Innlent

Birkir bætist í hóp Kvíabryggjufanga

Jakob Bjarnar skrifar
Birkir Kristinsson
Birkir Kristinsson vísir/gva
Birkir Kristinsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá Glitni hóf afplánun sína fljótlega eftir að hann var dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir meðal annars umboðssvik og markaðsmisnotkun. Sjá hér. Stundin greindi fyrst frá.

Birkir er meðal þekktari fjársýslumanna en hann gerði garðinn frægan á árum áður sem markmaður í knattspyrnu og hefur leikið 74 landsleiki. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í máli Birkis þann 3. desember sem þýðir að ekki leið langur tími þar til afplánun Birgis hófst. Allir hefja afplánun í móttökufangelsi og þar dvaldi Birgir í nokkra daga áður en hann fór á Kvíabryggju.

Einstakar aðstæður eru að skapast á Kvíabryggju, þangað sem þeir eru sendir sem ekki þykja hættulegir umhverfi sínu; en um er að ræða opið fangelsi. Þar eru þegar fyrir nokkrir banka- og kaupsýslumenn sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í febrúar.

Rými fyrir fanga á Kvíabryggju eru aðeins 23 og eru þeir sem dæmdir hafa verið á vegum sértaks saksóknara, menn sem voru áberandi í útrásinni svokölluðu, orðnir einn fimmti fanga nú þegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×