Segja hvalveiðar hafa lítil áhrif á samskipti ríkjanna Svavar Hávarðsson skrifar 23. mars 2015 12:40 Hvalveiðar Íslendinga eru Bandaríkjamönnum þyrnir í augum. Fréttablaðið/Vilhelm „Nei, ég hef ekki orðið var við neina breytingu í samskiptum ríkjanna,“ segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, um afstöðu bandarískra stjórnvalda til hvalveiða Íslendinga og upplýsinga sem koma fram í minnisblaði Johns Kerry utanríkisráðherra til Baracks Obama Bandaríkjaforseta frá því í janúar. Minnisblaðið fjallar um hvernig svokölluðu Pelly-lagaákvæði hefur verið framfylgt gagnvart Íslendingum frá því í apríl í fyrra. Birgir segir að öll samskipti er lúta að öryggismálum, viðskiptum eða samstarfi á vettvangi fjölþjóðlegra samtaka eða fyrirtækja hafi farið vaxandi, enda áherslumál íslenskra stjórnvalda að auka þau. Í bréfi Kerrys til Bandaríkjaforseta eru tíunduð mörg dæmi um diplómatískar aðgerðir í samskiptum ríkjanna. Veigamest virðist að bandarískir ráðherrar hafa ekki komið til Íslands í opinberar heimsóknir og tvíhliða samvinna er alltaf metin í ljósi hvalveiðanna, eins og þar er m.a. tíundað. Hvað varðar heimsóknir bandarískra ráðherra segir Birgir það rétt að um þær hafi ekki verið að ræða frá 1. apríl í fyrra, en svo hafi líka verið mun fyrr. Spurður hvort það hafi verið vegna hvalveiðanna, en strax árið 2011 var Pelly-ákvæðinu beitt gegn Íslandi, segir Birgir að honum sé ekki kunnugt um það. „En auðvitað höfum við heyrt á fulltrúum Bandaríkjamanna að hvalveiðarnar eru viðkvæmt mál í samskiptum ríkjanna og fulltrúar þeirra taka þetta oft upp,“ segir Birgir og bætir við að eitt skýrasta dæmið um aðgerðir Bandaríkjastjórnar sé þegar Íslendingum var ekki boðið á stóra alþjóðlega hafráðstefnu, Our Ocean, sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna stóð fyrir í júní í fyrra. Pelly-viðaukinn við bandarísk lög um fiskveiðistjórn kveður á um að veiki ríki alþjóðlegar aðgerðir til verndar lífríkinu, skuli forsetinn kynna fyrir þinginu til hvaða refsiaðgerða hann hyggist grípa gegn viðkomandi ríki. Barack Obama forseti kynnti aðgerðir 1. apríl sl. sem byggjast á því að bandarísk stjórnvöld telja að hvalveiðar við Ísland brjóti gegn banni CITES við verslun með hvalaafurðir. Lúta aðgerðirnar að veiðum á langreyði en síður hrefnuveiðum og sölu á innanlandsmarkaði. Geir H. Haarde, sem um áramót tók við starfi sendiherra í Bandaríkjunum, segist á sínum starfstíma ekki hafa orðið var við að hvalveiðar Íslendinga stæðu í vegi fyrir góðum samskiptum íslensku utanríkisþjónustunnar við bandaríska stjórnkerfið. „Hins vegar liggur fyrir að skoðanaágreiningur um þetta mál hefur verið fyrir hendi í meira en aldarfjórðung,“ segir hann og kveður bandarískum embættismönnum skylt að taka málið reglulega til umræðu á fundum með íslenskum stjórnmála- og embættismönnum. „Íslensk stjórnvöld standa hins vegar föst á okkar rétti varðandi hvalveiðar.“ Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, segir sína reynslu þau rúmu þrjú ár sem hann starfaði sem sendiherra Íslands í Washington vera þá að opinberir aðilar hafi komið sjónarmiðum sínum vegna hvalveiða ítrekað á framfæri við fulltrúa Íslands. Á sama hátt hafi íslensk stjórnvöld gert grein fyrir sjónarmiðum Íslands til málsins. „Sá skoðanamunur kom ekki í veg fyrir eðlileg samskipti fulltrúa íslensku utanríkisþjónustunnar við embættis- og ráðamenn í Bandaríkjunum, né við aðra bandaríska aðila sem samskipti voru höfð við vegna íslenskra hagsmuna,“ segir Guðmundur Árni. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
„Nei, ég hef ekki orðið var við neina breytingu í samskiptum ríkjanna,“ segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, um afstöðu bandarískra stjórnvalda til hvalveiða Íslendinga og upplýsinga sem koma fram í minnisblaði Johns Kerry utanríkisráðherra til Baracks Obama Bandaríkjaforseta frá því í janúar. Minnisblaðið fjallar um hvernig svokölluðu Pelly-lagaákvæði hefur verið framfylgt gagnvart Íslendingum frá því í apríl í fyrra. Birgir segir að öll samskipti er lúta að öryggismálum, viðskiptum eða samstarfi á vettvangi fjölþjóðlegra samtaka eða fyrirtækja hafi farið vaxandi, enda áherslumál íslenskra stjórnvalda að auka þau. Í bréfi Kerrys til Bandaríkjaforseta eru tíunduð mörg dæmi um diplómatískar aðgerðir í samskiptum ríkjanna. Veigamest virðist að bandarískir ráðherrar hafa ekki komið til Íslands í opinberar heimsóknir og tvíhliða samvinna er alltaf metin í ljósi hvalveiðanna, eins og þar er m.a. tíundað. Hvað varðar heimsóknir bandarískra ráðherra segir Birgir það rétt að um þær hafi ekki verið að ræða frá 1. apríl í fyrra, en svo hafi líka verið mun fyrr. Spurður hvort það hafi verið vegna hvalveiðanna, en strax árið 2011 var Pelly-ákvæðinu beitt gegn Íslandi, segir Birgir að honum sé ekki kunnugt um það. „En auðvitað höfum við heyrt á fulltrúum Bandaríkjamanna að hvalveiðarnar eru viðkvæmt mál í samskiptum ríkjanna og fulltrúar þeirra taka þetta oft upp,“ segir Birgir og bætir við að eitt skýrasta dæmið um aðgerðir Bandaríkjastjórnar sé þegar Íslendingum var ekki boðið á stóra alþjóðlega hafráðstefnu, Our Ocean, sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna stóð fyrir í júní í fyrra. Pelly-viðaukinn við bandarísk lög um fiskveiðistjórn kveður á um að veiki ríki alþjóðlegar aðgerðir til verndar lífríkinu, skuli forsetinn kynna fyrir þinginu til hvaða refsiaðgerða hann hyggist grípa gegn viðkomandi ríki. Barack Obama forseti kynnti aðgerðir 1. apríl sl. sem byggjast á því að bandarísk stjórnvöld telja að hvalveiðar við Ísland brjóti gegn banni CITES við verslun með hvalaafurðir. Lúta aðgerðirnar að veiðum á langreyði en síður hrefnuveiðum og sölu á innanlandsmarkaði. Geir H. Haarde, sem um áramót tók við starfi sendiherra í Bandaríkjunum, segist á sínum starfstíma ekki hafa orðið var við að hvalveiðar Íslendinga stæðu í vegi fyrir góðum samskiptum íslensku utanríkisþjónustunnar við bandaríska stjórnkerfið. „Hins vegar liggur fyrir að skoðanaágreiningur um þetta mál hefur verið fyrir hendi í meira en aldarfjórðung,“ segir hann og kveður bandarískum embættismönnum skylt að taka málið reglulega til umræðu á fundum með íslenskum stjórnmála- og embættismönnum. „Íslensk stjórnvöld standa hins vegar föst á okkar rétti varðandi hvalveiðar.“ Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, segir sína reynslu þau rúmu þrjú ár sem hann starfaði sem sendiherra Íslands í Washington vera þá að opinberir aðilar hafi komið sjónarmiðum sínum vegna hvalveiða ítrekað á framfæri við fulltrúa Íslands. Á sama hátt hafi íslensk stjórnvöld gert grein fyrir sjónarmiðum Íslands til málsins. „Sá skoðanamunur kom ekki í veg fyrir eðlileg samskipti fulltrúa íslensku utanríkisþjónustunnar við embættis- og ráðamenn í Bandaríkjunum, né við aðra bandaríska aðila sem samskipti voru höfð við vegna íslenskra hagsmuna,“ segir Guðmundur Árni.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira