Innlent

Leita enn að milljónamæringi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vinningurinn sem kom á miðann hljómar upp á rúmar 22,5 milljónir króna.
Vinningurinn sem kom á miðann hljómar upp á rúmar 22,5 milljónir króna. vísir
Vinningshafi í Lottó sem keypti miða milli klukkan 16 og 17 föstudaginn 23. október á N1 Ártúnshöfða er ekki enn kominn í leitirnar, að því er segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Rúmlega 22,5 milljóna króna vinningur kom á miðann í Lottóútdrættinum 24. október en vinningstölurnar voru 3, 6, 10, 34 og 37. Miðinn var 10 raða sjálfsvalsmiði ásamt Jóker. Um leið og komið er með vinningsmiðann til Íslenskrar getspár er hægt að greiða vinninginn út til nýja milljónamæringsins.

„Getur verið að vinningshafinn hafi verið á leið í ferðalag þennan föstudag og komið við hjá N1 á leið út úr borginni eða er þetta kannski einhver íbúi sem var á leiðinni heim og býr í Grafarvogi, Grafarholti eða Mosó –eða kannski einhver allt annar?  Ef þú átt einhversstaðar Lottómiða sem þú ert ekki búinn að skoða – þá er tími til þess að gera það núna,“ segir í tilkynningu Íslenskrar getspár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×