Innlent

Flutningabíll með glerfarm rakst upp undir Höfðabakkabrú

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Umferðarþunginn er mikill.
Umferðarþunginn er mikill. vísir/egill
Flutningabíll með háan glerfarm rakst upp undir Höfðabakkabrú við Vesturlandsveg á sjötta tímanum í kvöld. Akreinin í austurátt verður því lokuð í um eina klukkustund og biður lögregla vegfarendur því um að taka tillit til þessa og velja aðra akstursleið.

Töluvert er af glerbrotum á víð og dreif um götuna, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Unnið er að því að hreinsa það upp, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×