Mætti grisja um 30 prósent Sveinn Arnarsson skrifar 5. september 2015 09:00 Landgræðslustjóri segir að það myndi skipta sköpum ef hægt væri að fækka sauðfé á beit á sumum stöðum. Fréttablaðið/Stefán Ef íslenskir sauðfjárbændur myndu aðeins framleiða lambakjöt fyrir íslenskan markað væri hægt að minnka sauðfjárstofninn um 30 prósent. Þetta er mat Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Félags sauðfjárbænda, segir þetta rétt hjá honum en ætlunin sé ekki einungis að framleiða lambakjöt fyrir innanlandsmarkað. Þann 1. ágúst síðastliðinn, mánuði fyrir sláturtíð, voru til tæp tvö þúsund tonn í frystigeymslum sláturhúsa frá síðustu sláturtíð. Einnig fara um þúsund tonn í útflutning. Framleiðsla lambakjöts er um tíu þúsund tonn á ári. „Ef bændur hugsa einungis um að framleiða ofan í íslenskan markað er einsýnt að hér er allt of margt fé,“ segir Þórólfur. „Þetta er kostnaðarsamur landbúnaður bæði fyrir hið opinbera og svo gengur féð um á illa förnum afréttum víða hér á landi.“Þórarinn Ingi PéturssonÞórarinn Ingi segir hægt að leika sér að tölum út í hið óendanlega en segir sauðfjárbændur hugsa sér nú að selja kjöt út á vel borgandi markaði. „Við erum að markaðssetja lambið okkar sem einstakt í heiminum. Hér hefur stofninn verið nánast einangraður frá 874 og það er okkar sérstaða. Því erum við að reyna að upprunamerkja lambakjötið okkar og selja það dýrt inn á háklassaveitingastaði erlendis,“ segir Þórarinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 38 milljarðar rúmir hefðu farið í beingreiðslur til sauðfjárbænda frá 2007 án þess að kannað væri hvort markmið samnings við sauðfjárbændur væru að nást. Þórarinn bendir á að þessir peningar fari allir inn í hagkerfið og búi til afleidd störf. „Við lifum ekki á því að selja hvert öðru gallabuxur, við lærðum það árið 2007,“ segir Þórarinn Ingi. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir það geta skipt sköpum fyrir landið ef hægt væri að fækka sauðfé á beit á sumum svæðum. „Ef næðist samkomulag um hvar á landinu þessi fækkun gæti átt sér stað myndi það hafa gríðarlega jákvæð áhrif á landið. Hins vegar ef það fækkar jafnt og þétt um allt landið gæti það ekki haft mikil áhrif. Það eru tiltölulega fáir bændur að nýta þessa illa förnu afrétti sem við vitum af á eldfjallasvæðum landsins.“ Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Ef íslenskir sauðfjárbændur myndu aðeins framleiða lambakjöt fyrir íslenskan markað væri hægt að minnka sauðfjárstofninn um 30 prósent. Þetta er mat Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Félags sauðfjárbænda, segir þetta rétt hjá honum en ætlunin sé ekki einungis að framleiða lambakjöt fyrir innanlandsmarkað. Þann 1. ágúst síðastliðinn, mánuði fyrir sláturtíð, voru til tæp tvö þúsund tonn í frystigeymslum sláturhúsa frá síðustu sláturtíð. Einnig fara um þúsund tonn í útflutning. Framleiðsla lambakjöts er um tíu þúsund tonn á ári. „Ef bændur hugsa einungis um að framleiða ofan í íslenskan markað er einsýnt að hér er allt of margt fé,“ segir Þórólfur. „Þetta er kostnaðarsamur landbúnaður bæði fyrir hið opinbera og svo gengur féð um á illa förnum afréttum víða hér á landi.“Þórarinn Ingi PéturssonÞórarinn Ingi segir hægt að leika sér að tölum út í hið óendanlega en segir sauðfjárbændur hugsa sér nú að selja kjöt út á vel borgandi markaði. „Við erum að markaðssetja lambið okkar sem einstakt í heiminum. Hér hefur stofninn verið nánast einangraður frá 874 og það er okkar sérstaða. Því erum við að reyna að upprunamerkja lambakjötið okkar og selja það dýrt inn á háklassaveitingastaði erlendis,“ segir Þórarinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 38 milljarðar rúmir hefðu farið í beingreiðslur til sauðfjárbænda frá 2007 án þess að kannað væri hvort markmið samnings við sauðfjárbændur væru að nást. Þórarinn bendir á að þessir peningar fari allir inn í hagkerfið og búi til afleidd störf. „Við lifum ekki á því að selja hvert öðru gallabuxur, við lærðum það árið 2007,“ segir Þórarinn Ingi. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir það geta skipt sköpum fyrir landið ef hægt væri að fækka sauðfé á beit á sumum svæðum. „Ef næðist samkomulag um hvar á landinu þessi fækkun gæti átt sér stað myndi það hafa gríðarlega jákvæð áhrif á landið. Hins vegar ef það fækkar jafnt og þétt um allt landið gæti það ekki haft mikil áhrif. Það eru tiltölulega fáir bændur að nýta þessa illa förnu afrétti sem við vitum af á eldfjallasvæðum landsins.“
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira