Innlent

Grunaður fíkniefnasali beraði kynfæri sín að lögreglu

Höskuldur Kári Schram skrifar
Maðurinn gisti fangageymslur og verður yfirheyrður síðar í dag.
Maðurinn gisti fangageymslur og verður yfirheyrður síðar í dag. Vísir/Anton
Karlmaður var handtekinn á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt grunaður um sölu fíkniefna. Þegar lögreglan mætti á staðinn beraði hann kynfæri sín en í fórum hans fundust fíkniefni og hnífur. Maðurinn gisti fangageymslur og verður yfirheyrður síðar í dag.

Þá var annar karlmaður handtekinn á skemmtistað við Ingólfsstræti eftir að réðist á dyravörð. Í ljós kom að hann var með kannabis í fórum sínum og var hann færður í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×