Innlent

Vilja nýjan spítala á Vífilsstöðum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mikill meirihluti er ósáttur við staðsetningu nýs spítala við Hringbraut, samkvæmt óformlegri könnun Samtaka um betri spítala á betri stað. Langflestir þeirra sem tóku þátt í könnuninni vilja nýjan spítala á Vífilsstöðum.

Rúmlega tvö þúsund og tvö hundruð tóku þátt í rafrænni könnun samtakanna. Af þeim sögðust 76 prósent þeirra vera mjög eða frekar ósáttir við staðsetningu nýs Landspítala við Hringbraut. Flestir, eða 38 prósent vilja nýjan spítala á Vífilsstöðum, næst flestir vilja sjá hann í Fossvogi eða 24 prósent og um fimmtán prósent vilja sjá hann við Elliðavog.

Þó er ekki hægt að segja að könnunin gefi skýra mynd af skoðunum þjóðarinnar, þar sem hún var ekki framkvæmd af viðurkenndu könnunarfyrirtæki. Því verður ráðist í aðra könnun í næstu viku en niðurstöðum beggja þeirra verður skilað til ríkisstjórnar og borgaryfirvalda þar sem þess verður krafist að gert verði nýtt faglegt staðarval.

Guðjón segir að samkvæmt útreikningum samtakanna kosti um 1,8 milljörðum minna að byggja nýjan spítala í Fossvogi og um 4,6 milljörðum minna að byggja nýjan spítala frá grunni við Elliðavog.vísir
„Við erum búin að skila skýrslu með útreikningum sem hafa verið yfirfærðir af KPMG um hagkvæmni mismunandi staðsetninga. Það kemur í ljós að ef núvirt hagræði miðað við Hringbrautina, að núvirkt hagræði af því að byggja í Fossvoginum eru um það bil 63 milljarðar og núvirt hagræði af því að byggja á „Besta stað“ er 102 milljarðar króna ,”  segir Guðjón Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri Samtaka um betri spítala á betri stað.

Hann segir að samkvæmt útreikningum samtakanna kosti um 1,8 milljörðum minna að byggja nýjan spítala í Fossvogi og um 4,6 milljörðum minna að byggja nýjan spítala frá grunni við Elliðavog, þegar söluverðmæti eigna við Hringbraut, Fossvog og víðar hefur verið dregið frá. Þá sýni útreikningar samtakanna að fjárfesting í umferðarmannvirkjum yrði 15 milljörðum lægri við Elliðavog.

„Þarna er búið að taka saman í eina tölu allan framtíðar ávinninginn, því á hverju einasta ári verður mikill ávinningur af því að hafa flutt spítalann. Það er vegna þess að á hverjum sólarhring er áætlað að það komi um níu þúsund ferðir að spítalanum þegar búið er að sameina hann á einn stað.”

Guðjón segir úttekt á staðarvali á spítalanum við Hringbraut úrelta. Það sé meðal annars vegna aukins ferðamannastraums.

„Þessi staðarvöl sem hafa verið í gangi og voru framkvæmd fyrir nokkrum árum síðan eru úrelt. Það er búið að breytast svo mikið varðandi til dæmis miðborgina út af ferðamannastraum og öðru slíku og byggðin á höfuðborgarsvæðinu þróast stöðugt í átt til austurs og svo suður með ströndinni í átt að Hafnarfirði. Þannig að þetta er allt saman orðið úrelt og það þarf að vinna þetta upp á nýtt.”

Spennandi niðurstöður úr FB könnun BSBS. Frábær þátttaka á innan við sólarhring. Af meira en 2200 svarendum sögðust 76% ...

Posted by Samtök um Betri spítala á betri stað on Tuesday, 21 July 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×