Kerfið hefur kostað neytendur milljarða Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. júní 2015 07:00 Lagt er til að framleiðslukvótar og opinbert heildsöluverð á mjólk verði lagt af. Fréttablaðið/Stefán Íslenskir neytendur hefðu sparað átta milljarða króna á ári frá 2011 til 2013 ef boðið hefði verið upp á innflutning á mjólkurafurðum. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem kom út á þriðjudag. Árin 2011 til 2013 kostaði mjólk á innlendum markaði neytendur og ríkið um 15 milljarða króna árlega. Stofnunin áætlar að innflutningur á mjólk myndi skapa sparnað upp á átta milljarða. Íslensk mjólk er dýrari í framleiðslu en innflutt mjólk frá öðrum ríkjum. Hagfræðistofnun leggur til að innflutningstollar á mjólkurafurðir verði lækkaðir í 20 prósent til að lækka verð til neytenda. Þá skapist vettvangur til að bjóða upp á erlenda mjólkurvöru hér á landi en að íslensk framleiðsla haldist áfram samkeppnishæf. Í skýrslunni er bent á að afnám tolla á innflutning á grænmeti hafi skilað sér vel og því mætti ætla að svipað myndi skila sér með mjólkurafurðir. Þar kemur einnig fram að skilvirkni í mjólkurframleiðslu hafi skilað sér í lægra verði til neytenda en mjólkurverð hefur hækkað minna en verð á öðrum neysluvörum frá árinu 2003. Auk þess kemur þar fram að opinber framlög til búvöruframleiðslu námu 5 prósentum af landsframleiðslu fyrir 30 árum en einu prósenti í dag. Í dag rennur stór hluti landbúnaðarstyrkja til fjármálastofnana og þeirra sem ekki stunda búskap lengur. Því er ljóst að bændur njóta ekki styrkjanna sem skyldi og lagðar eru til breytingar á stuðningskerfinu. Hagfræðistofnun leggur til að framleiðslukvótar og opinbert heildsöluverð á mjólk verði aflagt og á móti verði tekið upp styrktarkerfi á borð við byggðastyrki í formi skattaafsláttar, greiðslur fyrir að eiga tiltekinn fjölda nautgripa og greiðslur fyrir magn af heyi sem aflað er. Þá er einnig lagt til að undanþágur mjólkurvinnslufyrirtækja frá samkeppnislögum verði felldar niður. Bændasamtök Íslands og Landssamtök kúabænda gagnrýna ýmsar forsendur og tillögur skýrslunnar en í umsögn þeirra benda samtökin meðal annars á að eftirgjöf á opinberum álögum hafi ekki alltaf skilað sér til neytenda líkt og verðkannanir ASÍ hafa gefið til kynna. Í umsögninni er bent á að hagræðing í kerfinu og lækkun heildsölu- og smásöluverðs hafi skilað sér til neytenda. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Íslenskir neytendur hefðu sparað átta milljarða króna á ári frá 2011 til 2013 ef boðið hefði verið upp á innflutning á mjólkurafurðum. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem kom út á þriðjudag. Árin 2011 til 2013 kostaði mjólk á innlendum markaði neytendur og ríkið um 15 milljarða króna árlega. Stofnunin áætlar að innflutningur á mjólk myndi skapa sparnað upp á átta milljarða. Íslensk mjólk er dýrari í framleiðslu en innflutt mjólk frá öðrum ríkjum. Hagfræðistofnun leggur til að innflutningstollar á mjólkurafurðir verði lækkaðir í 20 prósent til að lækka verð til neytenda. Þá skapist vettvangur til að bjóða upp á erlenda mjólkurvöru hér á landi en að íslensk framleiðsla haldist áfram samkeppnishæf. Í skýrslunni er bent á að afnám tolla á innflutning á grænmeti hafi skilað sér vel og því mætti ætla að svipað myndi skila sér með mjólkurafurðir. Þar kemur einnig fram að skilvirkni í mjólkurframleiðslu hafi skilað sér í lægra verði til neytenda en mjólkurverð hefur hækkað minna en verð á öðrum neysluvörum frá árinu 2003. Auk þess kemur þar fram að opinber framlög til búvöruframleiðslu námu 5 prósentum af landsframleiðslu fyrir 30 árum en einu prósenti í dag. Í dag rennur stór hluti landbúnaðarstyrkja til fjármálastofnana og þeirra sem ekki stunda búskap lengur. Því er ljóst að bændur njóta ekki styrkjanna sem skyldi og lagðar eru til breytingar á stuðningskerfinu. Hagfræðistofnun leggur til að framleiðslukvótar og opinbert heildsöluverð á mjólk verði aflagt og á móti verði tekið upp styrktarkerfi á borð við byggðastyrki í formi skattaafsláttar, greiðslur fyrir að eiga tiltekinn fjölda nautgripa og greiðslur fyrir magn af heyi sem aflað er. Þá er einnig lagt til að undanþágur mjólkurvinnslufyrirtækja frá samkeppnislögum verði felldar niður. Bændasamtök Íslands og Landssamtök kúabænda gagnrýna ýmsar forsendur og tillögur skýrslunnar en í umsögn þeirra benda samtökin meðal annars á að eftirgjöf á opinberum álögum hafi ekki alltaf skilað sér til neytenda líkt og verðkannanir ASÍ hafa gefið til kynna. Í umsögninni er bent á að hagræðing í kerfinu og lækkun heildsölu- og smásöluverðs hafi skilað sér til neytenda.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira