Óskiljanleg hækkun stýrivaxta að mati verkalýðsforingja Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2015 12:49 Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína upp í 5,75 prósent í morgun sem er þriðja stýrivaxtahækkun bankans á árinu. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir þessa hækkun óskiljanlega á sama tíma og kjarasamningar hafi ekki þrýst verðbólgunni upp eins og bankinn hafi spáð að þeir myndu gera. Stýrivextir Seðlabankans voru 4,5 prósent áður en þeir voru hækkaðir fyrst á þessu ári í júní. Bankinn hækkaði vextina svo í annað sinn í ágúst og í þriðja sinn nú í morgun um 0,25 prósentustig. Stýrivextirnir eru nú 5,75 prósent, 1,25 prósentustigi hærri en þeir voru í júní. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir undarlegt hvernig Seðlabankinn beiti sér. „Sérstaklega í ljósi þess að verðbólgan hér á landi er í sögulegu lágmarki. Hún er einungis 1,8 prósent núna samkvæmt nýjustu mælingum og hefur verið mjög stöðug um all langa hríð.Þrátt fyrir að við höfum gengið frá kjarasmningum við stóran hluta af íslensku launafólki,“ segir Vilhjálmur. Í rökstuðningi Seðlabankans segir að spáð sé 4,6 prósenta hagvexti á þessu ári og að innlend eftirspurn muni aukast um 7 prósent á árinu. Þótt verðbólga hafi að undanförnu verið minni en spáð hafi verið og undir markmiði bankans, sem stafi einkum af meiri lækkun alþjóðlegs hrávöru- og olíuverðs og hækkun á gengi krónunnar - sem hafi vegið á móti auknum verðbólguþrýstingi af innlendum toga. Verðbólguhorfur til skamms tíma séu af ofangreindum ástæðum töluvert betri en Seðlabankinn spáði í ágúst en til lengri tíma litið hafi þær lítið breyst. Og það er sú verðbólguspá sem ræður mestu um hækkun stýrivaxtanna. Vilhjálmur spár Seðlabankans um áhrif launahækkana á verðbólgu einfaldlega ekki hafa ræst. Það hafi til að mynda verið verðhjöðnun í þar síðasta mánuði upp á 0,4 prósent og verðbólga hafi einungis hækkað um 0,1 prósent í síðasta mánuði. „Þannig að þessi ákvörðun Seðlabankans er gjörsamlega óskiljanleg með öllu. Það er líka alveg með ólíkindum þegar Seðlabankinn er að bregðast við hækkunum á launum launafólks og segja að atvinnulífið eigi í erfiðleikum með að standa straum af þeim launahækkunum sem af eim hlýst spyr ég á móti: Hefur það engin áhrif að hækka álögur á t.d. á heimili og fyrirtæki þessa lands með þessum hætti sem þeir eru að gera,“ segir Vilhjálmur. En Seðabankinn skýrir einnig vaxtahækkun sína með framistöðu stjórnvalda, því í rökstuðningi bankans segir að einnig sé tekið mið af því að frumvarp til fjárlaga feli í sér nokkra slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum að teknu tilliti til hagsveiflu. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína upp í 5,75 prósent í morgun sem er þriðja stýrivaxtahækkun bankans á árinu. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir þessa hækkun óskiljanlega á sama tíma og kjarasamningar hafi ekki þrýst verðbólgunni upp eins og bankinn hafi spáð að þeir myndu gera. Stýrivextir Seðlabankans voru 4,5 prósent áður en þeir voru hækkaðir fyrst á þessu ári í júní. Bankinn hækkaði vextina svo í annað sinn í ágúst og í þriðja sinn nú í morgun um 0,25 prósentustig. Stýrivextirnir eru nú 5,75 prósent, 1,25 prósentustigi hærri en þeir voru í júní. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir undarlegt hvernig Seðlabankinn beiti sér. „Sérstaklega í ljósi þess að verðbólgan hér á landi er í sögulegu lágmarki. Hún er einungis 1,8 prósent núna samkvæmt nýjustu mælingum og hefur verið mjög stöðug um all langa hríð.Þrátt fyrir að við höfum gengið frá kjarasmningum við stóran hluta af íslensku launafólki,“ segir Vilhjálmur. Í rökstuðningi Seðlabankans segir að spáð sé 4,6 prósenta hagvexti á þessu ári og að innlend eftirspurn muni aukast um 7 prósent á árinu. Þótt verðbólga hafi að undanförnu verið minni en spáð hafi verið og undir markmiði bankans, sem stafi einkum af meiri lækkun alþjóðlegs hrávöru- og olíuverðs og hækkun á gengi krónunnar - sem hafi vegið á móti auknum verðbólguþrýstingi af innlendum toga. Verðbólguhorfur til skamms tíma séu af ofangreindum ástæðum töluvert betri en Seðlabankinn spáði í ágúst en til lengri tíma litið hafi þær lítið breyst. Og það er sú verðbólguspá sem ræður mestu um hækkun stýrivaxtanna. Vilhjálmur spár Seðlabankans um áhrif launahækkana á verðbólgu einfaldlega ekki hafa ræst. Það hafi til að mynda verið verðhjöðnun í þar síðasta mánuði upp á 0,4 prósent og verðbólga hafi einungis hækkað um 0,1 prósent í síðasta mánuði. „Þannig að þessi ákvörðun Seðlabankans er gjörsamlega óskiljanleg með öllu. Það er líka alveg með ólíkindum þegar Seðlabankinn er að bregðast við hækkunum á launum launafólks og segja að atvinnulífið eigi í erfiðleikum með að standa straum af þeim launahækkunum sem af eim hlýst spyr ég á móti: Hefur það engin áhrif að hækka álögur á t.d. á heimili og fyrirtæki þessa lands með þessum hætti sem þeir eru að gera,“ segir Vilhjálmur. En Seðabankinn skýrir einnig vaxtahækkun sína með framistöðu stjórnvalda, því í rökstuðningi bankans segir að einnig sé tekið mið af því að frumvarp til fjárlaga feli í sér nokkra slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum að teknu tilliti til hagsveiflu.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira