Innlent

Vatn flæddi um 300 fermetra verslunarhúsnæði í Mjódd

Gissur Sigurðsson skrifar
Slökkviliðið var rúmar tvær klukkustundir á vettvangi í Mjóddinni.
Slökkviliðið var rúmar tvær klukkustundir á vettvangi í Mjóddinni. VÍSIR/STEFÁN
Vatn tók að flæða um gólfið á 300 fermetra verslunarhúsnæði í Mjódd upp úr klukkan eitt í nótt og gerði viðvörunarkerfi slökkviliðinu viðvart. Það mætti á staðinn og stöðvaði lekann.

Slökkviliðið var rúmar tvær klukkustundir á vettvangi, eða þar til hreinsunarfólk á vegum tryggingafélags mætti á staðinn og kláraði að hreinsa vatnið út.

Tjónið hefur ekki verið metið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×