Greiðslur til sérgreinalækna nærri þrefaldast að raunvirði Sveinn Arnarsson skrifar 21. janúar 2016 06:00 Greiðslur Sjúkratrygginga Íslands til sérgreinalækna á einkastofum hafa nærri þrefaldast frá árinu árinu 1997. Á árinu 2014 hækkuðu greiðslur um 1,3 milljarða króna frá fyrra ári. Formaður velferðarnefndar segir heilbrigðiskerfið þurfa heildarendurskoðun. Árið 1997 voru greiðslur til sérgreinalækna rúmir 2,7 milljarðar króna á verðlagi í lok árs 2015. Á árinu 2014 voru greiðslurnar orðnar 7,6 milljarðar króna á núvirði og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru líkur á að þegar árið 2015 verði að fullu gert upp slái sú upphæð met hvað varðar greiðslur til sérgreinalækna. Sjúkratryggingar Íslands ákváðu einhliða með tveggja daga fyrirvara í lok árs að loka á nýskráningar sérgreinalækna í samningi við Sjúkratryggingar því kostnaður hefur farið langt fram úr áætlun. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, telur að hugsa þurfi kerfið upp á nýtt. „Við sameiningu spítalanna í Reykjavík var ekki farið í að efla LSH og byggja yfir alla hina sameinuðu starfsemi og þá gerðist það að sérgreinalæknar fóru að sækja í auknum mæli í einkarekstur utan spítalanna. Þannig hefur óskrifuð pólitísk stefna verið að auka rekstur sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsanna og heilsugæslu,“ segir Sigríður og telur þennan geira varinn með beltum og axlaböndum. „Heilbrigðisráðherra gerði samning 2014 við sérgreinalækna í sjálfstæðum rekstri sem hækkar til samræmis við verðlag og laun tvisvar á ári og stækkar árlega. Þetta þýðir að einkaþjónustan fær að vaxa meðan hin opinbera tekur á sig aðhald og niðurskurð.“ Á sama tíma og fé hefur nærri þrefaldast frá ríki til sérgreinalækna hefur opinber heilbrigðisþjónusta barist í bökkum að mati stjórnenda stofnana. Páll Matthíasson, forstjóri LSH, sagði í forstjórapistli sínum um fjárlagafrumvarpið að hann hefði miklar áhyggjur af stöðunni. „Þegar ég skoða fjárlagafrumvarp næsta árs þá líst mér ekki á blikuna. Ég hef þungar áhyggjur af því að þar skorti ekki aðeins fé til sóknar heldur í raun til óbreytts rekstrar,“ sagði Páll. Hvorki náðist í heilbrigðisráðherra né landlækni við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Greiðslur Sjúkratrygginga Íslands til sérgreinalækna á einkastofum hafa nærri þrefaldast frá árinu árinu 1997. Á árinu 2014 hækkuðu greiðslur um 1,3 milljarða króna frá fyrra ári. Formaður velferðarnefndar segir heilbrigðiskerfið þurfa heildarendurskoðun. Árið 1997 voru greiðslur til sérgreinalækna rúmir 2,7 milljarðar króna á verðlagi í lok árs 2015. Á árinu 2014 voru greiðslurnar orðnar 7,6 milljarðar króna á núvirði og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru líkur á að þegar árið 2015 verði að fullu gert upp slái sú upphæð met hvað varðar greiðslur til sérgreinalækna. Sjúkratryggingar Íslands ákváðu einhliða með tveggja daga fyrirvara í lok árs að loka á nýskráningar sérgreinalækna í samningi við Sjúkratryggingar því kostnaður hefur farið langt fram úr áætlun. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, telur að hugsa þurfi kerfið upp á nýtt. „Við sameiningu spítalanna í Reykjavík var ekki farið í að efla LSH og byggja yfir alla hina sameinuðu starfsemi og þá gerðist það að sérgreinalæknar fóru að sækja í auknum mæli í einkarekstur utan spítalanna. Þannig hefur óskrifuð pólitísk stefna verið að auka rekstur sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsanna og heilsugæslu,“ segir Sigríður og telur þennan geira varinn með beltum og axlaböndum. „Heilbrigðisráðherra gerði samning 2014 við sérgreinalækna í sjálfstæðum rekstri sem hækkar til samræmis við verðlag og laun tvisvar á ári og stækkar árlega. Þetta þýðir að einkaþjónustan fær að vaxa meðan hin opinbera tekur á sig aðhald og niðurskurð.“ Á sama tíma og fé hefur nærri þrefaldast frá ríki til sérgreinalækna hefur opinber heilbrigðisþjónusta barist í bökkum að mati stjórnenda stofnana. Páll Matthíasson, forstjóri LSH, sagði í forstjórapistli sínum um fjárlagafrumvarpið að hann hefði miklar áhyggjur af stöðunni. „Þegar ég skoða fjárlagafrumvarp næsta árs þá líst mér ekki á blikuna. Ég hef þungar áhyggjur af því að þar skorti ekki aðeins fé til sóknar heldur í raun til óbreytts rekstrar,“ sagði Páll. Hvorki náðist í heilbrigðisráðherra né landlækni við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira