Síði bobbinn sækir í sig veðrið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2015 09:00 Svavar Örn hárgreiðslumeistari er hrifinn af klippingunni sem hann segir afslappaða og skemmtilega. Svokallaður „long bob“ eða síður bobbi hefur verið vinsæl klipping hjá stjörnunum vestanhafs og er að sama skapi að sækja í sig veðrið á hárgreiðslustofum landsins. Bobbi er stutt klipping þar sem hársíddin markast við kjálkalínu. Hinn klassíski bobbi er sléttur og eru vinsældir hans í Bretlandi oft raktar til fyrrverandi kryddpíunnar Victoriu Beckham en hún skartaði slíkri klippingu í kringum árið 2007 og svo hefur ritstjóri bandaríska Vogue, Anna Wintour, lengi skartað stuttum bobba með rennisléttum topp. Upphaf bobbans má þó rekja talsvert lengra aftur. Svavar Örn, hágreiðslumeistari á Senter í Tryggvagötu, segist hafa orðið var við auknar vinsældir klippingarinnar. „Allir þessir bobbar eru með smá liðum í, eins og þeir hafi fengið að þorna með saltspreyi í,“ segir Svavar og leggur áherslu á að lúkkið sé afslappað og skemmtilegt. „Síðast þegar þeir voru áberandi var þegar Victoria Beckham sem var með stutta bobbann sinn, þá var sléttujárnið svo svakalega inn,“ segir Svavar en nú segir hann sléttujárnið mest megnis notað til þess að búa til bylgjur og liði í hárið og minna beri á rennisléttum lokkum. „Þetta er afslappað og skemmtilegt,“ segir hann og bætir við: „Getur tekið þetta upp í gosbrunn, lítið tagl eða eitthvað. Það er ekki búið að taka það af þér.“ Svavar er ánægður með vinsældir síða bobbans og stemninguna sem honum fylgir. „Það er mjög skemmtilegt að vera hárgreiðslumaður í dag, maður er ekki bara að særa hárið,“ segir hann hress að lokum. Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Svokallaður „long bob“ eða síður bobbi hefur verið vinsæl klipping hjá stjörnunum vestanhafs og er að sama skapi að sækja í sig veðrið á hárgreiðslustofum landsins. Bobbi er stutt klipping þar sem hársíddin markast við kjálkalínu. Hinn klassíski bobbi er sléttur og eru vinsældir hans í Bretlandi oft raktar til fyrrverandi kryddpíunnar Victoriu Beckham en hún skartaði slíkri klippingu í kringum árið 2007 og svo hefur ritstjóri bandaríska Vogue, Anna Wintour, lengi skartað stuttum bobba með rennisléttum topp. Upphaf bobbans má þó rekja talsvert lengra aftur. Svavar Örn, hágreiðslumeistari á Senter í Tryggvagötu, segist hafa orðið var við auknar vinsældir klippingarinnar. „Allir þessir bobbar eru með smá liðum í, eins og þeir hafi fengið að þorna með saltspreyi í,“ segir Svavar og leggur áherslu á að lúkkið sé afslappað og skemmtilegt. „Síðast þegar þeir voru áberandi var þegar Victoria Beckham sem var með stutta bobbann sinn, þá var sléttujárnið svo svakalega inn,“ segir Svavar en nú segir hann sléttujárnið mest megnis notað til þess að búa til bylgjur og liði í hárið og minna beri á rennisléttum lokkum. „Þetta er afslappað og skemmtilegt,“ segir hann og bætir við: „Getur tekið þetta upp í gosbrunn, lítið tagl eða eitthvað. Það er ekki búið að taka það af þér.“ Svavar er ánægður með vinsældir síða bobbans og stemninguna sem honum fylgir. „Það er mjög skemmtilegt að vera hárgreiðslumaður í dag, maður er ekki bara að særa hárið,“ segir hann hress að lokum.
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira