Hundruð bíða endurhæfingar Svavar Hávarðsson skrifar 4. september 2015 07:00 Fjárveitingar hins opinbera gera ráð fyrir að 1.100 manns sé hjálpað á Reykjalundi – en mörg hundruð komast ekki að fyrr en seint og um síðir. Endurhæfingarstofnuninni á Reykjalundi berast á hverju ári miklum mun fleiri umsóknir en mögulegt er að sinna. Því eru biðlistar þar langir og hver sem þarf á þjónustunni að halda getur þurft að bíða mánuðum saman. „Í gegnum tíðina hafa biðlistar verið langir og það er mjög ófullnægjandi að þurfa að búa við slíkt. Eðli endurhæfingarþjónustu er að reyna að grípa inn í snemma eða eins fljótt og unnt er í sjúkdómsferlinu til að sporna gegn frekari skerðingu á færni einstaklinga og ótímabærri örorku í mörgum tilvikum,“ segir Magnús Ólason, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Á undanförnum árum hafa borist 50% fleiri beiðnir en hægt er að sinna. Á Reykjalundi eru endurhæfðir 1.100 einstaklingar á ári, samkvæmt þjónustusamningi. Árið 2012 bárust 1.870 beiðnir, 1.930 árið 2013 og 1.860 í fyrra. Umsóknir verða síst færri í ár, segir Magnús. Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónustan og þátttaka hins opinbera í kostnaði við hana er skilgreind í þjónustusamningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Reykjalundar. „Við höfum þurft að breyta starfseminni eftir hrun, en síðan hefur fjárveiting til Reykjalundar verið skert um u.þ.b. 30% og hér hefur starfsmönnum fækkað á þessum árum um 20 stöðugildi – eða á milli áranna 2007-2014. Starfsemin hefur verið færð að mestum hluta yfir á dagdeildarrekstur, auk göngudeildarstarfsemi og lítillar sólarhringsdeildar fyrir þá sjúklinga sem þurfa mesta þjónustu,“ segir Magnús. Á Reykjalundi hefur verið reynt eftir mætti að þjónusta unga einstaklinga sem heyra ekki lengur undir þjónustu barna- eða unglingadeilda [eftir 18 ára aldur], svo sem t.d. unga heilaskaðaða. „En bið þeirra eftir þjónustu hér er þó alltof löng að okkar mati,“ segir Magnús sem bætir við að vegna þessarar miklu eftirspurnar eftir þjónustu hafi starfsfólk á Reykjalundi neyðst til að benda mörgum sem sækjast eftir því að komast á Reykjalund á önnur úrræði, ef þess er nokkur kostur. „Ég sé hins vegar fyrir mér að með aukinni fjárveitingu væru möguleikar á að efla þjónustu nokkurra sviða hér á Reykjalundi, m.a. á starfsendurhæfingarsviði, en það myndi skila sér margfalt til baka til þjóðfélagsins.“ Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Endurhæfingarstofnuninni á Reykjalundi berast á hverju ári miklum mun fleiri umsóknir en mögulegt er að sinna. Því eru biðlistar þar langir og hver sem þarf á þjónustunni að halda getur þurft að bíða mánuðum saman. „Í gegnum tíðina hafa biðlistar verið langir og það er mjög ófullnægjandi að þurfa að búa við slíkt. Eðli endurhæfingarþjónustu er að reyna að grípa inn í snemma eða eins fljótt og unnt er í sjúkdómsferlinu til að sporna gegn frekari skerðingu á færni einstaklinga og ótímabærri örorku í mörgum tilvikum,“ segir Magnús Ólason, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Á undanförnum árum hafa borist 50% fleiri beiðnir en hægt er að sinna. Á Reykjalundi eru endurhæfðir 1.100 einstaklingar á ári, samkvæmt þjónustusamningi. Árið 2012 bárust 1.870 beiðnir, 1.930 árið 2013 og 1.860 í fyrra. Umsóknir verða síst færri í ár, segir Magnús. Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónustan og þátttaka hins opinbera í kostnaði við hana er skilgreind í þjónustusamningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Reykjalundar. „Við höfum þurft að breyta starfseminni eftir hrun, en síðan hefur fjárveiting til Reykjalundar verið skert um u.þ.b. 30% og hér hefur starfsmönnum fækkað á þessum árum um 20 stöðugildi – eða á milli áranna 2007-2014. Starfsemin hefur verið færð að mestum hluta yfir á dagdeildarrekstur, auk göngudeildarstarfsemi og lítillar sólarhringsdeildar fyrir þá sjúklinga sem þurfa mesta þjónustu,“ segir Magnús. Á Reykjalundi hefur verið reynt eftir mætti að þjónusta unga einstaklinga sem heyra ekki lengur undir þjónustu barna- eða unglingadeilda [eftir 18 ára aldur], svo sem t.d. unga heilaskaðaða. „En bið þeirra eftir þjónustu hér er þó alltof löng að okkar mati,“ segir Magnús sem bætir við að vegna þessarar miklu eftirspurnar eftir þjónustu hafi starfsfólk á Reykjalundi neyðst til að benda mörgum sem sækjast eftir því að komast á Reykjalund á önnur úrræði, ef þess er nokkur kostur. „Ég sé hins vegar fyrir mér að með aukinni fjárveitingu væru möguleikar á að efla þjónustu nokkurra sviða hér á Reykjalundi, m.a. á starfsendurhæfingarsviði, en það myndi skila sér margfalt til baka til þjóðfélagsins.“
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira