Innlent

Geta ekki beðið eftir að fá Geir heim

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
„Það er ótrulegt hvernig svona góður maður getur þrifist á svona hræðilegum stað.“ Þetta segja íslenskar mægður sem heimsóttu fangann Geir Þórisson í Greensville-fangelsið í Virginíu í vikunni.

Í fréttum okkar í síðustu viku greindum við frá áformum mæðgnanna Kristínar Bjarnadóttur og Sóleyjar Maríu Hauksdóttur um að heimsækja Geir Þórisson sem setið hefur inni í Greensville- fangelsinu í sextán ár. Í vikunni hittust þau svo í fyrsta sinn eftir áralöng bréfaskrif. 

Mæðgurnar komu heim í dag og segja ferðina hafa verið ógleymanlega þó að aðstæður í fangelsinu hafi verið slæmar og öryggiseftirlitið strangt.

Geir líkur afplánun í september á næsta ári og verður honum strax vísað frá Bandaríkjunum. Hann hyggst hefja nýtt líf á Íslandi, en hann kom hingað síðast árið 1995.

Kristín og Sóley eru nú þegar byrjaðar undirbúa heimkoma og segjast ekki geta beðið eftir að fá Geir heim. Þær safna nú peningum svo hann geti komið undir sig fótunum þegar þar að kemur. Fyrir áhugasama er reikningurinn er á nafni Stellu Friðgeirsdóttur móðursystur Geirs.

Reikningsnúmer: 515-14-612840 Kennitala: 630307-0900


Tengdar fréttir

Hittast í fyrsta sinn eftir áralöng bréfaskrif

"Við hugsuðum, hann er að brotna. Það verður einhver að hjálpa manninum. Við fengum heimilisfangið hans og fórum að skrifa honum. Við höfum verið pennavinir síðan, eða í sjö ár.“

„Hann er breyttur maður“

Mæðgur frá Akureyri flugu í dag til Bandaríkjanna til að heimsækja íslenskan fanga sem setið hefur inni í Greensville-fangelsinu í Virginiu í sextán ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×