Innlent

Vilja endurskoðun laga

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Ugla Stefanía ítrekar að það þurfi að endurskoða lög um kynáttunarvanda.
Ugla Stefanía ítrekar að það þurfi að endurskoða lög um kynáttunarvanda.
Í gærkvöldi var sérstök umræðusýning á kvikmyndinni Songs For Alexis með Samtökunum '78 og Trans-Ísland. Í sögunni er fjallað um Ryan sem er í kynleiðréttingarferli og verður ástfanginn.

Ugla Stefanía Jónsdóttir mætti á sýninguna fyrir hönd Trans-Íslands sem berst fyrir réttindum transfólks og minnti á baráttumál félagsins sem enn hefur ekki fengið byr. „Helsta baráttumál okkar er að lög um kynáttunarvanda séu endurskoðuð og þeim breytt. Við viljum að horfið sé frá þessari sjúkdómavæðingu og það verði vitundarvakning um málefni transfólks.“

Myndin Songs For Alexis var tilnefnd sem besta unglingamyndin á kvikmyndahátíðinni Tallin Black Nights 2014 og er á dagskrá Barnakvikmyndahátíðar í Bíó Paradís. Áhugasamir geta fræðst um sýningartíma myndarinnar hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.