Innlent

Tökum okkur saman í andlitinu

Snærós Sindradóttir skrifar
Katrín segir ljóst að Samfylkingin nái ekki til þjóðarinnar eins og staðan er í dag.
Katrín segir ljóst að Samfylkingin nái ekki til þjóðarinnar eins og staðan er í dag. vísir/GVA
„Ég lít svo á að könnunin sé enn ein vísbendingin til okkar um að við þurfum að taka okkur saman í andlitinu,“ segir Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingar, um nýja könnun MMR. Samfylkingin hefur aldrei mælst minni.

Katrín bendir á að nýlega hafi formaður verið kosinn í Samfylkinginnu. „Það þurfa allir að skoða sína stöðu. Það er ekkert bara formaðurinn. Við þurfum að vara vandlega yfir þetta í sameiningu, öll. Af hverju við séum ekki að ná betri árangri en þetta.“

Katrín Jakobsdóttir
VG mælist þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist taka tölum kannanarinnar með fyrirvara. Lítil breyting hafi verið á fylgi flokksins síðastliðin tvö ár þrátt fyrir að vera þriðji stærstur nú. „Við gleðjumst yfir því að þokast aðeins upp á við. Með þeim fyrirvara þó að við erum búin að vera mjög stabíl í tvö ár, í kringum níu til ellefu prósent.“ 

Samkvæmt könnuninni eru Píratar stærstir með 33,2 prósent, Sjálfstæðisflokkur næstur með 23,8 prósent. Þá eru Vinstri græn með 12,0 prósent, Framsóknarflokkur með 10,6 prósent og Samfylking með 9,3 prósent. Björt Framtíð rekur lestina með 5,6 prósent. - snæ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×