Áhorfendur taka þátt í flugeldasýningunni Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2015 13:30 Sigga Soffía hafði mikinn áhuga á flugeldum áður en hún var beðin um að taka þátt í verkefninu. Vísir/Ernir Líkt og síðustu ár verður glæsileg flugeldasýning Vodafone á Menningarnótt til þess að enda dagskrána. Þriðja árið í röð verður Sigga Soffía listakona listrænn stjórnandi sýningarinnar en þetta verður í síðasta skiptið sem hún sinnir þessu hlutverki og mun verkið heita Stjörnubrim. Hún ætlar að fá áhorfendur til þess að taka þátt í herlegheitunum með því að kveikja á vasaljósunum á símunum sínum á ákveðnum tímapunkti. Í haust mun hún setja upp sömu sýningu nema á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu með Íslenska Dansflokknum. „Til þess að loka þessum þríleik sem ég hef verið með seinustu árin þá ákvað ég að hafa lokaverkið tvískipt. Annars vegar flugeldasýningu á Menningarnótt sem verður skotið upp af hjálparsveit skáta í Reykjavík og hins vegar með Íslenska Dansflokknum í Borgarleikhúsinu.“ segir Sigga en hún er að leggja lokahönd á undirbúning flugeldasýningarinnar. Flugeldunum verður skotið upp á fimm stöðum í miðbænum en það verður líklegast í síðasta skiptið sem slíkt verður gert þar sem mikið af nýjum byggingum mun rísa þar á næstunni. „Best er að sjá sýninguna frá Arnarhóli og eftir beygjunni á Geirsgötu að bílastæðinu á höfninni. Við verðum ekki með tónlist undir eins og í fyrra heldur ætlum við að leyfa sprengjuglyminum að sjá um það.“ Yfir 1.000 bombur verða sprengdar á laugardagskvöldið auk fjölda skotkaka. Á ákveðnum tímapunkti verksins verður mynduð þoka úr flugeldum í nágrenni skotstaðarins í Hörpugrunni. Þá munu áhorfendur verða beðnir um að kveikja á flassi á snjallsímum sínum og þannig mynda stjörnubjartan himin sem verður mikið sjónarspil enda hafa yfirleitt 80.000 manns verið viðstödd sýninguna. Sigga Soffía hafði lengi haft áhuga á flugeldum þegar hún var beðin um að stjórna sýningunni fyrir tveimur árum. „Ég hafði verið að grúska í þessu og var búin að kynna mér þetta áður en ég var beðin um að koma í kynningu. Þegar maður velur flugeldana þá horfir maður aðallega á kraftinn í þeim. Ég horfi á litinn, tímalengdina, hraðann, hvort þeir séu harðir og agressívir og margt fleira. Þetta er voða svipað og það sem maður leitar í dönsurum þegar maður semur dans.“ Bomburnar eru allar sérinnfluttar sýningarbombur sem eru mun öflugri en þær sem seldar eru í búðum hér fyrir áramót. Sigga fylgist vel með nýjustu flugeldunum sem eru sýndir í Japan á hverju ári. Hægt verður að fylgjast með undirbúningnum á Snapchat með því að fylgja vodafoneis. Tengdar fréttir Hvetja til virkrar samveru á Menningarnótt Saman Hópurinn hvetur til virkrar samveru foreldrar og barna á Menningarnótt um næstu helgi en rannsóknir hafa sýnt að hún er ein besta forvörnin gegn óreglu barna- og unglinga. 16. ágúst 2015 12:00 Von á úrkomu á maraþonhlaupara og gesti Menningarnætur Vot afmælishátíð í vændum. 18. ágúst 2015 11:11 Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
Líkt og síðustu ár verður glæsileg flugeldasýning Vodafone á Menningarnótt til þess að enda dagskrána. Þriðja árið í röð verður Sigga Soffía listakona listrænn stjórnandi sýningarinnar en þetta verður í síðasta skiptið sem hún sinnir þessu hlutverki og mun verkið heita Stjörnubrim. Hún ætlar að fá áhorfendur til þess að taka þátt í herlegheitunum með því að kveikja á vasaljósunum á símunum sínum á ákveðnum tímapunkti. Í haust mun hún setja upp sömu sýningu nema á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu með Íslenska Dansflokknum. „Til þess að loka þessum þríleik sem ég hef verið með seinustu árin þá ákvað ég að hafa lokaverkið tvískipt. Annars vegar flugeldasýningu á Menningarnótt sem verður skotið upp af hjálparsveit skáta í Reykjavík og hins vegar með Íslenska Dansflokknum í Borgarleikhúsinu.“ segir Sigga en hún er að leggja lokahönd á undirbúning flugeldasýningarinnar. Flugeldunum verður skotið upp á fimm stöðum í miðbænum en það verður líklegast í síðasta skiptið sem slíkt verður gert þar sem mikið af nýjum byggingum mun rísa þar á næstunni. „Best er að sjá sýninguna frá Arnarhóli og eftir beygjunni á Geirsgötu að bílastæðinu á höfninni. Við verðum ekki með tónlist undir eins og í fyrra heldur ætlum við að leyfa sprengjuglyminum að sjá um það.“ Yfir 1.000 bombur verða sprengdar á laugardagskvöldið auk fjölda skotkaka. Á ákveðnum tímapunkti verksins verður mynduð þoka úr flugeldum í nágrenni skotstaðarins í Hörpugrunni. Þá munu áhorfendur verða beðnir um að kveikja á flassi á snjallsímum sínum og þannig mynda stjörnubjartan himin sem verður mikið sjónarspil enda hafa yfirleitt 80.000 manns verið viðstödd sýninguna. Sigga Soffía hafði lengi haft áhuga á flugeldum þegar hún var beðin um að stjórna sýningunni fyrir tveimur árum. „Ég hafði verið að grúska í þessu og var búin að kynna mér þetta áður en ég var beðin um að koma í kynningu. Þegar maður velur flugeldana þá horfir maður aðallega á kraftinn í þeim. Ég horfi á litinn, tímalengdina, hraðann, hvort þeir séu harðir og agressívir og margt fleira. Þetta er voða svipað og það sem maður leitar í dönsurum þegar maður semur dans.“ Bomburnar eru allar sérinnfluttar sýningarbombur sem eru mun öflugri en þær sem seldar eru í búðum hér fyrir áramót. Sigga fylgist vel með nýjustu flugeldunum sem eru sýndir í Japan á hverju ári. Hægt verður að fylgjast með undirbúningnum á Snapchat með því að fylgja vodafoneis.
Tengdar fréttir Hvetja til virkrar samveru á Menningarnótt Saman Hópurinn hvetur til virkrar samveru foreldrar og barna á Menningarnótt um næstu helgi en rannsóknir hafa sýnt að hún er ein besta forvörnin gegn óreglu barna- og unglinga. 16. ágúst 2015 12:00 Von á úrkomu á maraþonhlaupara og gesti Menningarnætur Vot afmælishátíð í vændum. 18. ágúst 2015 11:11 Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
Hvetja til virkrar samveru á Menningarnótt Saman Hópurinn hvetur til virkrar samveru foreldrar og barna á Menningarnótt um næstu helgi en rannsóknir hafa sýnt að hún er ein besta forvörnin gegn óreglu barna- og unglinga. 16. ágúst 2015 12:00
Von á úrkomu á maraþonhlaupara og gesti Menningarnætur Vot afmælishátíð í vændum. 18. ágúst 2015 11:11