Greiðslur til sérgreinalækna nærri þrefaldast að raunvirði Sveinn Arnarsson skrifar 21. janúar 2016 06:00 Greiðslur Sjúkratrygginga Íslands til sérgreinalækna á einkastofum hafa nærri þrefaldast frá árinu árinu 1997. Á árinu 2014 hækkuðu greiðslur um 1,3 milljarða króna frá fyrra ári. Formaður velferðarnefndar segir heilbrigðiskerfið þurfa heildarendurskoðun. Árið 1997 voru greiðslur til sérgreinalækna rúmir 2,7 milljarðar króna á verðlagi í lok árs 2015. Á árinu 2014 voru greiðslurnar orðnar 7,6 milljarðar króna á núvirði og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru líkur á að þegar árið 2015 verði að fullu gert upp slái sú upphæð met hvað varðar greiðslur til sérgreinalækna. Sjúkratryggingar Íslands ákváðu einhliða með tveggja daga fyrirvara í lok árs að loka á nýskráningar sérgreinalækna í samningi við Sjúkratryggingar því kostnaður hefur farið langt fram úr áætlun. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, telur að hugsa þurfi kerfið upp á nýtt. „Við sameiningu spítalanna í Reykjavík var ekki farið í að efla LSH og byggja yfir alla hina sameinuðu starfsemi og þá gerðist það að sérgreinalæknar fóru að sækja í auknum mæli í einkarekstur utan spítalanna. Þannig hefur óskrifuð pólitísk stefna verið að auka rekstur sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsanna og heilsugæslu,“ segir Sigríður og telur þennan geira varinn með beltum og axlaböndum. „Heilbrigðisráðherra gerði samning 2014 við sérgreinalækna í sjálfstæðum rekstri sem hækkar til samræmis við verðlag og laun tvisvar á ári og stækkar árlega. Þetta þýðir að einkaþjónustan fær að vaxa meðan hin opinbera tekur á sig aðhald og niðurskurð.“ Á sama tíma og fé hefur nærri þrefaldast frá ríki til sérgreinalækna hefur opinber heilbrigðisþjónusta barist í bökkum að mati stjórnenda stofnana. Páll Matthíasson, forstjóri LSH, sagði í forstjórapistli sínum um fjárlagafrumvarpið að hann hefði miklar áhyggjur af stöðunni. „Þegar ég skoða fjárlagafrumvarp næsta árs þá líst mér ekki á blikuna. Ég hef þungar áhyggjur af því að þar skorti ekki aðeins fé til sóknar heldur í raun til óbreytts rekstrar,“ sagði Páll. Hvorki náðist í heilbrigðisráðherra né landlækni við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Greiðslur Sjúkratrygginga Íslands til sérgreinalækna á einkastofum hafa nærri þrefaldast frá árinu árinu 1997. Á árinu 2014 hækkuðu greiðslur um 1,3 milljarða króna frá fyrra ári. Formaður velferðarnefndar segir heilbrigðiskerfið þurfa heildarendurskoðun. Árið 1997 voru greiðslur til sérgreinalækna rúmir 2,7 milljarðar króna á verðlagi í lok árs 2015. Á árinu 2014 voru greiðslurnar orðnar 7,6 milljarðar króna á núvirði og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru líkur á að þegar árið 2015 verði að fullu gert upp slái sú upphæð met hvað varðar greiðslur til sérgreinalækna. Sjúkratryggingar Íslands ákváðu einhliða með tveggja daga fyrirvara í lok árs að loka á nýskráningar sérgreinalækna í samningi við Sjúkratryggingar því kostnaður hefur farið langt fram úr áætlun. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, telur að hugsa þurfi kerfið upp á nýtt. „Við sameiningu spítalanna í Reykjavík var ekki farið í að efla LSH og byggja yfir alla hina sameinuðu starfsemi og þá gerðist það að sérgreinalæknar fóru að sækja í auknum mæli í einkarekstur utan spítalanna. Þannig hefur óskrifuð pólitísk stefna verið að auka rekstur sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsanna og heilsugæslu,“ segir Sigríður og telur þennan geira varinn með beltum og axlaböndum. „Heilbrigðisráðherra gerði samning 2014 við sérgreinalækna í sjálfstæðum rekstri sem hækkar til samræmis við verðlag og laun tvisvar á ári og stækkar árlega. Þetta þýðir að einkaþjónustan fær að vaxa meðan hin opinbera tekur á sig aðhald og niðurskurð.“ Á sama tíma og fé hefur nærri þrefaldast frá ríki til sérgreinalækna hefur opinber heilbrigðisþjónusta barist í bökkum að mati stjórnenda stofnana. Páll Matthíasson, forstjóri LSH, sagði í forstjórapistli sínum um fjárlagafrumvarpið að hann hefði miklar áhyggjur af stöðunni. „Þegar ég skoða fjárlagafrumvarp næsta árs þá líst mér ekki á blikuna. Ég hef þungar áhyggjur af því að þar skorti ekki aðeins fé til sóknar heldur í raun til óbreytts rekstrar,“ sagði Páll. Hvorki náðist í heilbrigðisráðherra né landlækni við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira