Ekki einhugur innan stjórnarliðsins Heildarskuldbinding Íslands verður um 2,3 milljarðar króna, en Bjarni Benediktsson hefur ítrekað að aðeins fimmtungur þeirrar skuldbinginr greiðis á fimm ára tímabili, um 100 milljón krónur á ári. Hann telur ólíklegt að fjárfestingabankinn muni kalla eftir því að fá hin 80% af framlaginu til sín. Bankinn hefur þó alltaf rétt á því. Katrín segir vaxandi tilhneigingu til þess á þinginu að afgreiða stór mál eins og þetta gegnum fjárlög og fjáraukalög án þess að þau séu tekin fyrir og rædd efnislega. „Þetta eru ekki góð vinnubrögð. Þetta er ávísun á frekari átök, eins og sést núna að það er ekki einu sinni einhugur innan stjórnarliðsins um þessa ákvörðun." Tengdar fréttir Frosti segir óvíst hvort fjármálaráðherra eigi nokkuð erindi til Kína Formaður efnahags-og viðskiptanefndar segir erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. 16. janúar 2016 12:56 Bjarni telur ólíklegt að allt stofnféð vegna innviðafjárfestingabanka í Asíu verði innheimt Skuldbinding Íslands nemur 2,3 milljörðum en fimmtungur þeirrar skuldbindingar kemur til greiðslu í fimm jöfnum hlutum á fimm árum. 16. janúar 2016 13:49 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Innviðafjárfestingabanki Asíu var formlega stofnaður í Kína í dag með aðkomu fjölda ríkja, þar á meðal Íslands. Tilgangur bankans er að stuðla að sjálfbærri efnahagsþróun svæðisins og sagði Bjarni Benediktsson á Facebook síðu sinni í dag að með aðild opnist aukin tækifæri fyrir íslenskt viðskiptalíf í Asíu. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar hefur hinsvegar lýst miklum efasemdum um aðild Íslands og spurt hvers vegna íslenskir skattgreiðendur ættu að leggja til hliðar 2,3 milljarða til að styðja hugsanlega útrás íslenskra fyrirtækja í Asíu, þegar ávinningurinn sé mjög óljós.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar mælti gegn því á Alþingi í desember að heimild yrði veitt á fjáraukalögum fyrir 2,3 milljarða skuldbindingu ríkissjóðs til kaupa á hlut í asíska fjárfestingabankanum.Bankinn hafinn yfir lög og reglur á Íslandi Á Facebook síðu sinni í dag bendir Frosti auk þess á að Bjarni fari mögulega erindisleysu því Alþingi eigi enn eftir að fullgilda stofnsamning bankans. Eftir á að koma í ljós hvort þingmenn muni samþykkja þingsályktunartillögu þess efnis, því þar er krafist undanþágu bankans og starfsmanna hans frá sköttum og fjármálaeftirliti. Frosti segir að bankinn verði því í raun hafinn yfir lög og reglur Íslands og alls óvíst hvort almannahagsmunir af aðild séu nægir til að réttlæta það.Engin tillaga komið fyrir þingið á tæpu ári Katrín Jakobsdóttir á einnig sæti í efnahags- og viðskiptanefnd. Hún segist ekki vera fyrirfram á móti aðild Íslands að asíska bankanum, en hinsvegar sé full ástæða til að ræða málið. Það hafi enn ekki verið gert, þrátt fyrir að bráðum verði liðið ár síðan ríkisstjórnin ákvað að óska eftir aðild að bankanum. „Í raun og veru þá ákveður ríkisstjórnin að fara í þessa vegferð síðasta vor, í mars 2015. Málið er kynnt fyrir utanríkismálanefnd, en síðan hefur engin tillaga komið inn í þingið. Hún skilar sér þegar starfsáætlun er útrunnin, 16. desember, og þá er búið að afgreiða fjárheimild. Þannig að í raun og veru hefur enn engin efnisleg umræða um málið farið fram á Alþingi," segir Katrín.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur stofnfund Innviðafjárfestingabanka Asíu í Peking í Kína í dag.Ekki einhugur innan stjórnarliðsins Heildarskuldbinding Íslands verður um 2,3 milljarðar króna, en Bjarni Benediktsson hefur ítrekað að aðeins fimmtungur þeirrar skuldbinginr greiðis á fimm ára tímabili, um 100 milljón krónur á ári. Hann telur ólíklegt að fjárfestingabankinn muni kalla eftir því að fá hin 80% af framlaginu til sín. Bankinn hefur þó alltaf rétt á því. Katrín segir vaxandi tilhneigingu til þess á þinginu að afgreiða stór mál eins og þetta gegnum fjárlög og fjáraukalög án þess að þau séu tekin fyrir og rædd efnislega. „Þetta eru ekki góð vinnubrögð. Þetta er ávísun á frekari átök, eins og sést núna að það er ekki einu sinni einhugur innan stjórnarliðsins um þessa ákvörðun."
Tengdar fréttir Frosti segir óvíst hvort fjármálaráðherra eigi nokkuð erindi til Kína Formaður efnahags-og viðskiptanefndar segir erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. 16. janúar 2016 12:56 Bjarni telur ólíklegt að allt stofnféð vegna innviðafjárfestingabanka í Asíu verði innheimt Skuldbinding Íslands nemur 2,3 milljörðum en fimmtungur þeirrar skuldbindingar kemur til greiðslu í fimm jöfnum hlutum á fimm árum. 16. janúar 2016 13:49 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Frosti segir óvíst hvort fjármálaráðherra eigi nokkuð erindi til Kína Formaður efnahags-og viðskiptanefndar segir erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. 16. janúar 2016 12:56
Bjarni telur ólíklegt að allt stofnféð vegna innviðafjárfestingabanka í Asíu verði innheimt Skuldbinding Íslands nemur 2,3 milljörðum en fimmtungur þeirrar skuldbindingar kemur til greiðslu í fimm jöfnum hlutum á fimm árum. 16. janúar 2016 13:49