Innlent

Aðgerðaáætlun í þágu frumkvöðla kynnt - 975 milljónir í Tækniþróunarsjóð

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Iðnaðarráðherra kynnti í dag aðgerðaáætlun í þágu frumkvöðla og sprotafyrirtækja en markmið hennar er að Ísland verði uppspretta öflugra nýsköpunarfyrirtækja.

Áætlunin var unnin í samráði við frumkvöðla og sprotafyrirtæki og er í sjö liðum. Henni er ætlað að greiða leið frumkvöðla, ýmist með bættu aðgengi að fjármagni, samkeppnishæfu skattaumhverfi og að stoðkerfi atvinnulífsins verði endurskoðuð til einföldunar fyrir frumkvöðla og fyrirtæki.

„Þetta í raun svar við spurningunum: Hvað er að virka á Íslandi, hvað er ekki að virka, hvernig getum við lagað það, hvernig getum við gert Íslands samkeppnishæft?" segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Aðgengi íslenskra frumkvöðla að nauðsynlegu fjármagni hefur verið takmarkað. Í aðgerðaáætluninni er þessu svarað með auknu framlagi í Tækniþróunarsjóð sem nemur 975 milljónum króna ásamt því að horft er til hópfjármögnunar, aðkomu ríkisins þar með fjölgun fjármögnunarúrræða, skattalega hvata og fleira.

„Þetta eru hlutir sem við ætlum að gera núna á næstu tveimur árum. Þetta er ekki eitthvað sem fer upp í hillu. Þetta er aðgerðaáætlun sem fer í framkvæmd strax í dag," segir Ragnheiður. „Ef það við ætlum að ná að vaxa eins og við viljum, stöðugt til næstu framtíðar. Þá þurfum við að efla þetta sem stundum er kallað "eitthvað annað" og hugverka og tæknigeirinn er stór hluti þess. Og það er mikill til þess að gera skurk í þessum málum og koma okkur í fremstu röð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×