Geir látinn laus á morgun: Enginn Íslendingur fengið jafnþungan dóm Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. september 2015 21:00 Guðrún Friðgeirsdóttir móðir Geirs, Sóley María Kristínardóttir, Geir Gunnarsson Þórisson, Kristín S. Bjarnadóttir og Shelby Thorisson, bróðurdóttir Geirs. Myndin er tekin nú í ágúst þegar mæðgurnar heimsóttu Geir í annað sinn. Vísir/Aðsend Geir Gunnarsson Þórisson, sem hefur setið inni í Bandaríkjunum í sautján ár, lýkur afplánun á morgun. Hann losnar úr Greensville-fangelsinu í Virginíu í fyrramálið klukkan átta að staðartíma eða tólf að íslenskum tíma. „Það verður ótrúlegur léttir fyrir hann að losna út á morgun,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir en hún og fjölskylda hennar hófu að skrifast á við Geir eftir að hann sagði sögu sína í Kastljósinu í ársbyrjun 2007. Kristín og dóttir hennar Sóley María Kristínardóttir hafa ásamt fleirum staðið fyrir fjársöfnun og söfnun á munum í búslóð fyrir Geir.Sjá einnig: Geta ekki beðið eftir að fá Geir heim Geir var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás árið 1998. Hann var sviptur landvistarleyfi í Bandaríkjunum og verður því vísað úr landi von bráðar.Gengur ekki að fá svör um framhaldið Geir fær þó ekki að fara til Íslands strax heldur verður hann fluttur í einhvers konar millibilsfangelsi fyrir fanga sem á að senda úr landi. „Við vitum ekkert hvað honum verður haldið lengi þar áður en honum er sleppt til Íslands, þeir gefa sér allt að fjórar til sex vikur. Það er svo skrýtið að það er ekki hægt að fá nein svör um hvernig aðstaðan er þar eða hvort við megum hafa samband við hann. Við vitum ekki einu sinni hvort verður hægt að hringja í hann eða hvernig heimsóknartímar eru. Bæði sendiráðið og hann sjálfur hafa reynt að fá svör en það er engin svör að fá. Við vitum að hann fær eitt símtal þegar hann kemur á staðinn og þá mun hann hringja í sendiráðið.“Mæðgurnar Kristín Bjarnadóttir og Sóley María Hauksdóttir ferðuðust vestur um haf til að heimsækja Geir í fyrra. Fréttablaðið/DaníelKristín segir söfnun fyrir Geir hafa gengið ágætlega. Safnað hafi verið í nánast fulla búslóð, hann er kominn með tímabundið húsnæði og hefur fengið atvinnutilboð. „Það eru margir velviljaðir sem hafa kynnt sér mál hans og eru tilbúnir til að styrkja hann, annaðhvort með peningum eða með því að leggja til hluti í búslóðina.“Sjá einnig: Hittast í fyrsta sinn eftir áralöng bréfaskrif Geir hefur náð að þroskast og vaxa í erfiðum aðstæðum að sögn Kristínar en hún lýsir honum sem einstaklega jákvæðum manni sem vill láta gott af sér leiða í samfélaginu. „Þetta er merkileg reynsla, enginn Íslendingur hefur setið inni svona lengi okkur vitanlega. Það hefur verið erfitt fyrir hann að búa við svona mikla einangrun og hálfilla meðferð. Fæðið er til dæmis ekki gott enda er sífellt verið að spara þarna úti þegar kemur að föngum.“Samfangar héldu kveðjuhóf Geir hélt lítið kveðjuhóf í dag fyrir hina fangana með veitingum úr sjálfsölum í fangelsinu auk þess sem hinir fangarnir héldu kveðjuhóf fyrir hann í gær. Hann er vel liðinn meðal samfanga sinna. „Maður finnur það,“ segir Kristín. „Ég heimsótti hann óvænt núna í ágúst. Sú heimsókn skipti miklu máli varðandi undirbúninginn fyrir heimkomu hans. Það er svo erfitt að eiga bréfaskipti, þetta tekur allt sinn tíma, allt er ritskoðað og tekur því enn lengri tíma, þannig að það var dýrmætt að geta átt almennilegt spjall um undirbúninginn.“ Sjá einnig: Á heimleið eftir 17 ára fangelsi: Vill hjálpa öðrum sem leiðst hafa út á ranga braut Kristín dvaldi hjá móður Geirs Guðrúnu Friðgeirsdóttir en hún segir þær eiga gott og náið samband. Móðir Geirs hyggst ferðast með honum til Íslands þegar hann verður sendur úr landi en óljóst er hvenær það verður eins og fyrr segir. „Það verður engin viðhöfn eða neitt slíkt þegar hann kemur til landsins, nánasta fjölskylda mun taka á móti þeim. Hann getur ekki beðið eftir að fá að koma. Það er líka búið að undirbúa hann vel. Honum hafa verið sendar margar úrklippur úr dagblöðum þannig að hann veit mikið um hvað er í gangi hér. Það var svolítið gaman í þessari heimsókn minni núna að hann var betur að sér í sumum málum en ég. Þannig að hann les allt í botn sem hann fær sent og kynnir sér málin.“ Ef fleiri vilja leggja sitt af mörkum til þess að aðstoða Geir þá er enn tekið við framlögum í Styrktarsjóð Geirs.Kennitala: 630307-0900 Reikningsnúmer: 0515-14-612840 Tengdar fréttir Hittast í fyrsta sinn eftir áralöng bréfaskrif "Við hugsuðum, hann er að brotna. Það verður einhver að hjálpa manninum. Við fengum heimilisfangið hans og fórum að skrifa honum. Við höfum verið pennavinir síðan, eða í sjö ár.“ 28. febrúar 2014 08:00 Geta ekki beðið eftir að fá Geir heim "Það er ótrulegt hvernig svona góður maður getur þrifist á svona hræðilegum stað." Þetta segja íslenskar mægður sem heimsóttu fangann Geir Þórisson í Greensville-fangelsið í Virginíu í vikunni. 12. mars 2014 19:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira
Geir Gunnarsson Þórisson, sem hefur setið inni í Bandaríkjunum í sautján ár, lýkur afplánun á morgun. Hann losnar úr Greensville-fangelsinu í Virginíu í fyrramálið klukkan átta að staðartíma eða tólf að íslenskum tíma. „Það verður ótrúlegur léttir fyrir hann að losna út á morgun,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir en hún og fjölskylda hennar hófu að skrifast á við Geir eftir að hann sagði sögu sína í Kastljósinu í ársbyrjun 2007. Kristín og dóttir hennar Sóley María Kristínardóttir hafa ásamt fleirum staðið fyrir fjársöfnun og söfnun á munum í búslóð fyrir Geir.Sjá einnig: Geta ekki beðið eftir að fá Geir heim Geir var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás árið 1998. Hann var sviptur landvistarleyfi í Bandaríkjunum og verður því vísað úr landi von bráðar.Gengur ekki að fá svör um framhaldið Geir fær þó ekki að fara til Íslands strax heldur verður hann fluttur í einhvers konar millibilsfangelsi fyrir fanga sem á að senda úr landi. „Við vitum ekkert hvað honum verður haldið lengi þar áður en honum er sleppt til Íslands, þeir gefa sér allt að fjórar til sex vikur. Það er svo skrýtið að það er ekki hægt að fá nein svör um hvernig aðstaðan er þar eða hvort við megum hafa samband við hann. Við vitum ekki einu sinni hvort verður hægt að hringja í hann eða hvernig heimsóknartímar eru. Bæði sendiráðið og hann sjálfur hafa reynt að fá svör en það er engin svör að fá. Við vitum að hann fær eitt símtal þegar hann kemur á staðinn og þá mun hann hringja í sendiráðið.“Mæðgurnar Kristín Bjarnadóttir og Sóley María Hauksdóttir ferðuðust vestur um haf til að heimsækja Geir í fyrra. Fréttablaðið/DaníelKristín segir söfnun fyrir Geir hafa gengið ágætlega. Safnað hafi verið í nánast fulla búslóð, hann er kominn með tímabundið húsnæði og hefur fengið atvinnutilboð. „Það eru margir velviljaðir sem hafa kynnt sér mál hans og eru tilbúnir til að styrkja hann, annaðhvort með peningum eða með því að leggja til hluti í búslóðina.“Sjá einnig: Hittast í fyrsta sinn eftir áralöng bréfaskrif Geir hefur náð að þroskast og vaxa í erfiðum aðstæðum að sögn Kristínar en hún lýsir honum sem einstaklega jákvæðum manni sem vill láta gott af sér leiða í samfélaginu. „Þetta er merkileg reynsla, enginn Íslendingur hefur setið inni svona lengi okkur vitanlega. Það hefur verið erfitt fyrir hann að búa við svona mikla einangrun og hálfilla meðferð. Fæðið er til dæmis ekki gott enda er sífellt verið að spara þarna úti þegar kemur að föngum.“Samfangar héldu kveðjuhóf Geir hélt lítið kveðjuhóf í dag fyrir hina fangana með veitingum úr sjálfsölum í fangelsinu auk þess sem hinir fangarnir héldu kveðjuhóf fyrir hann í gær. Hann er vel liðinn meðal samfanga sinna. „Maður finnur það,“ segir Kristín. „Ég heimsótti hann óvænt núna í ágúst. Sú heimsókn skipti miklu máli varðandi undirbúninginn fyrir heimkomu hans. Það er svo erfitt að eiga bréfaskipti, þetta tekur allt sinn tíma, allt er ritskoðað og tekur því enn lengri tíma, þannig að það var dýrmætt að geta átt almennilegt spjall um undirbúninginn.“ Sjá einnig: Á heimleið eftir 17 ára fangelsi: Vill hjálpa öðrum sem leiðst hafa út á ranga braut Kristín dvaldi hjá móður Geirs Guðrúnu Friðgeirsdóttir en hún segir þær eiga gott og náið samband. Móðir Geirs hyggst ferðast með honum til Íslands þegar hann verður sendur úr landi en óljóst er hvenær það verður eins og fyrr segir. „Það verður engin viðhöfn eða neitt slíkt þegar hann kemur til landsins, nánasta fjölskylda mun taka á móti þeim. Hann getur ekki beðið eftir að fá að koma. Það er líka búið að undirbúa hann vel. Honum hafa verið sendar margar úrklippur úr dagblöðum þannig að hann veit mikið um hvað er í gangi hér. Það var svolítið gaman í þessari heimsókn minni núna að hann var betur að sér í sumum málum en ég. Þannig að hann les allt í botn sem hann fær sent og kynnir sér málin.“ Ef fleiri vilja leggja sitt af mörkum til þess að aðstoða Geir þá er enn tekið við framlögum í Styrktarsjóð Geirs.Kennitala: 630307-0900 Reikningsnúmer: 0515-14-612840
Tengdar fréttir Hittast í fyrsta sinn eftir áralöng bréfaskrif "Við hugsuðum, hann er að brotna. Það verður einhver að hjálpa manninum. Við fengum heimilisfangið hans og fórum að skrifa honum. Við höfum verið pennavinir síðan, eða í sjö ár.“ 28. febrúar 2014 08:00 Geta ekki beðið eftir að fá Geir heim "Það er ótrulegt hvernig svona góður maður getur þrifist á svona hræðilegum stað." Þetta segja íslenskar mægður sem heimsóttu fangann Geir Þórisson í Greensville-fangelsið í Virginíu í vikunni. 12. mars 2014 19:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira
Hittast í fyrsta sinn eftir áralöng bréfaskrif "Við hugsuðum, hann er að brotna. Það verður einhver að hjálpa manninum. Við fengum heimilisfangið hans og fórum að skrifa honum. Við höfum verið pennavinir síðan, eða í sjö ár.“ 28. febrúar 2014 08:00
Geta ekki beðið eftir að fá Geir heim "Það er ótrulegt hvernig svona góður maður getur þrifist á svona hræðilegum stað." Þetta segja íslenskar mægður sem heimsóttu fangann Geir Þórisson í Greensville-fangelsið í Virginíu í vikunni. 12. mars 2014 19:30